Vísbending


Vísbending - 01.06.1992, Blaðsíða 3

Vísbending - 01.06.1992, Blaðsíða 3
ÍSBENDING Greining ársreikninga: Marel Stefán Halldórsson Afkoma: Hagnaður Marels hf. varð meiri á síðasta ári en áætlanir stjómenda gerðu ráð fyrir og hlutfall hagnaðar af veltu vel yfir 10%. Lægðin í íslensku efnahagslífi kemur minna við Marel en flest íslensk fyrirtæki, enda selur félagið yfir 80% vöru og þjónustu sinnar til útlanda. Skipting sölu á helstu markaðssvæði var þessi: Island 18% Rússland 27% Önnur Evrópulönd 22% Norður-Ameríka 28% Önnur svæði 5% Skipavogir voru sem fyrr mikilvægasta framleiðsluvara félagsins og skiluðu um helmingi teknanna. A þessu sviði hefur Marel náð meira en helmingshlutdeild á heimsmarkaði og er slíkur árangur afar fátíður meðal íslenskra fyrirtækja. Góður árangur hefur einnig náðst í sölu á flokkunarvélum og framleiðslu- eftirlitskerfum fyrir fiskvinnslu. Nú er félagið farið að hasla sér völl í annarri grein matvælaiðnaðar með sölu tækja til kjúklingavinnslustöðva í Norður- Ameríku. Staða: Eiginfiárhlutfall stórbatnaði á síðasta ári, komst í 46,5%, annars vegar vegna myndarlegs hagnaðar og hins vegar vegna hlutafjáraukningar með sölu bréfa á almennum markaði. Félag, sem byggir framtíðarafkomu á miklu þróunar- starfi, verður að hafa sterka eiginfjárstöðu og má hún teljast vel v iðunandi hj á Marel. Veltu-oglausafjárhlutföllbötnuðueinnig verulega á árinu. Skammtímahorfur: Eftirspurn eftir vörum og þjónustu félagsins fer enn vaxandi. Sala á skipavogum virðist ætla að verða a.m.k. jafnmikil og á síðasta ári og búist er við aukinni sölu á flokkunar- og framleiðslueftirlitskerfum til fisk- vinnslustöðva og frystiskipa. Fyrstu kaupendumir meðal kjúklingavinnslu- stöðva eru farnir að panta fleiri kerfi á grundvelli góðrarreynslu og glæða slíkar viðlökur vonir um verulega sölu- aukningu. Ný flokkunarkerfi byggð á tölvusjón hal'a einnig hlotið góðar viðtökurmeðalfyrirtækjaírækjuvinnslu. Félagið er því bæði að ná auknum árangri með því að selja þekktustu vörur sínar inn á nýja markaði og með því að selja nýjar vörur á þá markaði þar sent það hefur þegar náð traustri stöðu. Utlit er fyrir talsverða veltuaukningu á þessu ári, en hlutfall hagnaðar af veltu minnkar nokkuð, þar sem flokkunarbúnaðurgefur heldur minna af sér en vogimar. Styrkur: Félagið hefur á að skipa fjölmennum hópi tæknimenntaðra starfsmanna seiu margir hverjir hafa einnig reynslu af störfum í sjávarútvegi. Þessi hópur hefur skipað félaginu í fremstu röð í vöruþróun, þar sem tölvutækni er beitt í þágu fiskvinnslu. Jafnframt hefur félagið náð að byggja upp öflugt markaðs- og dreifingarkerfi og hefur selt vörur til hátt á þriðja tugs landa. Marel hf. er eitt af fremstu fyrirtækjum heims á sínu afmarkaða sviði og hefur aukið hlutdeild sína upp á síðkastið. Veikleiki: Þrátt fyrir góðan árangur er Marel hf. enn lítið félag og vantar talsvert á þann styrk sem nauðsynlegur er til að vinna sér traustan sess á heimsmarkaði. Ef til verðstríðs kemur við erlenda keppi- nauta, er tapþol félagsins