Vísbending


Vísbending - 05.02.1993, Blaðsíða 3

Vísbending - 05.02.1993, Blaðsíða 3
ISBENDING Hættumörk í fjárhag sveitarfélaga? Árið 1990 voru peningalegar eignir Reykjavíkurborgar meiri en skuldir, en horfur eru á að peningastaðan verði frádræg um 25-30% rekstrartekna í árslok 1993 (peningalegar eignir eru sjóður, bankainnstæður og verðbréf, peninga- staða er peningalegar eignir mínus skuldir). Staða Reykjavíkur er þó enn mun betri en annarra stórra kaupstaða. Peningastaða Kópavogsbæjar er nú frá- dræg um sem samsvarar tæplega árs- tekjum bæjarins, en fer heldur batnandi (sjá mynd hér við hliðinaj.Skuldir Hafnarfjarðarbæjar eru aftur á móti að aukast og horfur eru á að í lok árs verði peningaleg staða hans frádræg um 50% árstekna. I skýrslu um fjárhag sveitar- félaga, sent nel'nd á vegum félagsmála- ráðherra tók saman fyrir þremur árum, er rætt um viðmiðunartölur fyrir fjárhag sveitarfélaga. Segir þar að þessar við- miðanir gætu til dæmis verið að nettóskuldir sveitarfélaga færi yfirleitt ekki yfir 50% af tekjum og að hættu- mörkum væri náð þegar hlutfallið væri orðið 80-90%. Vafasamt er að hættumörk í fjárhag sveitarfélaga séu í raun eins lág og þarna er nefnt. Hitt er annað mál að svo ntiklar skuldir hljóta að leiða til þess að minna verður úr framkvæmdum en ella. Sem fyrr segir samsvara skuldir Kópavogsbæjar umfram peningalegar eignir núna rekstrartekjum bæjarins á tæpu ári. I fjárhagsáætlun fyrir 1993 kemur fram að talið er að um 10% rekstrartekna bæjarins á árinu fari í vaxtagreiðslur. Rekstrarafgangur fyrir vaxtagreiðslur er að jafnaði 25-30% rekstrartekna. Virðistekki fjarri lagi að ætla, að framkvæmdageta bæjarins sé Tekjuafkoma fjögurra stærstu kaupstaða (rekstrarniðurstaða mínus fjárfestingar), milljónir króna verðlag hvers árs, '92 lauslegt mat,'93 fjárhagsáætlun 1990 1991 1992 1993 Heimildir: Ársreikningar kaupstaða, fjárhagsáætlanir. Peningaleg staða stærstu kaupstaða sem hlutfall af Peningastaða Reykjavíkur hefur versnað allt frá 1988 og staða Hafnarfjarðar fer nú einnig versnandi. Heimildir: Arbók sveitarfélaga,fjárhagsáœtlanir. 30-40% minni, en hún væri, ef skuldimar væru svipaðar peningaeignum. I fyrr- nefndri skýrslu um fjárhag sveitarfélaga segir að dæmi séu um að 40-50% rekstrartekna fari í fjármagnskostnað. Augljóst er að þá er ekki mikið svigrúm til þess að leggja í nýjarfjárfestingar, og raunarhlýturslíkurskuldabaggiaðhefta daglegan rekstur. Akureyrarbær skiptir sér meira af atvinnulífi en aðrir stórir kaupstaðir Sveitarfélög eiga ýmis fyrirtæki, vatnsveitur, hitaveitur og rafveitur og bera ábyrgð á skuldbindingum þeirra. Þessi fyrirtæki standa flest mjög vel, en nokkrar hitaveitur á landsbyggðinni eru hér undantekning. Hitaveita Akureyrar stendur illa, en hún hefur þó verið rekin með hagnaði undanfarin ár og stefnt er að því að hún spjari sig án stuðnings frá bænum. Akureyrarbær hefur auk þess sérstöðu meðal þeirra sveitarfélaga sem hér eru til skoðunar vegna þess að hann skiptir sér mun meira af atvinnulífinu en hin gera. Bærinn á nteðal annars stóran hlnt í Útgerðarfélagi Akureyringa, Slipp- stöðinni Odda, Krossanesi og Foldu. Tekjur Reykjavíkurborgar minnka Reykjavíkurborg er langstærsta sveitarfélagið. Árið 1991 voru rekstrar- tekjur hennar um 40% rekstrartekna allra sveitarfélaga. Fjárhagur borgarinnar hefur versnað undanfarin ár, sem fyrr segir. Að nokkru leyti virðist þelta ekki hafa verið með ráðum gert, því að fjárhagsætlun hefur annað hvort verið afgreidd með afgangi eða litlum halla. Borgin hefur staðið fyrir miklum framkvæmdum undanfarin ár og sumar þeirra hafa reynsl dýrari en ætlað hefur verið í upphafi. Á nýliðnu ári var rekstrarhalli borgarinnar hálfur annar milljarður króna, samkvæml lauslegu mati, en í fjárhagsáætlun í upphafi árs var gert ráð fyrir nokkrum afgangi. Tekjur borgarinnar reyndust minni en áætlað var og útgjöld meiri. Auka- fjárveitingar á árinu voru rúmar 400 milljónirkróna,einkumtilatvinnumála. Borgarstjóri sagði þegarhann lagði fram fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1993 að tekist hel'ði að halda framkvæmda- umsvifum Reykjavíkurborgar óbreyttum árið 1992, en talið er að heildarfjárfesting í landinu hafi á sama tíma dregist saman um 14%. Nú verða þau þáttaskil að fjárhags- áætlun er samþykkt með verulegunt halla, eðanálægt 1.300 milljónum króna. Áætlað er að tekjur borgarinnar minnki um nokkur prósent að raungildi. Munar þar mest um að tekjur sem koma í stað aðstöðugjalds verða mun minni en aðstöðugjaldið áður. Gert er ráð fyrir að rekstrargjöld aukist heldur að raungildi. Rekstrarafgangur rýrnar um fjórðung lfá áætlaðri útkomu liðins árs og er því minna afgangs til fjárfestinga en áður. Hér verður þó að geta þess að framlög til gatnagerðar eru talin til rekstrargjalda í fjárhagsáætlun, en ættu að réttu lagi að falla undir fjárfestingar að stórum hluta. Um þetta sagði borgarstjóri nteðal annarserhann lagði fram fjárhagsáætlun fyrir 1993: „Ráðstöfunarfé til eigna- breytinga lækkar ... í raun um 717,7 milljónirkróna. Þaraf lækkaframlögtil byggingarframkvæmda um 375,3 milljónirkróna frááætlaðri útkomu þessa árs. I þvísambandi erréttað minna á, að á móti hækka framlög til gatnagerðar um tæplega 200 milljónir króna, og ef að líkum lætur eiga aukafjárveitingar vegna atvinnuskapandi verkefna eftir að jafna fyllilega þann mun, sem eftir stendur.“ 1 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.