Vísbending - 17.03.1994, Page 1
ISBENDING
17.
mars
1994
V i k u
rit um viðskipti og
efnahagsmál
11. tbl. 12. árg.
Eignarleiga 1993:
Eignarleiga,
hættuspil?
Rekstureignarleigagekkekki sem
skyldi í fyrra. Óll eignarleigu-
fyrirtækin lögðu háar fjárhæðir í sjóði
til þess að mæta kröfum sem kynnu að
tapast og arðsemi eiginfjár var lítil í
heildina. Afkoma fyrirtækjanna hefur
ekki verið lakari frá árinu 1987, en það
var fyrsta árið sem allar fjórar eignar-
leigurnar störfuðu.
Starfsemi eignarleiga
Áður en lengra er haldið er rétt að
kynna stuttlega starfsemi eignarleiga.
Eignarleigur leigja fyrirtækjum eða
einstaklingum áhöld, tæki, húsnæði
eða aðrar eignir þannig að viðskipta-
vinurinn eignast þær smám saman, eða
hefur rétt til þess að kaupa þær að
ákveðnum tíma liðnum á fyrir fram
umsömdu verði. Einnig hafa eignar-
leigufyrirtækin boðið upp á annars
konar þjónustu, til dæmis bíla- og
munalán, hreina útleigu á tækjum og
skammtímafjármögnun. Það getur
hlotist af því skattalegt hagræði fyrir
viðskiptavini eignarleiga að skipta við
þær fremur en að kaupa hlutinn sjálfir
og afskrifa hann svo.
Starfsemi sína hafa eignarleigur
einkum fjármagnað með úlgáfu skulda-
bréfa á innlendum markaði eða með
erlendum lánum. Frá árinu 1987 hafa
helstu eignarleigurn-
ar verið fjórar: Fé-
fang, sem er í eigu
Fjárfestingarfélags
Islands og fleiri aðila,
Glitnir sem er dóttur-
félag íslandsbanka,
Lind sem er dóttur-
félag Landsbankans
og Lýsing sem er í
eigu Landsbankans,
B únaðarbankans,
Sjóvár-Almennraog
V átryggingarfélags
Islands. Markaðs-
hlutdeild Glitnis og
Lindar er mest ef lilið er á leigu-
samninga eingöngu, en hvort fyrirtæki
hefur um 29% hlut. Lýsing hefur um
25% hlut og hefur aukið við sína
hlutdeild því hún er eina eignarleigan
þar sem heildarfj árhæðsamninga hækk-
aði mikið á síðasta ári eða um rúmlega
40%. Fél'ang er með um 17% hlut en
fyrirtækið hefur fært sig meira inn á
aðra tegund fjármögnunar; bíla- og
munalán. Aukþessarafyrirtækja starfa
smærri fyrirtæki við eignarleigu á
þröngu sviði.
Miklarafskriftir
Athygli vekur hjá öllum cignar-
leigunum hve háar fjárhæðir eru lagðar
lil hliðar til þess að mæta kröfum sem
kunna að tapast. Lægsta fjárhæðin er
hjá Lýsingu eða 20 milljónir króna en
hæst er hún hjá Glitni eða nær 140
milljónir. Alls nemaniðurfærslurfyrir-
tækjanna vegna þessa um 310 milljón-
um króna eða helmingi heildartekna.
Þessi fjárhæð gefur hugmynd um
þrennt: Mikil áhættafylgirrekstrinum,
þjónuslan er mjög dýr fyrir þá
viðskiptavini sem
standa í skilum og
borga fyrir tap
vegna hinna og
reksturinn gæti
verið mjög ábata-
samur ef áhættu-
mat væri betra.
Hér er að ýmsu
að hyggja. Vitað
er að fyrirtækja-
rekstur hefur gengið
mun lakar undan-
farináren nokkurn
tíma áður. Hlið-
stæð áföll hefur
rnátt sjá í banka-
og sjóðakerfinu, ekki bara hér á landi
heldur einnig erlendis. Þar er því ekki
hægt að segja að slæm afkoma eignar-
leiga sé einstök á fjármálasviðinu.
Engu að síður gefur niðurstaðan til
kynna að menn hafi farið of geyst og
tekið mjög rnikla áhættu. í ársreikn-
ingum fyrirtækjanna kentur fram að
stjórnendur eru vel meðvitaðir unt að
umbóta sé þörf. Lind herti reglur um
leigutaka og Glitnir hel'ur sett hámark
á möguleg útlán til eins viðskiptaaðila.
Lýsing hefur í langan tíma aðeins gert
samninga við fyrirtæki og einstaklinga
í atvinnurekstri.
Gera má ráð fy rir því að í framtíðinni
rnuni eignarleigurnar sýna meiri var-
kárni við útlán og meta í því sambandi
þá áhættu sem viðskiptavinirnir ráða
við að taka.
Minni viðskipti fram-
undan?
I ársskýrslum eignarleiganna eru
ýmsar skýringar gefnar á erfiðum rekstri
árið 1993. Má þar nefna almennar
efnahagsþrengingar, taprekstur fyrir-
tækja og minni fjárfestingu. Verðmæti
fasteigna, tækja og annarra trygginga
hefur rýrnað vegna minnkandi eftir-
spurnar. I ljósi þessa eru forráðamenn
eignarleiganna ekki bjartsýnir um
þessar mundir. Þó hljóta spár um að
botninum sé náð í efnahagslægðinni
• Afkoma eignarleigu-
fyrirtækjanna 1993
• Samningsstjórnun í opin-
berum rekstri
Nokkrar stærðir og kennitölur úr rekstri eignarleiga
M.kr. Féfang Glitnir Lind Lýsing
Afkoma 1993 23 -19 0 20
Afkoma 1992 2 4 26 24
Arðsemi eiginfjár 1993 8% -8% 0% 6%
Arðsemi eiginfjár 1992 1% 2% 16% 8%
Eiginfé 306 207 192 310
Heildareignir 2.226 3.818 3.221 3.667
Eiginfj árh 1 utfal 1 (BIS) 14,6% 9,7% 8,5% 14,5%
Veltufjárhlutfall 1,3 1,9 1,5 1,2
Framlag í afskriftasj. á árinu 85 140 64 20
Heildar afskriftasjóður 137 259 81 104
Afskr.sj./upphæð samninga 6% 9% 3% 3%
Afskriftasjóður/eiginfé 45% 125% 42% 33%