Vísbending


Vísbending - 05.02.1993, Blaðsíða 4

Vísbending - 05.02.1993, Blaðsíða 4
V ISBENDING Hagtölur lækkun lltlii lUllll lækkun r íi ii I t hækkun Fjármagnsmarkaður fráfyrratbl. Peningamagn (M3)-ár 3% 30.11. Verðtrveeð bankalán 9,5% 01.01. Overðtr. bankalán 14,4% 01.01. Laiisafjárhlutfall h&s 13,4% 11.92 Húsbréf.kaup VÞI 7,50-7,59% 01.02. Spariskírteini, kaup VÞÍ 7,60% 01.02. Hlutabréf (VlB) 667 02.02. Fyrir viku 687 Raunáv. 3 mán. -5% ár -12% Lánskjaravísitala 3.263 02.93 spá m.v. fast gengi 3.270 03.93 og ekkert launaskrið 3.274 04.93 2% kauphækkun 3.278 05.93 í maí 3.292 06.93 3.321 07.93 3.325 08.93 3.327 09.93 Verðlag og vinnumarkaður Framfærsluvísitala 164.1 01.93 Verðbólga- 3 mán 7% 01.93 ár 2% 01.93 Framfvís.-spá 165,1 02.93 (m.v. fast gengi, 165,7 03.93 ekkert launaskrið) 166,2 04.93 2% kauphækkun 166,8 05.93 í maí 167,2 06.93 167,7 07.93 168.1 08.93 Launavísitala 130,7 12.92 Árshækkun- 3 mán 1% 12.92 ár 2% 12.92 Launaskr-ár 1% 03.92 Kaupmáttur 3 mán 0% 12.92 -ár 1% 12.92 Skortur á vinnuafli -1,4% 09.92 fyrir ári 0,8% Atvinnuleysi 4,8% 12.92 fyrir ári 2,4% Gengi (sala ) Bandaríkjadalur 64,7 01.02. fyrir viku 62,8 Sterlingspund 94,2 01.02. fyrir viku 97,8 Þýskl mark 39,8 01.02. fyrir viku 39,8 Japanskt jen 0,517 01.02. fyrir viku 0,562 Krlendar hagtölur Bandaríkin Verðbólga-ár 3% 12.92 Atvinnulcysi 7,3% 12.92 fyrir ári 7,1% Hlutabréf (DJ) 3.324 01.02. fyrir viku 3.259 breyting á ári 3% Liborvext. 3 mán 3,3% 26.01. Bretland Verðbólga-ár 3% 12.92 Alvinnuleysi 10,5% 12.92 fyrir ári 9,0% Hlutabréf (FT) 2851 01.02. fyrir viku 2781 breyting á ári 11% Liborvext. 3 mán 6,4% 01.02. V-Þý skaland Verðbólga-ár 4% 12.92 Atvinnuleysi 7,4% 12.92 fyrir ári 6,3% Hlutabréf (Com) 1758 01.02. fyrir viku 1764 breyting á ári -10% Evróvextir 3 mán 8,3% 01.02. Japan Veröbólga-ár 1% 1 1.92 Atvinnuleysi 2,2% 11.92 fyrir ári 2,0% Hlutabréf-ár -23% 26.01. Norðursjávarolía 18,5 01.02. fyrir viku 17,4 J Bandarfkin: Hagvöxtur á uppleið Landsframleiðsla í Bandaríkjunum jókst með 3,8% árshraða á síðasta fjórðungi nýliðins árs og er það meira en flestir bjuggust við. Neysla jókst með 4,3% árshraða. A þriðja ársfjórðungi var hagvöxtur 3,4% en nú hefur lands- framleiðsla vaxið samfleytt í Banda- ríkjunum í sjö ársfjórðunga. A öllu árinu 1992 var hagvöxtur 2,1 %, en árið á undan dróst landsframleiðsla saman um 1,2%. Menn búast við að hagvöxtur verði á bilinu 2-3% á næstunni. Aðaláhyggju- efnið er að hagvöxturinn hefur ekki enn skilað sér í lægri atvinnuleysistölum, en í desember vantaði 7,3% vinnuafls atvinnu. Greenspan, seðlabankastjóri, sagði á fundi með þingmönnum í fyrri viku að seðlabankinn myndi á næsta ári vinna að því með ríkisstjórninni að efla hagvöxt í landinu. Gengi bandaríkjadals hækkaði þegar fréttir bárust um mikinn hagvöxt á fjórða ársfjórðungi. Eftir helgina urðu fréttir um að pantanir á varanlegum neysluvörum hefðu aukisl um 9% í desember enn til þess að styrkja gengi dalsins. I þessum flokki eru ryksugur, ísskápar, þvottavélar og aðrar slíkar vörur og aukin spurn eftir þeim þykir bera vitni um að bjartsýni sé að aukast í landinu. Viðskipti: Bandaríkjamenn leggja refsitolla á innflutt