Vísbending - 23.02.1995, Blaðsíða 3
öðru leyti er hér um mikla einföldun á
raunveruleikanum að ræða.
Ef nú eru reiknuð meðaltöl kemur í
ljós að konur eru með u.þ.b. 70% af
launum karla skv. dæminu og karlar eru
með hærri laun að meðaltali í báðum
störfum, í báðum aldursflokkum og í
báðum tignarflokkum. Ut frá þessum
meðaltölum eingöngu er því freistandi
að álykta að um launamisrétti sé að ræða
konum í óhag. Sú ályktun er hins vegar
röng í þessu tilfelli þar sem launakerfið
var hannað þannig í upphafi að það
hallaði á karla um 5 þúsund krónur.
Karlar hafðir í betri stöðum
Villan liggur í því að ekki er tekið
tillit til allra mikilvægra þátta samtímis
(þ.e. starfs, aldurs og tignar). Gögnin
eru búin til þannig að karlar eru frekar í
betri stöðunni, með hærri aldur og hærra
settir. Rétta niðurstöðu má fá hér með
því að meta tölfræðilega líkanið (jöfnur
1 og 2) með línulegri aðhvarfsgreiningu
(því launin vorubúin til álínuleganhátt).
I hagnýtum, raunverulegum verkefn-
um er hið sanna form líkansins ekki
þekkt og reynir þá á innsæi rannsóknar-
mannsins við hönnun líkansins. Einnig
er hugsanlegt að ekki fáist gögn þannig
að hægt sé að meta alla mikilvæga þætti
líkans.
Taka verður tillit til allra
þátta
Af ofangreindu dæmi sést að þegar
ályktað er út frá meðaltölum er úrslita-
atriði að tekið sé tillit til allramikilvægra
skýristærða samtímis í hinu tölfræðilega
líkani. í þeirri aðferð að nota einfalt
meðaltal til að bera saman tvo hópa felst
að verið sé að nota einfalt tölfræðilegt
líkan án skýristærða. Þetta á við um allar
slíkar ályktanir, hvort sem verið er að
bera sarnan laun karla og kvenna,
áhættuþætti fyrir krabbameini eftir
kynjum, kostnað vegnaheilbrigðismála
milli landa eða launaskrið ýmissa hópa.
Þessari grein er ekki ætlað að kveða
uppúr um fyrirbæri eins og launaskrið
eða launamisrétti hjá einstökum hópum.
Til að skilja þessa hluti lil fulls þyrfti
trúlega að skoða fleiri þætti en laun í
krónum hjá einstökum hópum á gefnum
tímapunkti. Til dæmis gæti biðtími eftir
stöðuhækkun verið mismikill millihópa
og aðlögun ríkis að breyttu efnahags-
ástandi verið frábrugðin því sem gildir
á almennum vinnumarkaði.
Heimild:
Dobson, J. D. Applied Multivariable Data
Analysis: Categorial andMultivariate Methods,
voi. II, Springer, NewYork, 1992.
Höfundur er doktor í tölfrœði
/
Amóta launa-
hækkanir og í
Evrópulöndum
OECD
Kjarasamningarnir sem undir-
ritaðir voru rnilli landssamband-
anna innan ASI, VSI og Vinnumála-
sambandsins á þriðjudaginn fela í sér
urn 6,9% launahækkanir á almennum
vinnumarkaði á tveggja ára tímabili að
mati samningsaðila. Ef ekki verður um
að ræða verulegt launaskrið á samnings-
tímanum verða kauphækkanir hér á
landi ámóta og í Evrópulöndum OECD,
en þar er gert ráð fyrir um 3,1% launa-
breytingum á þessu ári og 3,6% á því
næsta. I samningunum er megináhersla
lögð á hækkun lægstu launa og almenna
kaupmáttaraukningu á grundvelli stöð-
ugleika í efnahagsmálum.
ÍSBENDING
hækkun á mánaðarlaun. Félagar í Sam-
iðn, sambandi iðnfélaga og Rafiðnaðar-
sambandi Islands fá þá hins vegar 3%
kauphækkun. Að lokurn hækkar des-
emberuppbót úr 13 þúsundum króna í
15 þúsundir á árinu 1996.
