Vísbending


Vísbending - 01.06.1992, Blaðsíða 1

Vísbending - 01.06.1992, Blaðsíða 1
ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 1. júní 1992 21. tbl. 10. árg. Skattlagning eigna og eignatekna Frumvarp um skattlagningu eigna og eignatekna var lagt fram sem handrit á síðasta degi þings. Frumvarpið var eins og nefnd á vegum fjármálaráðherrahafði gengið frá því. Ríkisstjórn hefur ekki fjallað um það og því verður að hafa hraðann á ef það á að verða að lögum fyrir áramót, eins og stefnt hefur verið að. Frumvarpið er að mestu í samræmi við áfangaskýrslu nefndarinnar frá í mars. Þó er nú ætlunin að gjaldeyris- reikningar verði skattlagðireins og aðrir bankareikningar. Meðal helstu atriða frumvarpsins má nefna: *Eignarskattur verði heimtur af allri eign umfram fríeignarmark. Fríeignar- mark lækki úr 3,4 milljónum króna hjá einstaklingi í 3,0milljónir. Skatthlutfall lækki úr 1,2-2,2% í 0,6-0,8%. *Eignatekjur umfram sérstakt frítekjumark, þar á meðal raunvextir, verði allar skattlagðar með almennu skatthlutfalli (tæplega 40%). Frí- tekjumarkið verði 126.000 krónur á ári. Meðalraunávöxtun peningaeigna heimilanna var áætluð 4% árið 1990 og miðað við það yrði ávöxtun af um þremur milljónum króna skattfrjáls. *Sérstakur skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa og innleggs á húsnæðisspamaðarreikning falli niður. *Sérstakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði falli niður. *Aðeins verði greiddar vaxtabætur úr ríkissjóði vegna raunvaxtagreiðslna. Ekki mun ætlunin að auka tekjur ríkisins með þessum breytingum, heldur er verið að samræma skatta á mismunandi eignarformum. Því er ólíklegt að sparnaður dragist saman. En skattur á peningasparnað eykst og því munu vextir hækka. Um 0,4% vaxtahækkun þyrfti til þess að sparifjáreigendur yrðu jafnsettir eftir að skatturinn hefur verið lagður á, en búast má við að þeir beri einhvern hluta skattsins og vaxtahækkunin verði því milli 0 og 0,4%. Breytingin gerir vaxtareikning nokkru flóknari en áður, nú þarf einn til dæmis 17% raunvexti til þess að fá jafnmikið í sinn hlut og annar færmeð 10% vöxtum. | Hafið er auðugt en fiskimennirnir fátækir... Um tekjuskiptingu á íslandi Dr. Stefán Olafsson Að undanförnu hefur mikið verið rætt um tekjuskiptingu á Islandi, mest fyrir frumkvæði höfunda Reykjavíkurbréfs í Morgunblaðinu. Tilefnið er nýfengnar upplýsingar um vaxandi ójöfnuð í tekjuskiptingunni í Bandarfkjunum og félagslegur órói þar á bæ. I framhaldi af því hafa menn gefið í skyn að hið sama hafi verið að gerast hér á landi. Upp- lýsingarfráÞjóðhagsstofnunerusagðar sýna að ójöfnuður í tekjuskiptingu hafi aukist á undanförnum árum, og gagnrýnendur rfkisstjómarinnar segja spamaðaraðgerðir í velferðargeira auka enn frekar á ójöfnuðinn í þjóðfélaginu. í heildina tekið eru það miklar ýkjur að ójöfnuður hafi aukist umtalsvert á íslandi að undanförnu. Ekkert stórvægilegt hefur verið að gerast í tekjuskiptingunni sjálfri á allra síðustu árum, þ.e. eftir þær sviftingar sem urðu með kjaraskerðingunni 1983 og Mynd 1, Heildartekjur á mánuði, verkafólk=100 Sjómenn Stjórn.,sérfr. ^ ^ Atvrek.,einyrk. Iðnaðarmenn Hærra skrstf. Kenn., heilbr. Bændur Verkafólk Alm. skrstf. Afgrfólk W 151 2R ii) M JS1987 1991 launaskriði sem fylgdi í kjölfarið, og nýlegar aðhaldsaðgerðir í velferðar- málum eru lfklegri til að auka jöfnuð í lífskjörum, ef þær þá hafa nokkur áhrif á dreifingu lífskjara yfir höfuð. Hvort eignaskiptingin hefur verið að breytast fyrir áhrif vaxtastefnunnar er auk þess alyeg ósannað. í grein þessari skal tekið áskorun höfunda Reykjavíkurbréfs og lagt til nokkurt fóður fyrir frekari umræðu um tekjuskiptinguna á Islandi. Gögnin eru úr þjóðmálakönnunum Félagsvísinda- stofnunar Háskóla íslands. Auk þess að svara að nokkru leyti spumingum um þróun tekjuskiptingar á allra síðustu ámm, er hér einnig freistað þess að skýra eðli tekjuskiptingarinnarnokkuðmeðþvíað kynna ólík hugtök við mat á tekjumun milli þjóðfélagshópa. Þannig eru sýndar upplýsingar um heildartekjur einstaklinga á mánuði (allar atvinnu- tekjur og aðrar tekjur sem einstaklingar bera úr býtum) og upplýsingar um fjölskyldutekjur (allar tekjur fólks sem er í hjúskap, atvinnutekjur og bætur beggja). Almennt sýna upplýsingamar mestan mun milli starfsstétta þegar byggt er á heildartekjum einstaklinga, munurinn minnkar hlutfallslega ef miðað er við tekjur á vinnustund, og loks er munurinn minnstur þegar bornar eru saman fjölskyldutekjur, því tekjuöflun maka svarandans virðist vega meira í lægri tekjuhópunum en í þeim hærri. Heildartekjur einstaklinga A mynd 1 má sjá hvernig munurinn milli stétta hefur þróast frá 1987 til 1991, þegar miðað er við heildartekjur einstaklinga í hverri stétt. Tekjur stéttanna eru reiknaðar sem hlutfall af tekjum verkafólks, þ.e. tekjur verkafólks era settar á 100 og hlutfallslegur munur milli stéttanna síðan reiknaður. Gögnin em úr þremur samanlögðum könnunum árið 1987 og fjórum könnunum 1991, þ.e. tekið er meðaltal úr tekjum stéttanna í öllum þessum könnunum. Þannig fæst stærri svarendahópur og meira öryggi um áreiðanleika niðurstaðanna. I öllum tilvikum er miðað við fullvinnandi fólk, þ.e. þá sem skila minnst 35 stundum á viku. Tekjuskipting • Marel

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.