Vísbending - 05.01.1995, Side 3
ISBENDING
Verðbólgu-
horfur á
árinu 1995
Helgi Tómasson
s
Iupphafi árs er hefð fyrir því að menn
geri spár um ýmsa hluti. Hér fylgja
nokkrar hugleiðingar urn hugsanlega
verðbólguþróun á árinu. Til grundvallar
liggur verðbólgulíkan sem notað hefur
verið í Vísbendingu um nokkurra ára
skeið. Líkanið byggir, eins og önnur
íslensk verðbólgulíkön, á upplýsingum
um þróun innlends og erlends verðlags,
laun og gengi íslensku krónunnar fyrr og
nú. Reiknifræðilega er innlend verð-
breyting skýrð með breytingum í hinum
stærðunum ásamt samhengi innlends
verðlags við erlent með svokölluðum
„error-correction“ lið. Einnig er bætt við
ARMA-afgangslið til að ná fram skamm-
tímasveiflum íverðlagi. Líkanið er metið
með Kalman-filter aðferðum á ársfjórð-
ungslegum gildum breytanna síðastliðin
25 ár. Staðalfrávik spáskekkju er u.þ.b.
1,8% á ársfjórðungi.
Samband verðbreytinga við skýri-
stærðirnar hefur haldist nær óbreytt yfir
tímabilið. Breytingar eru þær helstar að
líkanið spáir heldur betur á seinni hluta
tímabilsins heldur en á því fyrra (þ.e.
staðalfrávik spáskekkju er minna).
Þrjú dæmi um hugsanlega
þróun á árinu
Nýbyrjað ár er kosningaár og kjara-
samningar eru lausir. Þessi tvö atriði
hafa í Islandssögunni þótt uppskrift að
ólgu og óstöðugleika. Hér á eftir eru
dregin upp þrjú dæmi um þróun atburða
og er verðbólguspá reiknuð samkvæmt
því.
1) Kjarasamningar gefa 4% almenna
kauphœkkun í upphafi árs og2%á miðju
ári.
2) Kjarasamningar gefa 10% almenna
kauphœkkun í upphafi árs og3%á miðju
ári.
3) Sama og önnur forsendan nema 5%
gengisfelling kemur á miðju ári
Dæmi 1) er valið af þeirri ástæðu að
ríkið bauð 4% hækkun í samningum við
sjúkraliða fyrir skemmstu og er því e.t.v.
búið aðfallastáalmennahækkun. Dærni
2) er einskonar gjaldþrotaleið (eða Fær-
eyjaleið) þar sem atvinnuvegum er haldið
gangandi með lántökum. Dærni 3) er
gamalkunn íslensk kollsteypuleið þar
sem kaupmáttur er skertur með gengis-
aðlögun. Niðurstöður spáa samkvæmt
þessum forsendum eru sýndar í með-
fylgjandi töflu.
Spá um framfærsluvísitölu ársins
1995 (meðaltal á ársfjórðungi)
(1) (2) (3)
94.1V 171 171 171
95.1 172 172 172
95.11 175 178 178
95.III 177 182 185
95.IV 179 184 188
96.1 180 186 191
1) 4% launahækkanir
2) Gjaldþrotaleið
3) Kollsteypuleið
Samkvæmt töflunni verður verðbólga
ársins á bilinu 5-11% ef forsendur um
þróun launa og gengis verður á því róli
sem um getur í forsendum 1-3. Erlendu
verðlagi var spáð með AR-líkani fyrir
framfærsluvísitölu helstu viðskiptalanda.
s
Ahrif lækkunar virðisauka-
skatts á matvælum
Líkanið hér að ofan hefði spáð 3-5%
verðbólgu á árinu 1994 en verðbólgan
mældist innan við 1% eins og kunnugt
er. I kjarasamningum síðustu ára hafa
menn samið urn beinar launahækkanir
en í ársbyrjun 1994 var hins vegar
virðisaukaskattur á mörgum tegundum
matvæla lækkaður. Túlka má hluta af
spáskekkju líkansins fyrir árið 1994 sem
afleiðingu af lækkun virðisaukaskatts á
mat. Þessi lækkun kom til vegna samn-
inga ríkisvalds og aðila vinnumarkaðar
sem líklega hafa gert það að verkum að
gengisfellingin í lok ársins 1993 skilaði
sér aðeins að hluta út í verðlagið.
