Vísbending


Vísbending - 05.02.1993, Blaðsíða 2

Vísbending - 05.02.1993, Blaðsíða 2
Er eðli verðbólgunnar að breytast? Dr. Helgi Tómasson íslendingar bjuggu í tvo áratugi við tveggjastafa verðbólgu. Alltþettatímabil einkenndisl af árlegum kjarasamningum með nokkurra prósenta kauphækkunum á nokkurra mánaða fresti. Lcngst af voru launin verðtryggð á einhvern hátt, þ.e. kaup var hækkað með liðnum verð- breytingum. Inn í hagkerfið streymdu peningar, til dæmis vegna útfærslu landhelginnarog skuldasöfnunar. Allan tímann var nokkurn veginn full atvinna og ríkisstjórn og seðlabanki sáu til þess með gengisfellingum og erlendum lántökum að alltaf væru til peningar til þess að standa við gerða kjarasamninga. Undanfarin ár hafa einkennst af því að í kjarasamningum hefur verið samið um minni kauphækkaniren áðurog jafnframt hefur vaxandi stöðnun einkennt hagkerfið. Atvinnuleysi er vaxandi og ekki séð fyrir endann á þeirri þróun. I fyrsta sinn hefur íslensk verðbólga komisl niðuráþaðstigsem ríkiríflestum OECD- löndum. Ereðli verðbólgunnaraðbreytast? Eftir gengisfellinguna í nóvembcr auglýstu sum bílaumboð að bílar hjá þeim væru á verði frá því fyrir gengisfellingu. Varla hefur þessi ákvörðun bílaumboðanna stafað af sérstökum rausnarskap, heldur má sennilega rekja ástæðuna til þess að eftirspum eftir bílum leyfði ckki annað. Mér er kunnugt um að fyrir rúmum áratug var ekki að finna einn einasta ísskáp í verslunum í Reykjavík daginn eftir gengisfellingu. Þeir höfðu selst upp og enginn var í vafa um að næsta sending yrði dýrari. Nú er þetta alls ekki eins ijóst, kannski sjá þeir sem dreifa ísskápum að eina leiðin til að selja fleiri rsskápa er að lækka verð. Ef til vill má segja að áður hafi verðbólgan ráðist af kapphlaupi manna við að ná inn fyrir kostnaði (eftirspurnin var alltaf fyrir hendi) en nú hafi eftirspurn meiri áhrif á verð og þvf sé ekki alltaf svigrúm til að velta kostnaðarauka beint út í verðlagið. Utkoman úr launalið kjarasamninga á 8. og 9. áratugnum hafði mikil áhrif á verðbólguna á eftir, þ.e. menn voru að miklu leyti að semja um hvað verðbólgan yrði mikil. Þettakannað veraaðbreytast. Ef til vill snúast samningar um launaliði næstu kjarasamninga aðallega um hve atvinnuleysi verður mikið. Slíkt myndi þýða að öðruvísi yrði að standa að verðbólguspám en hingað til. Við smíði verðbólgulíkana hefur yfirleitt verið notast við einhvers konar aðhvarfslíkön og notuð gögn síðustu tveggja til þriggja áratuga. Mat úr slíkum líkönum má þá túlka sem „meðalsamband" verðbólgunnar og þeirra stærða sem notaðar eru til þess að spá fyrir um hana á mælitímabilinu. Ef eðli þessa sambands er allt annað við lok tímabilsins en í upphafi er ekki víst að heppilegt sé að nota niðurstöðurnar viðspárumframhaldið. Vegnahugsan- legra eðlisbreytinga á verðbólguferlinu hefur við gerð þeirrar verðbólguspár sem birtist í þessu tölublaði V ísbendingar verið notast við tölfræði- líkan með breytilegum stuðlum, þ.e. vægi skýristærða er leyft að breytast á tímabilinu. Aðferðirnar sem notaðar eru við að stýra breylingum stuðlanna nefnast Kalman-filter og ástandsform (statespacefonn). Stuðlarnirílíkaninu eru mat á sambandinu á hverjum tíma. Nýjar mælingar á verðbólgunni og skýristærðunum leiða til nýs mats. Kostur við slík líkön erað þau læra, þ.e. ef breyting verður á ferlinu breytast stuðlamir smám saman. Með notkun metins ástands í lok tímabils er leitast við að koma til móts við það ef eðli