Vísbending - 24.11.1994, Blaðsíða 2
Breyttar leikreglur á fjár-
magnsmarkaði vegnaEES:
Nýjar reglur
um starfsemi
verðbréfa-
fyrirtækja
Finnur Sveinbjörnsson
/
Ifyrstu tveimur greinunum í þessum
greinaflokki var farið yfir þær laga-
og reglugerðabreytingar sem framundan
eru á sviði gjaldeyrismála, sviði fjár-
festingar erlendra aðila og í bankamálum
vegna aðildar íslands að EES. í þessari
lokagrein verður fjallað um nýjar reglur
um starfsemi verðbréfafyrirtækja.
Nýlegar lagabreytingar
í EES-samningnum er gert ráð fyrir
samræmdum reglum um verðbréfasjóði
og kauphallarviðskipti. Þessum reglum
var hrint í framkvæmd hér á landi með
setningu laga urn verðbréfasjóði og
Verðbréfaþing Islands á síðasta ári og
setningu reglugerða viðskiptaráðu-
neytisins, reglna Seðlabanka íslands og
Verðbréfaþings Islands á grundvelli
þessara laga í fyrra og í ár. Hins vegar
hafði ESB enn ekki samþykkt samræmdar
reglurfyrirstarfsemi verðbréfafyrirtækja.
Ólíkt bönkum, sparisjóðum og öðrum
lánastofnunum hefur hinn sameiginlegi
markaður ESB enn sem komið er ekki
náð til verðbréfafyrirtækja.
Svipaðargrundvallarreglur
oghjálánastofnunum
I „viðbótarpakkanum" við EES-samn-
inginn eru tvær tilskipanir er lúta að
stofnun og starfsemi verðbréfafyrirtækja
(sjá töflu). Eftir gildistöku þeirra munu
svipaðar grundvallarreglur gilda urn
verðbréfafyrirtæki og nú gilda um banka,
sparisjóði og aðrar lánastofnanir. I þeim
felst að starfsleyfi útgefið í einu ríki gildir
í öllum hinum ríkjunum, heimilt verður
að opna útibú í öðrum ríkjum án þess að
þurfa til þess sérstakt leyfi, eða veita
þjónustu án þess að stofna þar dóttur-
fyrirtæki eða opna útibú. Þá verður öll
starfsemi verðbréfafyrirtækjaundireftirliti
eftirlitsaðilaíheimarfkinu án tillits til þess
hvarhún ferfram. Einnig munu verðbréfa-
fyrirtæki þurfa að uppfylla sömu eigin-
fjárkröfur og bankar, sparisjóðir og aðrar
lánastofnanir.
Stofnun og starfsemi verð-
bréfafyrirtækja
í tilskipun um fjárfestingarþjónustu
(ISD) erkveðið á um stofnun og starfsemi
yerðbréfafyrirtækja og eftirlit með henni.
Akvæðum tilskipunarinnar um rnörg
þessara atriða s vipar til hliðstæðraákvæða
í tilskipunum um stofnun og starfsemi
banka,sparisjóðaogannarralánastofnana.
Aðildarríkin verða að hafa breytt lögum
og reglum til samræmis við ákvæði ISD
fyrir l.júlí 1995. Breytingamarþurfa að
taka gildi í síðasta lagi í árslok 1995. Þótt
ýmis af ákvæðum ISD hafi verið til í
drögum þegar lög um verðbréfaviðskipti
hér á landi voru sett í fyrra og tillit tekið til
þeirra að nokkru leyti, er engu að síður
ljóst að breyta verður þessum lögum að
einhverju ntarki.
ÍSBENDING
frá fjárfestingarverðbréfum. Þessi nýja
eiginfjárkrafa kemur til viðbótar við þær
eiginfjárreglur sem í gildi eru (BIS-
reglumar) sem einungis endurspegla þá
áhættu sem felst í því hver útgefandi
skuldbindingar er.
Grundvallarhugmyndin í nýju eigin-
fj árreglunum er sú að greina á milli áhættu-
tegunda fyrir hverj a einustu skuldbindingu
í viðskiptabókinni og að reikna út eigin-
fjárkröfu fyrir sérhverja áhættutegund.
Heildareiginfj árkrafa er s vo fundin út með
því að leggja saman eiginfjárkröfu vegna
hverrar áhættutegundar.