Allt að 15% launahækkun
Eins og sést í meðfylgjandi töflu eru
launahækkanir mismunandi vegna
þeirrar „krónutöluleiðar“ sem farin var
í samningunum og sérstakra hækkana á
lægstu laun. Einstaklingar í allra lægstu
launaþrepunum fá mesta kauphækkun
á samningstímanum, eða tæplega 15%
og hefur hækkun desemberuppbótar á
árinu 1996 þá verið skipt niður á hvern
mánuð þess árs. Kauphækkun hjá laun-
þegum með 84 þúsund krónur á mánuði
(en það eru meðallaun landverkafólks
innan ASI fyrir dagvinnu) er 6,6%.
Hlutfallslegar kjarabætur minnka svo
eftir því sem ofar dregur í launastig-
anum.
s
Utspil ríkisstjórnarinnar
Krónutöluleið
Samningarnir fela í sér 2.700 krónur
ofan á mánaðarlaun strax við undirritun.
Að auki hækka mánaðarlaun að með-
talinni yfirborgun sem eru undir 84
þúsundum króna á mánuði sérstaklega,
mest urn 1.000 krónur á laun undir 48
þúsundum króna og síðan lækkar
upphæðin um 100 krónur við hverjar
4.000 krónursem Iaunineru hærri. Þann
1. janúar 1996 fá félagsmenn í Verka-
mannasambandi Islands, Landssambandi
íslenskra verslunarmanna, VR, Lands-
sambandi iðnverkafólks og Þjónustu-
sambandi Islands aðra 2.700 króna
Hækkun mánaðarlauna á samn-
ingstímanum 1995-1996
Laun f. Undir- Þann Des. Samt. Hækk.
hækkun skrift 1/1‘96 '96' hækk. í%
44.000 3.700 2.700 167 6.567 14,9
48.000 3.600 2.700 167 6.467 13,5
52.000 3.500 2.700 167 6.367 12,2
56.000 3.400 2.700 167 6.267 11,2
60.000 3.300 2.700 167 6.167 10,3
64.000 3.200 2.700 167 6.067 9,5
68.000 3.100 2.700 167 5.967 8,8
72.000 3.000 2.700 167 5.867 8,1
76.000 2.900 2.700 167 5.767 7,6
80.000 2.800 2.700 167 5.667 7,1
84.000 2.700 2.700 167 5.567 6,6
88.000 2.700 2.700 167 5.567 6,3
92.000 2.700 2.700 167 5.567 6,1
96.000 2.700 2.700 167 5.567 5,8
100.000 i 2.700 2.700 167 5.567 5,6
1 Hækkun desemberuppbótar á árinu 1996 um
kr. 2.000 er skipt jafnt niður á 12 mánuði.
Ríkisstjórnin liðkaði fyrir samninga-
gerðinni með ýmsum hætti. Af einstök-
um atriðum vegur þyngst breyting á
verðtryggingu fjárskuldbindinga, sem
frá og með 1. apríl n.k. mun miðast við
framfærsluvísitölu, og frádrættarbærni
framlags launþega í lífeyrissjóði frá
skattstofni. Lífeyrisfrádrátturinn mun þó
koma í áföngum og verður heimilað að
draga 2% af 4% framlagi launþega í
lífeyrissjóði frá skattskyldum tekjum á
þessu ári og keinur ákvæðið til fram-
kvæmda þann 1. apríl 1995. Frá og með
1. júlí 1996 verður heimilt að draga frá
3%og allt 4% framlagið frá l.júlí 1997.
Af öðrum atriðum má nefna að ríkis-
s tj órn i n m u n be i t a sér fy ri r þ ví að he i m i 11
verði að telja sannarlega tapað hlutafé
til rekstrargjalda, ráðist verður í aðgerðir
til að taka á skuldavanda heimila og
unnið verður að úrbótum í málefnum
atvinnulausra.
Samkeppnisstaða
Það sem skiptir í raun mestu máli er
hvaða áhrif samningarnir munu hafa á
samkeppnisstöðunagagnvart útlöndum.
Af reynslu fyrri ára verða kauphækkanir
líklega heldur meiri en y fiflýsingar aðila
vinnumarkaðarins gefa tilefni til að ætla.
Það mun þýða meiri launabreytingar hér
á landi en í helstu samkeppnislöndunum
á næstu misserum og hærra verðlag.
Ekki er við þ ví að búast að samningarnir
hafi úrslitaáhrif á þróun raungengis á
næstunni og er gengisþróun krónunnar
mun stærri óvissuþáttur í því efni.
3