Vísbending - 17.03.1994, Síða 3
er, eins og áður sagði, tilgreint hvaða
þjónustu stofnun skuldbindur sig til að
selja og hvað ráðuneyti skuldbindur sig
til að kaupa. Við þessi breyttu vinnu-
brögð skerpast öll samskipti stofnana
og ráðuneyta. „Kaupandinn" veil betur
en áður hvað hann er að kaupa og
„seljandinn" getur sett fram skýrari
markmið og áætlanir til að ná þeim
markmiðum. Stjórnvöld verðaþannig
betur upplýst um starf stofnana og
stjórnmálamenn og skattgreiðendur
geta fylgst með hvað stofnanir gera og
hvernig þeim vegnar.
I fjárhagsáætlunum nokkurra borga
í Bandaríkjunum eru nákvæmlega
tilgreind markmið tiltekinna stofnana.
Sem dæmi um markmið er að stytta
afgreiðslutíma, fjölga afgreiddum
málum o.þ.h. Sörnu sögu er að segja
frá Norðurlöndunum þar sem voru t.d.
sett þau markmið í samning að meðal-
afgreiðslutími yrði styttur úr sex ntán-
uðum í þrjá og í öðrum samningi að
framleiðni stofnunar ykist um 4% á
einu ári.
í fjárhagsáætlun sveitarfélags eða
fjárlögum ríkisins er stofnun því ekki
Iengur eingöngu nafn á blaði þar sem
einungis er tilgreindur kostnaður við
reksturinn, heldur eru birt markmið og
það hvernig stofnuninni hefur tekist til
við að ná þeim í samanburði við árin á
undan. I framtíðinni eiga fjárlög ís-
lenska ríkisins að endurspegla þetta.
Undir liðnum „Landgræðsla ríkisins"
væri því t.a.m. tilgreint hversu marga
hektara var og verður sáð í. Það er í
sjálfu sér ekki stofnunin sem skatt-
borgararnir eru að greiða fyrir heldur
þau verkefni og sú þjónusta sem hún
veitir. Þannig á að láta verkin tala í
opinberum rekstri.
Með þessu gela stjórnvöld betur
áttað sig á því hvort hægt er að kaupa
tiltekna þjónustu á lægra verði annars-
staðar. Þannig stuðlar samningsstjórn-
un að því að efla samkeppnisvitund
stofnana. Stjórnendur vita að ef mark-
miðin nást ekki, þjónustan versnar og
framleiðni dregst sarnan, getur komið
lil þess að ríkið kaupi þjónustuna af
öðrunt þar sem því verður við komið.
Þarna geta notendur þjónustunnar haft
meira að segjaum gæði hennaren áður.
Bretar hafa verið frumkvöðlar á þessu
sviði með hugmyndum um „borgara-
skrá“ (Citizen’s charter).
/
Ymis vandamál
Mikil vinna er framundan í sam-
ningsgerð við einstakar stofnanir og
mikilvægt að vandað verði til þeirrar
vinnu. Þau vandamál sem upp hafa
komið, t.d. á Norðurlöndunum, eru
m.a. að í ýmsum tilfcllum reyndist erfitt
að skilgreina hvað stofnun var að selja.
I þeim tilfellum höfðu stjórnvöld annað-
hvort ekki ákveðnar hugmyndir um það
hvað þau vildu kaupa eða erfitt reyndist
að rnæla árangur. Þá má nefna að í
nokkrum tilfellum jókst skrifræði til
muna. Stjórnendur stofnana sátu yfir
skýrslum til ráðuneyta og ráðuneytin
skrifuðu beiðnir urn frekari upplýs-
ingar.
Mikilvægt er að hafa í huga að
vitlausir mælikvarðar geta verið verri
en engir. Afkastamælikvarðar eiga
ekki að ýta undir afkastahvetjandi
hegðun stjórnenda stofnana á sviðum
sem gagnast skattborgurum lítið. í
Bandaríkjunum voru t.d. notaðirmæli-
kvarðar á borð við fjölda frágenginna
skýrslna. Skattborgurum er sjaldnast
greiði gerður með slíkum mælingum.
Lokaorð
Á undanförnum árum hafa einka-
fyrirtæki leitað allra leiða til að auka
antöst og draga úr tilkostnaði. Ríkis-
valdið hefur jafnframt náð að hagræða
í sínum rekstri. Það eru þó fjöldamörg
viðfangsefni á sviði hagræðingar og
bættrar stjórnunar hjá hinu opinbera
sem enn á eftir að fást við. Þörf er á
varanlegum aðgerðum til að auka
skilvirkni í opinberum rekstri. Sant-
ningsstjórnun er stór áfangi í þá átt.
