Vísbending


Vísbending - 29.02.1992, Síða 3

Vísbending - 29.02.1992, Síða 3
konar ákvæðisvinnusamningi er eftírfarandi: Ef launþegi getur haft veruleg áhrif á afkomu fyrirtækisins í starfi sínu hlýtur hann að velta fyrir sér hvort ekki sé betra fyrir hann að snúa sér að eigin rekstri og nýta sér þau sambönd og þá þekkingu seni hann þegar hefur komið sér upp í eigin þágu frekar en í þágu vinnuveitandans. Innan verslunar- innar er þetta svo augljóst að ég held ég þurfi ekki að setja fram nein dærni þar um. Ef vinnuveitandinn á að komast hjá því að fyrirtæki hans verði uppeldisstöð fyrir keppinauta verður hann að deila afrakstrinum af vinnusemi lykilmanna með þeim. Með útilokunaraðferðinni komumst við þannig að því að föst laun fái fyrst og fremst þeir sem starfa hjá vinnu- veitendum sem veita starfsmannamálum lítinn forgang (það erfreistandi að nefna ríkið sem dæmi) eða þeir sem ekki taka lykilákvarðanir (þótt þeir geli verið í lykilstörfum). Hækkun taxtalauna Eftir þessa lesningu erum við hæfari til að gera okkur grein fyrir því hver áhrif taxtalaunahækkunar eru. Hækkun taxtalauna þýðir að fórn launþegans er metin hærra verði en áður. Hvað gelur orsakað slíka hækkun? A.m.k. tvennt. I fyrsta lagi gætu möguleikar launþega almennt til að afla sér tekna, t.d. sem sjálfstæðir atvinnu- rekendur, hafa aukist. Vinnuveitendur verða þá að bjóða betri kjör til að „múta“ a.m.k. sumum launþeganna til að halda áfram að starfa sem launþegar. I öðru lagi gæti orsökin verið sú að vinnuveitendur séu almennt undir- mannaðir og þurfi að ná fleiri aðilum inn á vinnumarkaðinn. Sumir þeirra sem standa utan vinnumarkaðarins hafa væntanlega kosið sér það hlutskipti þar sem þeim finnst að þau laun sent í boði eru séu lægri en fómarkostnaður samfara vinnu-markaðsþátttöku. Þá er því og við að bæta að í tilvikum þar sem launum hefur verið haldið lágum um langa hríð kunnalaunahækkaniraðkalla fram aukin afköst. Skýringar á því að launþegar bregðist svo við eru margar, en augljósasta skýringin er að á meðan launin voru lág þurfti launþeginn ekki að sanna sig í starfi. Eftir launa- hækkunina kann launþeganum að þykja sem starfsmissirhefði of mikla röskun á hans högum í för með sér. Aðferð launþegans til að tryggja sig í sessi er augljóslega að auka afköst. Taxtalaun geta því hækkað að frum- kvæði vinnu veitenda (og þá væntanlega vegna aukinna hagnaðarmöguleika þeirra) eða fyrir frumkvæði launþega, og þá vænlanlega vegna þess að þeir eiga betri kosta völ. Inntakið í því sem að franian var sagt er að einh vers konar innistæða þurfi að vera fyrir taxtalaunahækkun í formi framleiðniaukningar í starfandi fyrir- tækjum eða á nýjurn vettvangi. Efekki, getur annað tveggja gersl; að afleiðing taxtahækkunar verði atvinnuleysi eða að fyrirtækin leitist við að skaffa sér ,,falska“ framleiðniaukningu með því að hækka verð á afurðum sínum. Reyndargeta fæst útflutningsfyrirtækja hækkað verð í erlendri mynt á eigin afurðum. Þau munu þess í stað beita stjórnvöld þrýstingi til þess að breyta skráningu gengis innlendu myntarinnar. Með hliðsjón af því sem að framan er sagt má skýra hversu lág lægstu