Svigrúm í vörum sem bera
háa, óbeina skatta
I dæmunum hér að ofan staðfestast þau
sögulegu sannindi að kaupmáttur launa
eykst ekki í beinu hlutfalli við hækkun
taxta. Við þetta bætist að hækkun launa
mun samstundist breyta lánskjaravísi-
tölunni og hækka höfuðstól skulda og
greiðslubyrði. Þaðerþvíöllum hugsandi
einstaklingum ljóst að kaupmáttur mun
ekki aukast við háar taxtahækkanir. Þær
munu þýða ólgu og óvissu á fjármagns-
markaði með tilheyrandi vaxtahækkun-
um. Ef menn minnast þess að á árinu
1994 tókst heimilum að víkja sér undan
áhrifum gengisfellingarinnar í árslok
1993 með samningunt sem höfðu bein
áhrif á vísitöluna eins nefnt var að ofan er
hugsanlegt að slíkt verði reynt aftur.
Ofanritaður telur ólíklegt að farið verði
út í að hringla með vísitöluna sjálfa því
slíkt grefur undan trausti á íslenskum
fjármagnsmarkaði og atvinnulífi.
Heimili, fyrirtæki og ríki þurfa að hafa
aðgang að fjármagni.
Svigrúmið til lækkana á einstökum
þáttum framfærslu vísitölunnar er í vörum
sem nú bera háa, óbeina skatta. Hugsan-
legt er að menn finni leið 4) og horfi til
matvæla sem bera mörg hundruð prós-
enta vörugjald eða þá að bílaskattar verði
lækkaðir. Bíllerdýrvarasembermikinn
skatt og innflutningur bíla síðustu ár hefur
verið of lítill til að halda í horfinu með
fjölda bíla í landinu. Þannig mætti
áreiðanlega finna svigrúm til að hnykkja
vísitölunni til á þann hátt sem tölfræðilegt
líkan eins og lýst er að ofan getur ekki
séð fyrir.
Líkleg þróun
Hvaðastefnaerlíklegust? Leiðir l)og
4) fela ekki í sér nægjanlegar hetjudáðir
fyrir forystumenn stjórnmálaflokka og
verkalýðsfélaga. Ofanritaður telur að
Islendingarhafi meiri fjármálalegaábyrgð
en Færeyingar og útilokar því leið 2). Ný
ríkisstjórn mun að afloknum kosningum
ekki fresta vandanum til seinni hluta
kjörtímabilsins. Hún mun vilja taka á
vandanum strax eftir kosningar og vona
að kjósendur verði búnir að gleyma því
fyrirnæstu kosningar. Höfundurþessarar
greinar veðjarþví á leið 3) og aðhugsan-
legur efnahagsbati vegna gengisfellingar
fari beint í eyðslu en ekki til lækkunar á
halla ríkissjóðs. Þetta er leið sem enginn
er hrifinn af en kosningar fara í hönd,
flest verkalýðsfélög eru með lausa
samninga og slík staða er frjór jarðvegur
fyrir hasar á vinnumarkaði. Samkvæmt
þessu ber að ráða fólki sem vill varðveita
sparifé sitt að velja verðtryggð sparnaðar-
form. Jafnframt ber að ráða þeirn sem
þurfa að borga eitthvað á árinu og eiga
verðtryggð bréf, spariskírteini eða
húsbréf, að losa sig við þau því hætt er
við að afföll af þeim verði ntikil vegna
hærri vaxta.
Höfundur er tölfrceðingur
3