Vísbending


Vísbending - 01.06.1992, Blaðsíða 2

Vísbending - 01.06.1992, Blaðsíða 2
ISBENDING Mynd 1 sýnir að sjómenn (aðallega fiskimenn) eru að jafnaði með hæstar tekjur starfsstéttanna sem á er byggt. Arið 1987 voru sjómenn með 265% af mánaðartekjum landverkafólks (165% umfram verkafólk), eða um þrefaldar tekjurafgreiðslufólks sem hafði um 89% af tekjum verkafólksins. Arið 1991 hafði munur verkafólks og sjómanna minnkað örlítið, eða í 158%. Auðvitað er munur milli sjómanna, eins og í öðrum stéttum, en meðaltalið gefur þokkalega vís- bendingu um almenna tekjuöflunar- möguleika í stéttinni. Þarna er því dæmi um minnkandi tekjubil, en á hinn bóginn hafa tvær næsthæstu stéttirnar aukið hlut sinn lítillega, þ.e. stjómendur/sérfræðingarog atvinnurekendur/einyrkjar. Þessi breyting er þó svo lítil að hún er á mörkum þess að vera marktæk. Iðnaðarmenn hafa hækkað ögn umfram verkafólk á tímabilinu, en hærra skrifstofufólk (bókarar, fulltrúar, og aðrir líkir) hefur heldur lækkað hlutfallslega. Nær neðri enda tekjuskiptingarinnareru þau tíðindin helst, að almennt skrifstofu- og þjónustufólk hefur hækkað hlutfallslega miðað við verkafólk, en aðrirhafa staðið í stað, þ.e. munur milli annarra hópa hefur haldist nær óbreyttur. Fjölskyldutekjur Á mynd 2 má glögglega sjá að ójöfnuðurinn er talsvert minni þegar saman eru bomar fjölskyldutekjur, en þegar tekjur einstaklinga eru bornar saman. Almennt skýrist það af því, að meira virðist muna um tekjuöflun tveggja fyrirvinna í lægri tekjuhópunum en í þeim hærri. I millihópunum eru fjölskyldutekjumar oft lengra fyrir ofan fjölskyldutekjur verkafólks en heildartekjur einstaklinga voru. Þar er algengara að báðar fyrirvinnumar séu í Mynd 2, Heildartekjur einstaklinga og fjölskyldnal991, verkafólk=100 Sjómenn Stjóm.,sérfr. Atvrek.,einyrk. Iðnaðarmenn Hærra skrstf. Kenn., heilbrf.j Alm skrstf. Bændur Verkafólk Afgreiðsiufólk | 20 a *) ffi Einst. | Fjölsk. meðaltekjustörfum. Hjá sjómönnum er hins vegar fátíðara að þeir eigi maka sem ná millitekjum eða meira. Hið sama á við um bændur. Mestimunuráfjölskyldutekjummilli stétta er 66% árið 1991, þ.e. stjómendur og sérfræðingar hafa að jafnaði 66% hærri fjölskyldutekjur en verkafólk. Sjómenn eru í næstefsta sæti með 61 % hærri fjölskyldutekjur en verkafólk, þrátt fyrir að útivinnandi eiginkonur þeirra séu oftast á frekar lágum launum. Iðnaðarmenn eru með um 47% hærri mánaðartekjur en verkafólk, en aðeins um 14% hærri fjölskyldutekjur. Hjá kennurum og starfsfólki í heilbrigðis- þjónustu (öðru en læknum), sem flest er opinbert starfslið, er þetta hins vegar öfugt. Þetta fólk hefur um 12% hærri mánaðartekjur en verkafólk, en um 34% hærri fjölskyldutekjur. Almennt skrif- stofu- og þjónustufólk (sem oftast er konur) hefur svipaðar mánaðartekjur og verkafólk, en 22% hærri fjölskyldutekjur. Millistéttin réttirhlut sinn nokkuð með fjölskyldutekjum, en hátekjustéttirnar lækka verulega þegar fjölskyldutekjumar eru taldar. Fleira skiptirmáli varðandi tekjumar enmunurmillistétta. Hérfylgjanokkrar staðtölur um tekjur almennt. Heildartekjur fullvinnandi fólks (yfirborganir, aukatekjur og annað samanlagt) voru árið 1991 samkvæmt upplýsingum úr könnunum