Vísbending - 05.02.1993, Blaðsíða 1
0ISBENDING
.:S0ypr it u m viðskipti og efnahagsmál
5.
febrúar
1993
5. tbl. 11. árg.
Verðbólgan 1993 (hækkun framfærsluvísitölu):
Forsendur:
I Háspá: Kauphækkanir: 3,5% 1. maí, 2% 1. ágúst, 1%. I. nóv.,3% gengisfelling 1. nóv.
II Lágspá: Kauphækkun 2% 1. maí, óbreytt gengi
III Kauphækkun: 7% 1. maí, 3% gengislækkun 1. september.
3 mán.
I verðb.
Spáð 3-5%
verðbólgu
Verðbólguspár hér á landi eru reistar
á kostnaðarlíkönum. Þær ráðast af
horfum um kauphækkanir, verðbólgu í
útlöndum og gengisþróun. Vaxandi
atvinnuleysi ætti að draga úr kaup-
kröfum, en óánægja með litlar kaup-
hækkanir undanfarin ár, gengislækkun
og skattahækkanir valda því að víða
heyrast raddir um að krefjast beri
kjarabóta. Flestir kjarasamningar eru
nú lausir, en þeim var sagt upp í kjölfar
gengislækkunarinnar í nóvember.
Aðeins eitt félag hafði þó lagt fram
kröfugerð áður en blaðið fór í prentun,
Kennarasamband íslands.
s
Ovissa um kauphækkanir
Kennarasambandið, Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja og Alþýðu-
sambandið halda fundi föstudaginn 5.
febrúar og þá kemur í ljós hvort einhver
grundvöllur er fyrir því að þessi samtök
vinni samanaðgerðkjarasamninga. Ekki
gelur það þó talist hklegt þegar litið cr á
kröfugerð Kennarasambandsins. Þar er
farið fram á 7% aukningu kaupmáttar
fram í september á næsta ári. Auk þess
eru sérkröfur fyrir einstaka hópa, sem
má ef til vill mela sem ígildi 2%
kauphækkunar. Kauphækkunin sem
þyrfti til þess að ná 7-9% kaupmáttar-
aukningu yrði mun meiri, því að gera má
ráð fyrir að verðbólga ykist talsverl ef
allir launþegar semdu um svipaðar
kjarabætur. Talsverðar líkur eru á því
að kennarar fari í verkfall til þess að
reyna að fá kröfum sínum framgengt.
Hætta á atvinnuleysi er lítil meðal
kennara. Kennarasambandið hefurekki
fariðíverkfallsíðan 1984. Safnasthefur
digur verkfallssjóður, þannig að afkomu
manna er ekki ógnað þótt verkfall standi
í nokkrar vikureðajafnvelmánuði.Fyrir
nokkrum árum varraunarnaumlegasam-
þykkt að boða til verkfalls, en ákvörðunin
var dæmd ólögleg vegna formgalla.
Olíklegt er að stéttarfélög innan
Alþýðusambandsins og BSRB geri eins
miklar kröfur og Kennarasambandið.
Hæpið er þó að menn sætti sig
umyrðalaust við svipaðar kauphækkanir
jan.'93 164,1 7%
apríl 166,2 5%
júlí 168.4 5%
október 170,7 6%
jan.‘94 172,9 5%
og í fyrra. Einn af forystumönnum
Alþýðusambandsins sagði nýlega í
útvarpsþættiaðsérfyndistekkióeðlilegt
að farið yrði fram á 7-10% kauphækkun
(sjá dæmi III). Hér er búist við heldur
minni kröfum (sjá dæmi I) sem miðist
við að ná svipuðum kaupmætti og var
fyrir gengisfellingu. Athuga ber þó að
atvinnuleysið dregur úr kröfuhörkunni,
einkum meðal Alþýðusambandsfólks,
og ekki er útilokað að samkomulag um
einhverjar stjómvaldsaðgerðir valdi því
að menn sætti sig við svipaðar breytingar
ákaupi og urðu ífyrra(sjádæmi II). Hér
verður þó að fara varlega, til dæmis
gætu skattalækkun og litlar kaup-
hækkanir orðið til þess að launaskrið
færi af stað, að minnsta kosti hjá
einhverjum hópum. Háspá um kaup-
hækkanir á árinu gæti orðið nálægt dæmi
I og lágspá nálægt dæmi II.
Spáð lækkandi verðbólgu
í íítlöndum
Innflutningur er um 35% þjóðar-
framleiðslu og innflutningsverðlag og
gengisþróun skipta því sköpum unt
verðbólgu hér á landi. Nýjasta spá
Efnahags- og framfarastofnunarinnar,
OECD, gerir ráð fyrir að verðbólga í
iðnríkjunum verði 3,5% á fyrri hluta árs
1993 og 3,1 % seinni hluta árs. Spáð er
nokkru rneiri verðbólgu í Vestur-
Evrópu, eða 5,4% á fyrri hluta árs og
4,6% seinni hluta árs.
Gengislækkun ólíkleg
alveg á næstunni
Gengislækkunin í nóvember kom
flestum á óvart og hún sýnir að erfitt er
að treysta á fast gengi. Aukið frelsi í
gjaldeyrismálum veldur því að krónan
II 3 mán. verðb. III 3 mán. verðb.
164,1 7% 164,1 7%
166,2 5% 166,2 5%
167,7 4% 170,2 10%
168,5 2% 173,0 7%
168,9 1% 174,1 3%
er að verða viðkvæmari fyrir spákaup-
mennsku en áður. En útreikningar Seðla-
banka á raungengi íslensku krónunnar
sýna að það er nú lægra en það hefur
verið undanfarin ár. Aftur á móti hafði
raungengi flestraEvrópugjaldmiðla, sem
féllu eftir atlögu spákaupmanna íhaust,
yfirleitt hækkað samfleytt í áraraðir.
Þetta gæti bent t il þess að gengi krónunnar
ætti ekki að vera í hættu næstu misseri ef
kauphækkanir fara ekki úr böndum.
Tveggja prósenta kauphækkun ætli ekki
að ógna genginu, en 6-7% kauphækkun
eins og í dæmi I myndi setja það íhætlu
þegar líða tekur á árið.
Verðbólguspá
Við verðbólguspána er stuðst við nýtt
líkan sem dr. Helgi Tómasson töl-
fræðingur hefur búið til. en hann gerir
grein fyrir því á blaðsíðu 2. Eins og fram
kom í upphafi ræðst spáin af horfum um
þróun kaups, alends verðlags og gengis
á næstunni. I greinargerð Helga kemur
meðal annars fram að breytingar gengis
og kaups virðast nú vera lengur að koma
fram í verðlagi en áður. Spá blaðsins er
að verðbólga á árinu (hækkun fram-
færsluvísitölu)verðiábilinu3-5%(dæmi
I og II). Lánskjaravísitala hækkar álíka
mikið og framfærsluvísitala eða um 3-
6%. Þeir sem taka verðbólguáhættu, til
dæmis þeir sem bjóða í óverðlryggð
skuldabréf, en eiga kost á verðtryggingu,
ættu fremur að lítaáhærri spánaen hina.
Eftirkjarasamninga skýristhvaða spáer
næst lagi.
• Verðbólga
• Fjármál sveitarfélaga
Ársverðbólga jan,-jan,5%
6%