Vísbending - 09.11.1995, Blaðsíða 1
V
Viku
ISBENDING
rit um viðskipti og efnahagsmál
9.
nóvember
1995
43. tbl. 13. árg.
Hverju breytir búvörusamningurinn?
Sigurgeir Þorgeirsson
Búvörusamningurinn, sem undir-
ritaður var 1. október sl. og
l'jallar um sauðfjárrækt, hefur
að vonum vakið umræður og sýnist sitt
hverjum umágæti hans. Sauðfjárbændur
eru margir uggandi um framtíðina. Þeir
hafa orðið fyrir tekj uhruni á undanfömum
árum, sem svarar sennilega til 40-50%
af nettótekjum. Þótt samningurinn auki
beingreiðslur þá óttast bændur að afurða-
verð muni lækka með frjálsri verð-
lagningu og tekjusamdrátturhaldi áfram.
Aðrir gagnrýna samninginn fyrir fjár-
austurog þykirofhægtmiðaífrjálsræðis-
átt, bæði hvað varðar verðlagningu og
fyrirkomulag framleiðslunnar.
Öll eru þessi sjónarmið skiljanleg, en
að mínum dómi hefur gagnrýnin úr
báðum áttum verið óvægin, þegar horft
er til stöðunnar eins og hún er. Kerl'ið,
sem komið var á með búvörusamningi
1991, var strandað. Þá var afnumin
greiðsluábyrgð ríkisins fyrir umsamið
magn kindakjöts, sem gilt hafði um
nokkur ár, en eftir sem áður voru slátur-
hús skylduð til að greiða allt kjöt innan
kvótafullu verði fyrirtiltekinndag. Þetta
gat auðvitað aldrei gengið upp. Kvóti
var ákveðinn árlega ár fram í tímann með
söluviðmiðun aftur í tímann, og með
minnkandi neyslu hlóðust upp birgðir,
sem búið var að borga bændum fyrir. Þær
mátti hins vegar ekki flytja úr landi og
það var reyndar ekki mögulegt fyrir það
verð sem dugði fyrir kostnaði. Fram-
leiðslukvóti (greiðslumark) hvers bónda
markaði hve mikið hann gat lagt inn og
fengið „fullt“ verð fyrir. Þessi stífu mörk
hvöttu til heimaslátrunar og sölu á
svörtum markaði, sem hefur grafið undan
hinum löglega markaði og á sinn þátt í
því að kvótinn hefur minnkað ár frá ári.
Mönnum ber saman um að aldrei hafi
þessi starfsemi blómstrað eins og í haust.
Með kvótastýringu hefur ekki lekist
að aðlagaframleiðsluna markaðsþörfum.
Á sama tíma og heildarkvótinn hefur
minnkað úr 8.150 tonnum 1992 f 7.200
tonn í haust, hel'ur fjöldi sauðfjár í landinu
staðið í stað eða heldur aukist. Þótt mót-
sagnakennt megi virðast, má færa að því
rök, að í kvótakerfinu hafi falist viss fram-
leiðsluhvati, með því að bændur freist-
uðust oft til að setja á fleira fé en skyldi
fremur en að lóga því fyrir lítið verð.
Þetta kerfi var gjaldþrota. Nýjum
samningi er ætlað að auka sveigjanleika,
innleiða frjálsari framleiðslu- og við-
skiptahætti í sauðfjárrækt í þeirri trú, að
þannig náist fram aðlögun að markaði
og greinin verði samkeppnishæfari á mat-
vælamarkaðinum. Þarskiptaþrjúgrund-
vallaratriði meslu máli.
Afnám framleiðslukvóta
Enginn kvóti verður á innleggi ein-
stakra bænda í afurðastöðvar og allir
innleggjendurhjáhverri stöðfáhlutfalls-
lega jafnt uppgjör, óháð því hvort þeir
hafa greiðslumark eða hversu mikið.
Greiðslumarkið helst þó áfram og
ákvarðar hve miklar beingreiðslur hver
og einn fær frá ríkinu. Framleiðendur fá
hins vegar heimild til að standa sameigin-
lega að útflutningi kindakjöts og ákvarða
hve mikill hluti heildarframleiðslunnar
skuliflutturúrlandi m.t.t. sölumöguleika
innanlands. Allir skulu taka hlutfalls-
lega jafnan þátt í útflutningnum, sem
þýðirt.d. aðþurfi að Ilytja20% afheildar-
framleiðslunni úrlandi, færhverogeinn
framleiðandi útflutningsverð fyrir 20%
af sinni framleiðslu.