Félagsvísindastofnunar um 130.000 krónur. Heildartekjurávinnustundvom að jafnaði 560 krónur; hjá verkafólki voru þær um 415 krónur en hjá stjórnendum og sérfræðingum voru tímatekjurnar nærri 800 krónum. Fjölskyldutekjurfullvinnandi fólks sem er í hjúskap voru um 210.000 krónur. Fjölskyldutekjurnareru svo miklu hærri en heildartekjur einstaklinga sem raun ber vitni, vegna þess að um 80% af fjölskyldum hafa tvær fyrirvinnur. Fyrir afkomu fjölskyldna getur það skipt meira máli hvort fyrirvinnur eru tvær en í hvaða starfsstétt þær eru. Fjölskyldutekjur gefa almennt réttasta mynd af raunverulegum kjörum fólks hér á landi, mun réttari mynd en launalaxtar kjarasamninganna eða heildartekjur einstaklinga á skattframtölum. „Flafið er auðugt en fiskimennirnir fátækir...“ Fyrir skömmu flaug ofangreind setning um hafið og fiskimennina fyrir vit mín, líklega komin úr smiðju Hemingways. Mér dettur hún aftur í hug nú er ég skrifa um tekjuskiptingu á Islandi. Setningin lýsir lífskjörum fiskimanna eins og þau hafa lengst af verið í flestum hlutum heimsins. Fiskimenn eru yfirleitt fátækirog þurfa mikið að hafa fyriröflun lífsbjargarinnar úr greipum hafsins, hversu auðugt sem það kann að vera. Þannig hefur það lengst af líka verið á Islandi. Á kreppuárunumvoruhásetarmeðum 15% hærri árstekjur en landverkafólk samkvæmt skatt-framtölum ársins 1932, og sjómenn allir höfðu um 38% hærri árstekjur en verkafólk almennt hafði. Iðnaðarmenn höfðu talsvert meiri tekjur en sjómennimir'. Nú á dögum er staða sjómanna öll önnur og betri. Þeir hafa nú meira en 150% hærri mánaðartekjur en landverkafólk. Auk þess njóta þeir sérstaks skattfrádráttar umfram aðrar stéttir í þjóðfélaginu. Stækkun veiðiskipa, betri búnaður og aukin veiði hefur skilað þessum árangri, sem líkja má við byltingu í tekjuskiptingunni. Þetta er auðvitað mjög ánægjuleg þróun fyrir fiskimenn Islands. Þjóðin getur verið stol lt af því að eiga senni lega tekjuhæstu fiskimenn íheimi. Speki Hemingways á þvíekki viðá Islandi. Sérstaðasjómanna á Islandi gerir tekjuskiptinguna hérlendis sérstaka þegar borið er saman við nágrannalöndin, þar sem atvinnu- rekendur og stjórnendur eru yfirleitt tekjuhæsta stéttin, oft með ábilinu tvöföld til þreföld verkamannalaun að jafnaði2. Hér á landi eru sambærilegirhópar aðeins með um 90% hærri tekjur en verkafólk. Ojöfnuðurinn í tekjuskiptingunni almennt virðist því ekki vera meiri hér en í nágrannalöndunum, nema síður sé. Á allra síðustu árum hafa því engin stórtíðindi orðið í þróun tekju- skiptingarinnar. Kjaraskerðingin 1983 og mismunandi launaskrið, sem henni fylgdi, skakkaði leikinn svolítið. Þar á undan varð skuttogarabyltingin og útfærsla landhelginnar á áttunda áratugnum einkum til þess að auka tekjur sjómanna, líkt og síldarævintýri sjöunda áratugarins. Lífskjarabyltingin á stríðsárunum eref til vill þýðingarmesta breytingaskeiðið þar næst á undan. Höfundur er prófessor við félagsvísindadeild og forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskólans. 1 Sjá Félagsmál á íslandi (Reykjavík, Félagsmálaráðuneytið, 1942), bls. 44- 46. 2 Sbr. Henry Phelps Brown, The Inequality of Pay (Oxford, OUP, 1977). 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.