taxta- launin eru með tilvísan til framleiðni- stigs hagkerfisins að gefnu því atvinnu- stigi setn þjóðfélagið lelurásættanlegt. / Abataskiptakerfi? Taxtakaupið gefur hugmynd um þá fórn sem launþeginn færir vinnuveitandanum í formi ylirráða yfir tíma sínum. Verði einstakíingur A var við að einstaklingi B tekst að hækka verðið áþessari fómhlýtureinstaklingur A að hugsa sem svo að hans tími sé ekki síður verðmætur en tími einstaklings B. Það er því mjög erfitt að hækka tímataxta einstakra hópa, eins og dærnin sanna. Hvað er þá til ráða? Svarið sem ég hef að bjóða er að setja upp ábata- skiplakerfi, bónuskerfi eða önnur afkastabundin (og afkastahvetjandi) kerfi alls staðar þar sem það er hægt. Aukin notkun á tölvum á öllum mögulegum stöðum veitir ntjög aukna möguleika til mælingar á vinnumagni sem frá fólki fer. Þá er ekki heldur nauðsynlegt að binda bónus við færslu- fjölda eða aðrar vinnuferlisbundnar stærðir. I mörgurn tilvikum getur verið eðlilegt að tengjabónus við rekstrarlega afkomueinhverrarlítillareiningarífyrir- tæki. Að mínu áliti er þannig fyrst og fremst þörf á hugkvæmni og gagn- kvæmum vilja vinnuveitenda og launþega. Höfuðkostur slíks samkomulags með hliðsjón af stöðu dagsins í dag er að það ætli að gera merkingarlausar þær samanburðarprósentuæfingar sem svo mjög hafa verið tíðkaðar nú síðustu árin meöhörmulegumafleiðingum fyrir ákveðna hópa launþega. Höfundur er lektor við Háskóla Islands ISBENDING Vextir skammtíma- lána víðast lægri en hér Seðlabanki ber saman raunvexti útlána hér og erlendis og getur skikkað banka hér lil þess að lækka vextina ef þeir reynast hærri en gerist í helstu viðskiptalöndum. Raunvextir skammtímalána voru á nýliðnu ári 2- 3% hærri hér á landi en í meðaltali helstu iðnríkja, en á seinni hluta árs þegar raunvextir skammtímalána stórhækkuðu hér varð munurinn miklu meiri, eða 8-10%. Raunvextir skamm- tímalána voru aftur á móti svipaðir hér aðmeðaltali árið 1991 og annars staðar á Noröurlöndum, en þar eru aðslæður um margt svipaðar og hér, halli á ríkisrekstri, viðskiptahalli (ekki þó í Danmörku) og gengi gjaldmiðla ekki talið allsendis traust. Að undanförnu hafa vextir lækkað í helstu iðnríkjum nema Þýskalandi. Núna er frelsi í gjaldeyrisviðskiptum að stóraukasl hér og því viðbúið að stjórnendur fyrirtækja reyni fremur að verða sér úti um erlend lán en áður, á meðan kjöreru hagstæðari en hér. Gengisáhætta af eriendum skammtímalánum ætli að vera lítil, að minnstakostí fram áhaust,einkum þegar tekin eru lán í Evrópugjaldmiðlum. Hugmyndir eru um að tengja krónuna við ecu um áramót með einhliða yfirlýsingu, og telja surnir nauðsynlegt að „leiðrétta" gengið um leið, með öðrum orðum, að fella það. Núna er nálega helmingur lána banka og sjóða til fyrirtækja endurlánað erlent fé, nær eingöngu langtímalán. Raunvextir skammtímalána banka erlendis og á Islandi,% 1990 1991 Haust'91 7 stærstu iðnríki 6,4 7,1 6,4 Norðurlönd 9,6 9,9 9,6 Önnur Evrópuríki 8,2 8,1 7,9 Samlals 7,3 7,8 7,2 fsland 9,1 10,4 16,1 Heimildir: Seðlabanki fslands, Ólafur K. Ólafs 1. tbl. Vísb. 1992. 3

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.