Vísbending - 24.11.1994, Blaðsíða 1
HISBENDING
mrit um viðskipti og efnahagsmál
24.
nóvember
1994
46. tbl. 12. árg.
þessu ári eins og sést
glöggt á meðfylgjandi
mynd. Sjávarafurða-
verð í SDR hefur t.a.m.
hækkað um tæp 6% að
meðaltali frá byrjun
ársins samkvæmt Hag-
vísum Þjóðhagsstofn-
unar og álverð um tæp
60%, en þar hafa hækk-
anirveriðævintýralegar
að undanförnu eins og
fram hefur komið í frétt-
um. I þjónustuliðum
hefur einkum orðið
aukning í tekjum af
samgöngum og vamar-
liðinu.
Þróun verðlags á helstu útflutningsafurðum
og komur erlendra ferðamanna
Vísitala
Erlendir ferðamenn
(br. frá áram., v. -ás)
ifllthllll
Álverð*
(h.-ás) i
Sjávarafurðaverð í SDR*
(h.-ás)
J FMAMJ J ASONDJ FMAMJ J ASON
1993 1994
* Vísitölur settarájanúar 1993=100.
Heimild: Þjóðhagsstofnun / Hagvísar.
Viðskipta-
batinn eykur
hagvöxt um
0,5-1%
Sá bati sem orðið hefur í utanríkis-
viðskiptum íslendinga á þessu ári
mun að öllum líkindum leiða til þess að
hagvöxtur verður talsvert meiri á árinu
1994 en Þjóðhagsstofnun gerði ráð fyrir í
þjóðhagsáætlun sem lögð var fram með
fjádagafrumvarpinu í byrjun október.
Miðað við líklegar forsendurer ekki óvar-
legt að áætla að aukning landsframleiðsl-
unnar hér muni verða um eða yfir því sem
spáð er í iðnríkjunum að meðaltali á þessu
ári.
Mikil aukning útflutnings-
tekna á þessu ári
Þjóðhagsstofnun gerði ráð fyrir að
landsframleiðsla ykist um 1,9% á þessu
ári. Spáin byggðist meðal annars á því að
viðskiptin við útlönd yrðu hagstæð um
rúma 3 miiljarða króna á árinu. Sam-
kvæmt nýlegum tölum frá Seðlabank-
anum bendir allt til þess að þróun
viðskiptajafnaðarins verði mun hagstæð-
ari en búist var við. Þannig var um 4,8
milljarða króna afgangur á vöru- og
þjónustuviðskiptum á þriðja ársfjórðungi
samkvæmt bráðabirgðatölum, og er
viðskiptajöfnuðurinn þar með orðinn
hagstæður um 9,3 milljarða á fyrstu níu
mánuðum ársins. Hagstæðari þróun
skýrist fyrst og fremst af auknumútflutn-
ingstekjum, en þær jukust um 10,8% á
föstu gengi frá ársbyrjun og fram til loka
septembermánaðar miðað við sama
tímabil á síðasta ári. Innflutningur jókst
hins vegar einungis um 2,4% milli tíma-
bila.
Auknar útllutningstekjur
hafa einkum myndast í vöru-
viðskiptum. Utflutnings-
verðmæti sjávarafurða, sem
eru um 80% af öllum tekjum
af vöruútflutningi, er 10,8%
meira á föstu gengi en á sama
tímabili í fyrra og verðmæti
álsogkísiljárns 17,6%meira.
Verðlag á þessum afurðum
hefur farið mjög hækkandi á
Hagvöxtur líklega um 3,2%
Batinn í ulanríkisviðskiptum mun að
líkindum einn og sér leiða til þess að
landsframleiðslan eykst um 0,5-1,1
prósentustigfráþvísemÞjóðhagsstofnun
áætlaði á þessu ári. Hversu mikil aukn-
ingin verður nákvæmlega veltur á þróun
viðskiptajafnaðarins til ársloka. Stærsti
óvissuþátturinn þar liggur í vöruskipta-
jöfnuðinunt, og þá einkum í útflutningi
sjávarafurða. Þá eru samkvæmt Hagstofu
Islands vísbendingar urn að vöruinn-
flutningur vegna jólainnkaupa kaup-
mannafari fyiTaf stað áþessu ári en ífyrra,
sem gæti bent til meiri innflutnings.
Miðað við líklegar forsendur um þróun
vöruviðskiptannaogaðþjónustuviðskipti,
að meðtöldum vaxtagreiðslum, fylgi
svipaðri þróun og í fyrra, má gera ráð fyrir
að viðskiptajöfnuðurinn verði á bilinu 9-
11 milljarðar fyrir árið í heild.
í meðfylgjandi töflu eru birtar tölur um
hagvöxt á þessu ári miðað við nokkrar
forsendur um þróun viðskiptajafnaðar og
þjóðarútgjalda. Tölurnar eru fengnar úr
þjóðhagslíkani Vísbendingar. Eins og
þar sést má búast við að hagvöxtur verði
á bilinu 2,4-3,1 % ef forsendur Þjóðhags-
stofnunar eru látnar standa óbreyttar að
öðru leyli en því er varðar viðskiptajöfn-
uðinn. Efhins vegarergertráðfyrirmeiri
aukningu þjóðarútgjalda en stofnunin
spáir, sem þá myndi einkum birtast í
aukinni samneyslu og fjárfestingu, yrðu
tölumar nokkuð hærri eins og sjá má, eða
frá 3,0% og upp Í3,7%. Miðspá gerði ráð
fyrir um 3,2% aukningu landsframleiðsl-
unnar á þessu ári, en í henni felst að
viðskiptajöfnuðurverði um 10 milljarðar
króna og að jtjóðarútgjöld verði 0,5
prósentusdgum meiri en Þjóðhagsstofnun
spáir. Til samanburðar má geta þess að
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að
hagvöxtur í iðnríkjunum verði 2,7% á
þessu ári að meðaltali og 2,1% í ESB.
----------♦---♦---♦-----
Vegna vinnslu 46.
tölublaðs
I þessu tölublaði var ætlunin að birta
ítarlega þjóðhagsspá sem ritstjóri, ásamt
umsjónarmanni þjóðhagslíkans Vísbend-
ingar, Ottari Guðjónssyni, hafa unnið að
um nokkurí skeið. S vo illa vildi hins vegar
til að aðili sem Vísbending hefur haft
viðskipd við braut trúnað við ritstjóra og
nýtti sér að hluta til upplýsingar í eigin
þágu sem honum voru veittar í tengslum
við þessa vinnu. Hefur hann nú birt sam-
bæiálega spá og ætlunin var að birta hér á
síðum ritsins í eigin fjölmiðli, og hefur
hún m.a. birst í dagblöðum og ljósvaka-
miðlum. Vísbending býður áskrifendum
sínum ekki upp á garnlar fréttirog var þ ví
upphanegum áherslum breyttí meðfylgj-
andi grein. Vísbending harmar vinnu-
brögð af þessu tagi.
• Hagvöxtur
0 Breyttar reglur vegna EES
• Úrelding fiskiskipa
Hagvöxtur árið 1994 m.v. nokkrar försendur
uni viðskiptajöfnuð og þjóðarútgjöld
Viðskiptajöfnuður
9 mrð. lOmrð. 11 mrð.
ÞjóðartStgjöld skv. ÞHS (1,2%) 2,4% 2,7% 3,1%
Þjóðarútgjöld aukast um 1,7% 3,0% 3,2% 3,4%
Þjóðarútgjöld aukast um 2,0% 3,3% 3,5% 3,7%
Heimild: Þjóðhagslíkan Vísbendingar/ Óttar Guðjónsson.