verðbólgunnarhefur breyst á tímabil inu. Við athugun virðist sem töfin í verðbólguferlinu hafi lengst undanfarin tuttugu ár, þ.e. kauphækkanir og breytingar á innflutningsverðlagi skili sér hægar út í verðlag en áður. Þá virðist scm staðalfrávik spáskekkjunnar fari minnkandi. Þetla gæti stafað af því að eftirspurnaráhri fa gæti meira en áður, en þetta gæti líka verið vísbending um að tengsl verðbólgu og skýristærða séu ekki þau sömu þegar verðbólga er lítil og þegar hún er mikil. Metið staðal- frávik er af stærðargráðunni 0,5% á mánuði og 1% frávik er því eðlilegt í spá einn mánuð fram í tímann. Fyrir spá eilt ár fram í tímann er eðlilegt frávik nálægt 3,5%. Hérergerl ráð fyrir að rétt sé sagt fyrir um þróun gengis, erlendrar verðbólgu, og kaupgjalds (þetta eru skýristærðirnar í líkaninu). Jafnframl þarf að hafa hugfast að framfærsluvísitalan er mælitæki sem mælir verðbólgu. I öllum mælitækjum ber að gera ráð fyrir mæliskekkju og að stjórnvöldog sterkiraðilar íhagkerfinu geti viljandi eðaóviljandi fært vísitöluna aðeins til án þess að breyta verð- bólgunni. Má minna áað nýlega átti að breyta reglum um endurgreiðslu virðisaukaskattsánýju íbúðarhúsnæði. Var þá rætt um að breytingin hefði mun meiri áhrif á vísitölur en verðbólgu. Höfundur er lektor við Háskóla Islands \ \ ÍSBENDING Áhyggjur af atvinnuástandi auka halla sveitarfélaga Afkomuhalli fjögurra stærstu sveitarfélaganna (rekstrarniðurstaða að frádregnum fjárfestingum) stefnir í ríflega einn og hálfan milljarð króna á árinu, ef marka má fjárhagsáætlanir. Reynsla undanfarinna ára bendir til þess að hallinn gæti orðið meiri áðuren lýkur. A liðnu ári var hallinn svipaðurog nú er áætlað, eða rúmur einn og hálfur milljarður króna. Afkoma Akureyrar og Kópavogs hefur sveiflast nokkuð undanfarin ár. Aftur á móti hafa Reykja- víkurborg og Hafnarfjarðarbær verið rekin með halla nær samfellt um nokkurra ára skeið. Fjárhagur þessara kaupstaða fer versnandi eins og sést á myndinni efst á blaðsíðu 3. Áhyggjur af atvinnu- ástandi hafa mótað reksturinn að undan- förnu, framkvæmdum hefur verið flýtt og lán tekin til þess að draga úr atvinnu- leysi. Þetta hefur bæði bein og óbein áhrifáatvinnuástandið. Aukin starfsemi bæjarfélaga gæti bæði aukið umsvif annars staðar í þjóðfélaginu og dregið úr þeim. Þjóðhagslikan Vísbendingar, sem búið var til í sumar (sjá Vísbendingu 21. ágúst), gefur þá niðurstöðu að rekstrar- halli þessara fjögurra stærstu sveitar- félaga 1993 gæti dregið úr atvinnuleysi hér á landi um nálægt 0,2%. Þetta eru ríflega 250 ársverk. Erfiðara er að meta áhrifin í einstökum sveitarfélögum, en ekki kæmi á óvart að í Reykjavík lækki hlutfall atvinnulausraum 0,3-0,4% vegna hallans miðað við það sem væri ef seglin væru rifuð og stefnt að því að reka borgina á sléttu. Það eykur þensluáhrifín að hallinn er að mestu fjármagnaður með erlendum lánum, þannig að vextirhækka ekki vegna lántökunnar. En þetta gæti verið skammgóður venrtir, verri fjár- hagur rýrir framkvæmdagelu í fram- tíðinni. Að vissu marki er skynsamlegt að sveitarfélög flýti framkvæmdum þegar doði er í efnahagslífi eins og nú, því að þá eru líkur á að hægt sé að gera hagstæða verksamninga. Hitt er umdeilt hvort þau eigi að halda uppi framkvæmdum til þess eins að halda uppi vinnu. Ef samdráttur í atvinnulífi reynist langvinnur er hætt við að þau steypi sér í fjárhagserfiðleika sem erfitt gæti reynst að ráða við. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.