stál Bandaríkjamenn tilkynntu í fyrri viku að þeir hygðust leggja tolla á innflutt stál frá 19 löndum. Tollamir eru alll að 109%. Bandaríkjamenn höfðu áður takmarkað á stálinnflutning með kvótum en þeir runnu út á liðnu ári. Ríkisstyrkir og samráð um framleiðslu og verð eru algeng í stáliðnaði víða um heim og bandarískir stálframleiðendurhafa lengi lagt til að innflutningur verði heftur. Hætta er talin á að svipaðir árekstrar verði vegna viðskipta með aðrar vörur, til dæmis bifreiðar og olíu. Stáltollarnir hafa vakið hörð viðbrögð víða um heim, en enginn hefur þó enn lagt tolla á bandarískan útflutning á móti. Sumir hafa látið í ljós ótta um að ný ríkisstjórn í Bandaríkjunum hallist fremur að verndarstefnu en fyrri stjóm. Ekki bætir úr skák að ekki sér enn fyrir endann á Urúgvæviðræðum um millilanda- viðskipli. Ljóst virðist að samkomulag náist ekki fyrir 2. mars, en þá rennur út samningsumboð sem Bandaríkjaþing veitti forsetanum. _ Gj aldeyrismarkaðir: Irska pundið fellt um 10% Enn einn gjaldmiðillinn í Evrópska gengiskerfinu féll um helgina. Gengi írska pundsins var þá fellt um 10%, en mikið hafði verið selt af pundum á alþjóða gjaldeyrismörkuðum næstu daga á undan. Þetta var mesta breyting á gengi gjaldmiðils í gengiskerfinu síðan það var sett á stofn árið 1979. Búist var við að gengi franska frankans og dönsku krónunnar kæmist í hættu eftir að fréttir bárust um gengislækkunina. írskir ráða- menn lýstu yfir vonbrigðum með stuðning annarra ríkja gengiskerfisins, og þá einkum þýska seðlabankans, við írska pundið áður en gengi þess var lækkað. Háum vöxtum í Þýskalandi er einkum kenntum þáupplausn sem virðist vera að koma á Evrópska gengiskerfið. Búist er við að Þjóðverjar lækki vexti hjá sér fyrr eða síðar, en margir telja að ólíklegt sé að franski frankinn standist álagið ef vextirnir lækka ekki mjög fljótlega. Astæða þess að gengi írska pundsins féll nú var þó aðallega lágt gengi breska sterlingspundsins að undanfömu, en það lækkaði enn í fyrri viku eftir að vextir voru lækkaðir í Bretlandi. Um 30% úrflutnings fra fara til Bretlands og írskir útflytjendur hafa kvartað undan slæmri stöðu á Bretlands- markaði. Atvinnuleysi hefur að undanfömu verið hátt í 20% á írlandi. 1 Sjávarafurðir: Verðlækkun að undanförnu Verð sjávarafurða hækkaði mjög á seinni hluta árs 1990 og hélst hátt árið 1991. Snemma ánýliðnu ári tók verðið aftur á móti að falla og það hefur fallið nær stöðugt síðan. I Hagvísum Þjóðhagsstofnunar í janúar kemur fram að meðalverð útfluttra sjávarafurða í SDR sé 12% lægra en fyrir ári. I íslenskum krónum er lækkunin heldur minni. Um horfur á nýbyrjuðu ári segir í Hagvísum að blikur séu á lofti á Evrópumörkuðum, meðal annars vegna aukins framboðs af fiski úr Barentshafi. Aftur á móti séu vonir bundnar við að hagvöxtur í Bandaríkjunum styrki markaði þar. j i Ritstj. og ábm.: Sigurður Jóhannesson. Útg.: Ráðgjöf Kaupþings hf., Kringlunni 5, 103 Reykjavík. Sími 689080. Myndsendir: 812824. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Steindórsprent Gutenberg. Öll réttindi áskilin. Ritþettamá ekki afrita með neinum hætti án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.