Vísbending


Vísbending - 08.10.1992, Side 3

Vísbending - 08.10.1992, Side 3
Hvaða vald og hvaða vinna? Ari Skúlason Margirteljaaðfræðimenntakioflítinn þátt í umræðum um efnahagsmál hér á landi, sú umræða sé of einokuð af stjórnmálamönnum og embætlis- mönnum. Þá heyrist einnig oft að hagsmunaaðilar á vinnumarkaði skipti sér of mikið af þessum málum. Fræðimenn sjá oft hluti í öðru ljósi en þeir sem eru að fást við þá í daglega lífinu og því ætti þátttaka þeirra að öllu jöfnu að dýpka umræðuna og gera hana frjórri. En fræðimenn standa auðvitað frammi fyrir því að gerðar eru mun meiri kröfur til skrifa þeirra en margra annarra sem fjalla um sömu mál. Tvö vinsæl viðfangsefni Töluverður hluti efnahagsumræðu á íslandi fer fram á síðum Vísbendingar. Þar eiga fræðimenn stóran hlut að máli. Mér finnst þó að þeir hafi haft dálítið aðrar áherslur í skrifum sínum um vinnumarkaðsmál í þetta tímarit en uppi hafa verið í þessum málum. Slíkt þarf auðvitað ekki að vera slæmt, þvert á móti, allar nýjar hugmyndir og áherslur eru til bóta. En mér finnst stundum gæta misskilnings í þessum skrifum og finnst þau stundum ekki vænleg til þess að bæta umfjöllun um þessi mál. Eg vil hér fjalla lítillega um skrif Þorvalds Gylfasonar prófessors um verkalýðs- hreyfinguna og landbúnaðarmál. Skipulag verkalýðshreyfingarinnar I grein í 38. tbl. þessa tímarits fjallar Þorvaldur um skipulag verkaíýðs- hreyfingarinnar og vald forystu- sveitarinnar. Það hefur hann gert áður, t.d. í líkri grein í 24. tbl. Vísbendingar 1991.1 stuttu máli heldur Þorvaldur því fram að skipulag íslensku verkalýðs- hreyfingarinnar standi eðlilegri efna- hagsþróun á Islandi fyrir þrifum. Tiltölu- legafáireinstaklingarhafilaunaþróunina í landinu raunverulega í hendi sér og eigi auðvelt með að hleypa efnahagslífi landsins í bál og brand. Þorvaldur telur að í stað þessa kerfis eigi að færa launa- ákvarðanimar inn í einstök fyrirtæki, fyrirtækjasamningarséu mun betri lausn því að þannig standi viðsemjendur standi hverju sinni í sem nánustum tengslum við þann atvinnurekstur sem er uppspretta framleiðslunnar. Nú munu forystumenn og almennir félagsmenn stéttarfélaga væntanlega vera þeir fyrstu til þess að viðurkenna að skipulag hreyfingarinnar gæti verið betra, enda eru þessi mál í sífelldri umræðu. Ég tel hins vegar að fáir sem til þekkj a geti tekið undir það með Þorvaldi að það sem fari úrskeiðis sé þessu skipulagi að kenna. Ég held líka að nær allir forystumenn launafólks geti tekið undir skoðun Þorvalds um að miðstýringin í launamynduninni sé allt of mikil, enda hafa verið gerðar margar tilraunir til þess að brjóta hana niður. Margir telja að miðstýrð launamyndun hafi gefist vel í upphafi núverandi baráttu við verðbólguna, en nú sé kominn tími til aðbreytaþartil. Þar erþóviðramman reip að draga þar sem er framkvæmda- stjóm VSI, sem í raun situr á öllum launaákvörðunum á almenna vinnu- markaðnum, eins og nýleg reynsla af samningum málmiðnaðarmanna er gott dæmi um. Ég tel að ef deila eigi á einhvemfyrirmiðstýringartilhneigingar væri nær að beina orðunum til samtaka atvinnurekenda en verkalýðs- hreyfingarinnar. Ég tel ekki að fyrirtækjasamningar hefðu leitt til núverandi stöðugleika miðað við þær aðstæður sem ríkt hafa hér á landi á síðustu árum. Annað mál er að slíkir samningar geta verið hentugir, sem liður í heildarlausn á vinnumarkaði t.d. í tengslum við einhvers konar rammasamninga innan einstakra starfsgreina. Það má