Höfundur er hagfrœðingur
-----------«---«----«—
Ritgerðasamkeppni
Vísbendingar
Vísbending hleypti nýlega af stokk-
unum ritgerðarsamkeppni meðal stúd-
enta í viðskiptafræði og hagfræði í
Háskóla íslands. Markmiðið með
keppninni er að hvetja nemendur til
sjálfstæðra greinaskrifa og fá frant
hugmyndirsem nýstgætu sent innlegg
í umræðu urn hin ýmsu málefni sem
tengjast viðskiptum og efnahagslífi.
Vísbending hefurfráupphafi tengst
Háskólanum töluvert þar sem kenn-
arar við skólann hafa verið ötulir við
að skrifa íblaðið á undanförnum árum
og nemendur hafa nýtt sér það í ríkum
mæli lil þekkingaröflunar og við
verkefnavinnu. Keppnin er liður í að
viðhalda þeirn tengslum.
Glæsilegverðlaunverðaveitt. Sigur-
vegarinn fær 50.000 krónur auk þess
sem grein hans verður birt í blaðinu.
Fyrir önnur verðlaun verða veittar
25.000 krónur og 10.000 krónur fyrir
þriðju verðlaun. Allarnánari upplýs-
ingar unt keppnina fást á skrifstofu
viðskipta- og hagfræðideildar Há-
skólans.
ISBENDING
Sala ríkisfyrir-
tækja: hugsjón
eða hagsmunir?
/
Aundanförnum misserum hefur
hugmyndum um einkavæðingu
opinberra fyrirtækja vaxið fiskur um
hrygg svo um munar. Þetta á ekki ein-
ungis við hér á landi heldur víða annars-
slaðar í Evrópu.
Almenn trú evrópskra stjórnmála-
manna á velferðarkerfið og „hæfileg“
ríkisafskipti á síðustu áratugum hefur
skilið eftir sig marga minnisvarða í
formi óhagkvæmra ríkisfyrirtækja sem
enn standaóhaggaðirí mörgum löndunt.
Nú hafa stjórnmálamenn í Evrópu
komist að því að hægt er að „lækna“
sívaxandi halla á opinberum rekstri,
a.m.k. til skamms tíma(fyrirkosningar),
með sölu ríkisfyrirtækja. Þannig rná
leiða líkur að því að það sé meira af
nauðsyn en hugsjón að einkavæðing
hefurorðið töfraorðið meðal stjórnmála-
manna upp á síðkastið.
Af Evrópuþjóðum hafa Frakkar og
Italir verið róttækastir í einkavæðingar-
áformum sínunt að undanförnu. Á
síðasta ári seldu Frakkar ríkisfyrirtæki
fyrir um 67 milljarða dollara og Italir
fyriról milljarð. Meðal þeirrafyrirtækja
sem Frakkar hafa selt að undanförnu er
Banque Nationale de Paris, annar
frönsku ríkisbankanna sem seldur var í
október á síðasta ári og Elf Aquitaine,
stærsta olíufyrirtækið þar í landi en
samningar um sölu á því stóðu yfir fyrir
skemmstu. Þá hefur ekki verið minnst
á sölu Renault bílaverksmiðjanna. Meðal
þeirra fyrirtækja sem Italir hafa einka-
vætt eða eru í þann mund að einkavæða
er Credito Italiano, sjötti stærsti banki
landsins, og tveir aðrir bankar, Instituto
Mobiliareltalioog BancaCommerciale
Ilaliana. Sala ríkisfyrirtækja í þessum
tveimur löndum nentur hærri upphæð
en í öllum hinum Evrópulöndunum
samanlagt.
Einn erfiðasti hjallinn í einkavæð-
ingaráformum á Italíu og í Frakklandi
hefur verið að brjóta upp hið pólitískt
skipaða embættismannakerfi (forstjóra
ríkisfyrirtækjanna). Þetta á sérstaklega
við á Italíu þar sem stöðuveitingar hafa
beinlínis verið skiptimynt í valdatafli
stjórnmálaflokka. Neyðin hefur þó
kennt nöktum stjórnmálamönnum á
Italíu að spinna. I framhaldi af því má
velta fyrir sér hvað hún þurfi að vera
mikil hér á landi til að stjórnvöld gætu
hugsað sér að selja ríkisbankana.
--------,---«--«-----
3