Vísbending


Vísbending - 09.11.1995, Page 4

Vísbending - 09.11.1995, Page 4
ISBENDING Hagtölur Fjármagnsmarkaður Nýlánskjaravísitala 3.453 11.95 Verðtryggð bankalán 8,9% 01.10 Óverðtr. bankalán 11,9% 01.10 Húsbréf, kaup (ný. flokk.) 5,65% 06.11 Spariskírteini,kaup(5-ára)5,66% 06.11 M3 (12 mán. breyting) 3,30% 08.95 Þingvísitala hlutabréfa 1.299 06.11 Fyrir viku 1.284 Fyrir ári 1.003 Verðlag og vinnumarkaður Vísitala neysluverðs 174,9 10.95 Verðbólga- 3 mán. 5,0% 10.95 -ár 2,4% 10.95 Vísit. neyslu - spá 175,3 01.11 (Fors.: Gengi helst 175,8 01.12 innan ±6% marka) 176,1 01.01 Launavisitala 140,8 09.95 Árshækkun- 3 mán. 2,0% 09.95 -ár 5,3% 09.95 Kaupmáttur-3 mán. 4,7% 07.95 -ár 3,5% 07.95 Skortur á vinnuafli 0,2% 04.95 fyrir ári -0,5% Atvinnuleysi 3,6% 09.95 fyrir ári 3,3% Velta maí-júní ’95 skv. uppl. RSK. (milljarðar kr. og breyt. m/v 1994) Velta 128 8,5% VSK samt. 7.3 0,3% Hrávörumarkaðir Vísitalaverðs sjávarafurða 108,0 01.10 Mánaðar breyting 0,6% Ál (99,7%) (USD/tonn) 1.684 04.11 Mánaðar breyting -4,0% Kísiljárn (75%)(USD/tonn) 979 09.95 Mánaðarbreyting 0,2% Sink (USD/tonn) 1.056 04.11 Mánaðar breyting 4,5% Kvótamarkaður, 28.10 (Krónur/kg) Leiga Varanl. Þorskur 95 460 fyrir mánuði 93 460 Ýsa 8 110 fyrir mánuði 8 100 Karfi 34,5 160 fyrir mánuði 30 110 Rækja 75 320 ^ fyrir mánuði 75 320J Vísbending vikunnar Nú þegar ákvörðun um stækkun álvers liggur fyrir er Ijóst að mönnum eykst ntjög bjartsýni um rekstur fyrirtækja hér á landi. Vextir hafa farið lækkandi og því eðlilegt að fjármagn leiti í auknum mæli á hlutabréfa- markað. I ljósi þessa eru hlutabréf vœnleg skammtímafjáifesting. Hins vegar er ólíklegt að nokkrar efnahags- forsendur séu fyrir svo mikilli hækkun hlutabréfaverðs sem raun ber vitni. Því ættu menn að vera tilbúnir að losa sig fljótlega aftur við þau hlutabréf sem þeir kaupa núna og innleysa þannig skammtímahagnað. Peningalausþjóð? íslendingar eru nýjungagjarnir og á sumum sviðum er enginn vafi á því að þessi árátta er þjóðhagslega hagkvæm. Um fimmtán ár eru síðan greiðslukort hófu fyrst innreið sína hér á landi og á þeim árum hefur þjóðin skipað sér í fremstu röð á þessu s viði. Debetkort hafa nú að stórum hluta leyst ávísanahefti af hólmi á aðeins tveimur árum. Eftirfar- andi tafla sýnir stöðu Islendinga í hópi nokkurrastórþjóða. Fyrstu tveirdálkarnir sýna fjölda korta á mann en sá síðasti fjölda þjónustuaðila sem taka kort á liverja þúsund íbúa. Debet Kredit Þjónusta Island Spánn Kanada Bandar. Frakkland Bretland Ítalía 0,5 0,6 0,8 0,2 0,4 0,5 0,3 Þýskaland 0,7 0,5 0,2 0,9 1,4 0,0 0,5 0,1 0,1 19 17 15 12 10 9 5 3 Ef til vill má lesa eitthvað út úr töflunni um tilhneigingu þjóða til eyðslu og sparnaðar. Þjóðverjar leggja ekki mikið upp úr því hagræði að fá lán með kredit- korti enda fáir sem taka við kortunum. Spánverjareru hins vegarneytendavænir, enda leggja þeir mikið upp úr ferða- mannaþjónustu.Frakkartreysta sérvarla til þess að nota kreditkort, en kaupmenn þeirra eru þó viljugir að taka við kortunum, líklega aðallega frá ferða- mönnum. Hér á landi er jafnvægi milli kredit- og debetkortanotkunar líkt og í Kanada og Bretlandi, en lengst af höfðu kreditkortin vinninginn, þótt það sé nú að snúast við í Evrópulöndum. Rekstur greiðslukortafyrirtækjanna tveggja gekk vel hér á landi árið 1994. Veltan jókst lítið en afkoman varð tals- vert betri en árið 1993. Eftirfarandi tafla sýnir helstu stærðir úr rekstri og efnahag fyrirtækjanna (í milljónum króna): VISA Euro 94 93 94 93 Rekstrart. 