ekki gleyma því að launaþátturinn er ekki nema lítill hluti kjarasamninga og hentugt getur verið að um ýmsa þætti þeirra sé samið fyrir stærri einingar. Mérfinnst að sú skoðun Þorvalds að verkalýðshreyfingin hallist að miðstýringu og sé á móti vald- dreifingu eigi alls ekki við. Ég á erfitt með að skilja hvers vegna Þorvaldur velur að agnúast út í verkalýðsforystuna, t.d. með því að telja að forystusveit hennar hafi á síðustu árum „beitt afli sínu til að knýja hlutfallslaun annarra stétta niður á við“ eins og hann segir í grein sinni. Þá lýsir það ekki mikilli trú hans á stjómvöldum ef hann telur að nokkrir verkalýðs- foringjar og bandamenn þeirra í hópi vinnuveitenda geti stjórnað ríkisstjóminni. Ég tel að Þorvaldur sé í þessum skrifum sínum kominn full langt frá sjónarhóli fræðimannsins. Innflutningur landbúnaðarafurða í báðum þeim greinum sem ég vitnaði til kernur fram sú skoðun Þorvalds að verkalýðshreyfingin hafi brugðist að því leyti að hún hafi ekki tekið undir ÍSBENDING „sjónarmið þeirra, sem hafa hvatt til þess, að matarkostnaður heimilanna verði knúinn niður á við með auknu innflutningsfrelsi á búvörumarkaði“. Um þetta er ýmislegt að segja. Hverjir skyldu t.d. þessir „þeir“ vera sem taka á undir með? Það er frekar óskilgreindur hópur en þó er ljóst að þar er ekki um meirihluta þjóðarinnar að ræða. Það hafa skoðanakannanir sýnt. í þessu sambandi má hins vegar benda á að eftir að verkalýðssamtökin hófu að nýju þátttöku í stefnumörkun í landbúnaði og verðákvörðunum fyrir landbúnaðarafurðir hefur náðst mun betri árangur í þessum málum en áður hefur þekkst. Verð á landbúnaðar- afurðum hefur t.d. nær ekkert hækkað á undanfömum tveimur árum. Ein ástæða þess er sú að í því starfi hefur ekki verið leitað að neinum patentlausnum. Það liggur fyrir að innflutningshöft minnka verulega á næstu ámm, þannig að greinin mun standa frammi fyrir stóraukinni samkeppni. Starf að þessum málum hefur því einkum beinst í þá átt að gera íslenskan landbúnað samkeppnishæfan gagnvart innfluttum afurðum. Þótt einhverjir „þeir“ úti í samfélaginu telji það kannski ekki réttu leiðina eru margir á því að leiðin sé rétt. Mér finnst margt benda til þess að Þorvaldur hafi ekki kynnt sér mjög vel þær tillögur til umbreytinga í landbúnaði sem unnið hefur verið með að undanfömu. Þar hafa verkalýðssamtökin átt stóran hlut að máli. Þörf fyrir frjóa umræðu Mín skoðun er sú að umræða um kjara- og vinnumarkaðsmál hér á landi þurfi nauðsynlega að komast upp úr því fari sem hún hefur verið í mörg undanfarin ár. Von margra er sú að thni verðbólgu og óraunhæfra kauphækkana sé liðinn. Til þess að ná árangri vom menn sammála um það í upphafi að mikla miðstýringu þyrfti til. Tilraunin tókst og markmiðin náðust. Nú finnst mörgum að tími miðstýringarinnar sé liðinn og að við eigum að geta fótað okkur í hinu nýja efnahagsumhverfi, t.d. með því að dreifa launamynduninni til einstakra atvinnugreina, stéttarfélaga, starfshópa eða jafnvel starfsmanna einstakra fyrirtækja. Um þetta þarf frjóa og skynsamlega umræðu. Hér á landi er nú einhver minnsta verðbólga í Evrópu og við eigum að getahagað okkur í samræmi við það. Ég vildi því frekar að fræðimenn skrifuðu um möguleika framtíðarinnar í slað þess að eyða tíma sínum í nöldur út í verkalýðshreyfingunaog fortíðina sem að töluverðu leyti er byggt á misskilningi. Höfundur er hagfrœðingur Alþýðusambands Islands n 3

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.