Vísbending


Vísbending - 16.08.1996, Síða 1

Vísbending - 16.08.1996, Síða 1
V Vi k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 16. ágúst 1996 30. tbl. 14. árg. Tekjur dragast saman, en minni afskriftir Afskriftir1 (vinstri kvarði milljarðar króna) og arðsemi eiginfjár (hægri kvarði %) hjá sjö stærstu innlánsstofnunum 1990-95 10 5 5 0 4 3 1990 1991 1992 1993 1994 1995 'Á verðlagi desember 1995 skv. vísitölu neysluverðs Heimild: Ársreikningar og útreikningar Vísbendingar Innlánsstofnanir 1995 Hagnaður sjö stærstu innláns- stofnana var rúmlega einn milljarður króna í fyrra og arð- semi eiginfjár 5,6% að meðaltali, en hagnaður árið 1994 var rúmlega hálfur milljarður og arðsemi eiginfjár um 3%. Sem fyrr var afkoma sparisjóða í heild betri en bankanna þriggja. Astæða þessarar bættu afkomu er fyrst og fremst minni afskriftir, en þessar sjö stofnanir lögðu 2,6 milljarða í afskriftasjóð í fyrra sem er 1,6 milljarði minna en árið áður. Hins vegar þyngdist reksturinn sjálfur, tekjur minnkuðu um 8% og gjöld, fyrir utan afskriftir, jukust um 1%. Þannig skilaði rekstur fyrir afskriftir einum Tekjur' á hvert stöðugildi við bankastörf (milljónir króna á verðlagi2 des. 1995) 1995 1994 Breyting Landsbanki 6,4 6,7 -5,1% Búnaðarbanki 6,3 6,4 -1,5% Islandsbanki 6,0 6,8 -11,8% SPRON 7,3 6,9 6,4% Sparisj.vélstj. 9,0 7,9 14,0% Sparisj.Hafnarfj. 9,0 8,4 7,3% Sparisj.íKeflavík 6,8 8,1 -15,4% Sunitals 6,4 6,8 -5,8% Bankakerfið í heild þurfti að taka á sig aukinn kostnað á síðasta ári vegna nýrra kjarasamninga bankamanna og jukust laun og tengd gjöld um 4,5% að meðal- tali. Launahækkanirnar koma á sama tíma og framleiðni bankastarfsmanna minnkar, þ.e. tekjur á hvert stöðugildi. En eins og sést af töflu þá minnkaði fram- leiðnin um 6% að meðaltali á milli ára. Þessi aukning launakostnaðar hlýtur að þrýsta á um að stöðugildum skuli fækkað enn frekar. Einnig væri góð hugmynd að koma á einhverju afkastahvetjandi launakerfi eins og tíðkast hafa hjá mörgum fyrirtækjum. Athugasemd: Ekki reyndist unnt að draga gengishagnað eða -tap af verðbréfum frá tekjum vegnaþess aðársreikningargáfuekki allirþessar upplýsingar. Hins vegar hafa þessar óreglulegu tekjur áhrif. T.d. var íslandsbanki með 6,5 millj. kr. tekjuráhvertstöðugildi 1994og6,l mill. kr. á hvert stöðugildi 1995 ef gengisbreytingar veltuskuldabréfa eru teknar út. ’Tekjur af hlutdeildarfélögum eru ekki meðtaldar . 2Miðað er við visitölu neysluverðs_______ milljarði minna en árið á undan. Eins og sjá má af forsíðumynd hafa nefndar sjö stofnanir, teknar sem heild, náð aftur fyrri arðsemi sem þær höfðu áður en hrina af- skrifta og útlánatapa reið yfir. Hitt er þó vafaatriði hvort sú arðsemi hafi verið viðunandi. Minni tekjur Vaxtamunur (hreinar vaxtatekjur) minnkaði um 4% að raunvirði á milli ára. Samdrátturinn var mestur hjá Is- landsbanka 9%, en aftur á móti jukust hreinar vaxtatekjur um 11,5% hjá Spari- sjóði vélstjóra. Hins vegar drógust aðrar tekjur bankanna, s.s. af þóknunum, enn meira saman eða um 10% að raunvirði á milli ára. Hlutfall vaxtatekna var 68% af heildartekjum 1995, en 61% árið áður. Minnkandi tekj ur hlj óta að vera áhyggju- efni, t.d. voru tekjur íslandsbanka um 15% minni nú en árið á undan og 8% minni hj á Landsbankanum. Þá má einnig benda á að þó að tveir sparisjóðir, Sp. vélstjóra og SPRON, auki tekjur sínar umtalsvert, þá drógust tekjur sömu spari- sjóða saman árið á undan, þannig að síðustu tvö árin hafa tekjur þeirra hcldur minnkað en aukist. Líklega rnunar hér mestu að þóknanir vegna gjaldeyrisvið- skipta féllu niður í upphafi árs, en það virðist þó auðsælt að afskaplega erfitt verður fyrir innlánsstofnanir að auka tekjurnæstu árin. Vaxtamunurhefurfarið minnkandi og mun væntanlega gera það áfram sökum aukinnar samkeppni, bæði hvað varðar útlán og innlán. Það hljóta þóknunartekjur að gera einnig en flestöll tækifæri til að leggja á þjónustugjöld hafa þegar verið nýtt. Hagræðing og rninni kostnaður virðast því ein helsta leiðin til þess að auka hagnað, sérstaklega fyrir viðskiptabankana en enginn þeirra sýndi í raun viðunandi arðsemi árið 1995. En af áðurgreindum 7 innlánsstofnunum voru það aðeins Sparisjóður vélstjóra og Islandsbanki sent ntinnkuðu kostnað (fyrir afskriftir) (3% hjá báðum). Annar möguleiki væri sá að bankamir nýttu sér þau auknu tækifæri sem bankalögin frá 1993 gefa og færu að stunda fjölbreyttari viðskipti, t.d. með verðbréf. Sparisjóðir í sókn Innlán og verðbréfaúlgáfa jukust hjá öllum sjö innlánastofnunum, nema Is- landsbanka þar var 4% samdráttur að raunvirði. Vöxturinn var mestur hjá SPRON, um 26% að raunvirði, og hefur Sparisjóðurinn nú náð 5,3% markaðs- hlutdeild sem er ríflega tvöföldun á 10 árum. Raunar jukust innlán og verðbréfa- útgáfa mun meira hjá sparisjóðum al- mennt, en ef viðskiptabankamireru teknir sem heild þá stóðu innlán og verðbréfaútgáfa alveg í stað á milli ára að raunvirði. Sparisjóðirnir hafa verið í mikilli sókn síðustu ár. Arið 1987 var Efni blaðsins Vísbending er að þessu sinni helguð sjö stærstu innlánsstofnunum landsins og eru ýmsar tölur birtar úr rekstri þeirra.

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.