Þetta fyrirkomulag hefur sætt harðri
gagnrýni, m.a. frá aðilum vinnumarkað-
arins. Gagnrýnin er aðallega þríþætl: í
fyrsta lagi fái bændur einokunaraðstöðu
með því að stýra magninu á innlenda
markaðinn og halda þannig verðinu háu.
I öðru lagi muni sameiginlegt uppgjör
drepa allan hvata söluaðila til að gera
betur í vöruþróun og markaðsöflun og í
þriðjalagi felist íþessu kerfi mikill fram-
leiðsluhvati.
Vissulega getur afnám kvótans aukið
framleiðslu, en á því er tekið með ýmsum
hætti. Bændum eru gerð tilboð um
greiðslur fyrir að hætta búskap. Menn
geta losnað undan þátttöku í útflutningi
með því að fækka fé þannig að þeir eigi
ekki nema 70 kindur fyrir hver 100 ær-
gildi greiðslumarks og fá aðsloð við þá
fækkun. Þágildirfyrstu tvö árin, aðfjölgi
menn fé fá þeir einungis útflutningsverð
l'yrir þá frantleiðslu, sem svarar lil
fjölgunarinnar. Loks bjóðast bændum
ýmsir möguleikar, sem síðar verður vikið
að, til að draga úr framleiðslu en halda
beingreiðslum. Allterþetta til þess fallið
að minnka framleiðsluna.
Ef ekki væri möguleiki til að taka hl ula
framleiðslunnar út af innlenda markað-
inum, a.m.k. meðan birgðavandi fyrri ára
er óleystur og veruleg umframfram-
leiðslaenn til staðar, yrði hérglundroði
á öllum kjötmarkaðinum, sem hvorki
framleiðendur né neytendur hefðu hag
af til langframa. Óttinn við að sauðfjár-
bændur misnoti þetta er að mínu viti
ástæðulaus. Meðan útflutningurinn skil-
ar ekki meiru en hann gerir nú, hljóta
sauðfj árbændur að leggj a kapp á að selj a
sem mest innanlands og miða verðið við
það. Samkeppnin er mikil og opin,
lambakjötið er ekki eina varan á mat-
vörumarkaðinum og þess vegna hug-
takaruglingur að tala um einokun í þessu
sambandi.
Mestan ávinning í útflutningi er að fá
með sölu á tilbúnum neytendavörum.
Samningurinn gerireinfaldlega ráð fyrir
því, að hver afurðastöð haldi öllum
virðisauka sem fæst með slíkri vinnslu;
þar verði engin útjöfnun, og því er rangt
að segja, að hvatinn sé ekki til staðar.
Um heilskrokkasölu gegnir öðru máli.
Möguleikarokkartakmarkastafkvótum,
t.d. í Noregi og Evrópusambandinu.
Samkeppni um að fylla þá kvóta færir
engan auð í þjóðarbúið, heldur skapar
þvert á móti hættu á undirboðum.
Beingreiðsluróháðar
framleiðslu
Samkvæmt fyrri búvörusamningi
þurftu bændurað leggjainn sem svaraði
a.m.k. 80% af greiðslumarki sínu til að
fá fullar beingreiðslur. Þær voru því að
mestu leyti framleiðslutengdar.
Nú er horftð frá þessu, en í staðinn
gerð krafa um liltekna fjáreign eða 60
kindur fyrir hver 100 ærgildi óháð af-
urðum, sent er í raun lítið annað en krafa
um að menn sitji jarðir sínar og stundi
sauðfjárbúskap. Frá þessari kröfu eru
einnig veigamiklar undantekningar.
Þannig gela menn samið um enn minni
eðajafnvel enga fjáreign án þess að bein-
greiðslur skerðist, ef þeir sinna í staðinn
verkefnum í skógrækt, landgræðslu eða
öðrum umhverfisverkefnum, fara í nám
eða taka þátt í atvinnuþróun.
• Búvörusamningurinn
• Rekstur luiskóla
• Notkun greiðslukorta