Ákvæðin um eiginfjárhlutfall verð-
bréfafyrirtækja em að því leyti frábrugðin
hliðstæðum ákvæðum um lánastofnanir
að eigiðfé verðbréfafyrirtækja má í engum
tilvikum nema lægri fj árhæð en sem s varar
til 25% af föstum rekstrarkostnaði næst-
liðins árs.
Þörf róttækrar lagabreyt-
ingar vegna eiginfjárkvaða
Ný eiginfjárákvæði
I tilskipun um eiginfjárkröfur fjárfest-
ingarfyrirtækjaog lánastofnana (CÁD) eru
settar grundvallarreglur á tveimur s viðum.
Annars vegar er kveðið á um lágmarks-
hlutafé og eigið fé verðbréfafyrirtækja.
Aðildarríkin geta leyft allt að fimm
tegundir verðbréfafyrirtækja sem hafa
misrúmar starfsheimildir. Er þar um að
ræða starfsheimildir sem eru allt frá því
að vera mjög takmarkaðar, eins og
starfsheimildir verðbréfamiðlara hér á
landi, upp í það að vera alhliða verðbréfa-
fyrirtæki. Gerðareru mismunandi kröfur
um lágmarkshlutafé þeirra, eða frá 50.000
ekurn (rúmlega 4 m.kr.) upp í 730.000
ekur(rúmlega6l m.kr.). Til samanburðar
má nefnaað skv. gildandi lögum skal lág-
markshlutafé verðbréfafyrirtækis hér á
landi nema 40 m.kr.
Meðþessaritilskipunerveriðaðtryggja
að verðbréfafyrirtæki lúti sömu eiginfjár-
reglum og hingað til hafa gilt um banka,
sparisjóðiog aðrarlánastofnanir, þ.e. svo-
kölluðumBlS-reglum. Einnigerkomiðá
þeirri nýjung að eiginfjárhlutfall verð-
bréfafyrirtækja og lánastofnana eiga að
endurspegla ýmiss konar áhættu vegna
verðbréfa sem þessi fyrirtæki kaupa í því
skyni að hagnast á markaðssveiflum.
Þessi verðbréf eru sögð tilheyra svo-
kallaðri viðskiptabók (e: trading book)
ogeru nefnd veltuverðbréftil aðgreiningar
Tilskipunin um eiginfjárkröfur kallar á
róttæka breytingu á ákvæðum um eigið fé
í lögum um verðbréfaviðskipti. I þeim er
nú einungis kveðið á um lágmarkshlutafé
verðbréfafyrirtækis en lögfesta verður
ákvæði í líkingu við eiginfjárákvæðin í
lögurn urn viðskiptabanka og sparisjóði.
Þá er Ijóst að gera verður nokkrar breyt-
ingar á eiginfjárreglum banka, sparisjóða
og annarra lánastofnana. Það sama gildir
um tilskipunina um eiginfjárkröfur og þá
er varðar fjárfestingarþjónustuna: Breyta
þarf lögum og reglum fyrir I. júlí 1995 og
gildistakan skal í síðasta lagi vera í árslok
1995.
Skráning verðbréfa
í maí 1994 samþykkti ESB breytingu á
tilskipun um samræmingu á kröfum um
gerð, athugun og dreifingu á skráningar-
lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru
tekin til opinberrar skráningar á verð-
bréfaþingi. Með þessari brey tingu er verið
að auðvelda og hvetja til þess að verðbréf
útgefin og skráð í einu aðildarrílti verði
einnig skráð í öðru ríki. 1 október sl. var
ákveðið að þessi breyting gilti einnig innan
EES. Hér á landi er fj allað um þessi atriði
í reglum Verðbréfaþings Islands .
Höfundur er hagfrœðingur og skrif-
stofustjóri í viðskiptaráðuneytinu.
-
Nýjar tilskipanir innan EES á sviði verðbréfaviðskipta
Stytt heiti: Samþykkt EES: Nauðsynl. breytingar á innlendum reglum:
Tilskipun um fjárfþjónustu „Viðbótarpakki" Ganga frá fyrir 1/7 '95. Gildistaka í árslok '95.
Tilskipunumeiginfjárkröf. „Viðbótarpakki" Ganga frá fyrir 1/7 '95. Gildistaka í árslok '95.
Tilskipun um skrán. verðbr. Varbreyttíoktóbersíðastliðinnum.
2