789 775 347 333 Hagnaður 78 57 45 35 Eiginfé 686 601 474 425 V_ Árið 1994 var l'y rsta árið sent dcbetkort voru notuð hér á landi og með þeim bættust talsverð umsvif við rekstur greiðslukortafyrirtækjanna, þótt tekjur hafi nær staðið í stað. Ekki er við öðru að búast en að reksturinn á yfirstandandi ári verði vel viðunandi, því fyrirtækin eru búin að koma sér vel fyrir á nrarkaðinum. Það er alls ekki útlokað að Islendingar komist næst því allra þjóða að skapa seðlalaust samfélag. Aðrir sálmar Öflum fyrst, eyðum svo Þæránægjulegu fréttir bárust nú í vik- unni að afráðið sé að stækka álverið við Straumsvík. Með þessu fær þjóðfélagið loks þá vítamínsprautu sem þörf var á el'tir langa kyrrstöðu. En þótt vissulega sé þessi fregn mjög jákvæð þá er hún engan veginn lausn á ölluni vanda Is- lendinga eins og halda mætti af við- brögðum sumra. Þrátt fyrir að ál verið skili auknum hagvexti, þá gerir það ekki betur en koma Islendingum upp í meðaltal OECD-þjóða. Framan af ári hefur ríkt meiri bjartsýni almennt um horfur í þjóðarbúinu en um langt skeið. Þótt menn komist langt á bjartsýninni þá er löng reynsla fyrir því hérá landi að hún hefuroftaren ekki leitt menn út í ógöngur. Einstaklingar, fyrir- tæki og ríkið hafa verið órög að slá lán út á framtíðarhagnað, sem svo lét á sér standa þegar kom að skuldaskilum. Ný- leg snjóflóð á Vestljörðum valda því að þjóðin stendur frammi fyrir því að þurfa að eyða miklum fj ármunum til húsakaupa áhættusvæðum. Reyndargætu þessi áföll orðið til þess að j^jóðin hagaði búsetu meðhagkvæmari hætti, íbúum snjóflóða- svæða og öðrum til farsældar. Því miður bendir reynslan frá Súðavík þó ekki til þess að menn beri gæl'u til þess að hitta á farsæluslu lausn í búsetumálunum. Hætt er við því að batnandi hagur lands- manna vegna stækkunar álvers verði til þess að ráðamenn velji þá leið sem þeim er til minni óþæginda til skamms tíma, vegna þess að nú sétt fjárráð meiri. Komandi kynslóðir munu þó kunna mönnum litlar þakkir fyrir slíkt „örlæti" en hér á landi eru mýmörg dæmi þar sem fé er eytt áður en þess er aflað. Orð for- sætisráðherra um að bættar samgöngur breyti viðhorfi lil búsetu vekja þó vonir um að nú verði skynsamlegar að ákvörðununt staðið. Bækur og byggðastefna Það var dapurlegt að heyra úrskurð Samkeppnisráðs um samráð á bóka- markaði nú fyrir jólin. Ráðið segir að samkeppni um bóksölu skuli vera innan hæfilegra marka og ber fyrir sig byggða- stefnu. Ef yfirvöld vilja ívilna bóksölum á kostnað neytenda, þá eiga þau að segja það. Það er nóg á landsbyggðina lagt þótt ^henni sé ekki kennt um hátt verð á bókum.^/ Benedikt Jóhannesson, ritstj. og ábm. Útg.: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Rvík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Internetslóð: http://www.strengur.is/~talnak/ vief95.html, netfang:talnak@strengur.is Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskól- ans. Prentun: Steindórsprent-Gutenberg. Upplag: 600 eintök. Öll réttindi áskilin. Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.