takmarkað. Félagið er einnig veikt fyrir á fram- leiðslusviði og hefur orðið að mæta aukinni eftirspum með mikilli yfirvinnu starfsmanna. Til að auka hagnað verður félagið að efla framleiðslugetuna og þróa hagkvæmara framleiðsluferli. Nokkur óvissa ríkir um einn stærsta markað félagsins, Rússland, þótt enn hafi lítil breyting orðið hvað Marel snertir. Salan hefurhaldist næróbreylt á þessu ári frá í fyrra, þrátt fyrir mikið umról þar í landi, og kaupendurnir greiða vöruna að fullu áður en hún er send héðan. En líkumar á að viðskiptin ininnki verulega eða stöðvist verða samt að teljast allmiklar. Loks má svo nefna, að öll vöruþróun fyrir kjúklingavinnslu verður að byggjast á góðu samstarfi við erlenda aðila. Islensk kjúklingavinnsla er svo lítil og lítt tæknivædd, að Marel hefur vart stuðning af aðilum á heimamarkaði sínum, ólíkt því sem gerist með fiskvinnsluna. Langtímahorfur: Tækniþekkingin innan vébanda Marel og árangur í vöruþróun og markaðssetningu lofa góðu, en hins vegar veldur smæð fyrir- tækisins því, að erlendum stórfyrir- tækjum kann að reynast auðvelt að sauma að því í samkeppni, ef þeim finnst markaðirnir áhugaverðir. Næstu tvö árin ráða væntanlega úrslitum um hvort hér rætist draumurinn um öflugt, íslenskt útflutningsfyrirtæki á sviði hugvits og þekkingar. Marel getur án efa haldið velli um langt skeið sem sérhæft smáfyrirtæki og þannig skilað eigendum sínum ágætum arði, en um stórfelldan uppgang er meiri óvissa. Það verður þó að segjast, að ekki er á almennum hlutabréfamarkaði annað íslenskt fyrirtæki sem á meiri möguleika á slíkum uppgangi en Marel. Takist félaginu að ná góðum árangri í sölu til kjúklingavinnslufyrirtækja, getur það vaxið mjög hratt, því að sá markaður er margfalt stærri en fiskvinnslu- markaðurinn. Abendingar um hlutabréfa- viðskipti: Ég tel líklegt, að hagnaður verði a.m.k. 40 mkr. á þessu ári og yfir 50 mkr. á því næsta. Samkvæmt því ætti V/H-hlutfall að verða um 5 á þessu ári og lægra en 4 á næsta ári. Slíkar tölur eru fáséðar á íslenskum hlutabréfamarkaði og því er hiklaust ástæða til að rnæla með því að kaupa hlutabréf í Marel hf. i Rekstrarreikningur 1991 199« Helstu kennitölur Tekjur 335,9 236,3 Raunarðsemi ciginfjár* 89% Rekstrargjöld -282,2 -197,5 Eiginfjárhlutfall 0,46 Afskriftir -5,7 -4,0 Veltufjárhlutfall 1,59 Fjármunatekjur/gjöld -13,1 -16,3 Lausafjárhlutfall 0,96 Hagn. af reglul. starfsemi 34,8 18,4 Innra virði hlutabréfa 1,01 Áhrif dótturfyrirtækja ■ 1,8 -0,8 Gengi 25. maí 1,97 Önnur gjöld -2,3 -4,0 Q-hlutfall 1,94 Sérstök afskrift Arður 0% hlutabréfaeignar 0,0 -19,4 Jöfnun 0% Hagnaður ársins 34,3 -5,7 * m.v. framfærsluvísilölu Efnuhagsreikningur 1991 1990 1991 1990 Eignir 218,1 170,4 Skuldir og eigið fé 218,1 170,4 Veltufjármunir 139,9 109,6 Skammtímaskuldir 87,8 96,8 Hlutabréf, skuldabréf o.fl. 22,1 17,8 Langtímaskuldir 28,9 37,8 Varanl. rekstrarfjármunir 28,9 20,2 Hlutafé 100,0 83,5 Eignfærð vöruþróun 27,215 22,678 Annað eigið fé 1,4 -47,7 Eigið fé samtals 101,4 35,8 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.