Vísbending


Vísbending - 11.10.1996, Blaðsíða 4

Vísbending - 11.10.1996, Blaðsíða 4
 V ISBENDING Hagtölur Fjármagnsmarkaöur Ný lánskjaravísitala 3.515 09.96 Verðtryggð bankalán 8,9% 01.10 Óverðtr. bankalán 12,6% 01.10 Húsbréf, kaup (ný. flokk.) 5,68% 01.10 Spariskírteini, kaup (5-ára) 5,70% 24.09 M3 (12 mán. breyting) 5,1% 07.96 Þingvísitala hlutabréfa 2.220 09.10 Fyrir viku 2.187 Fyrir ári 1.270 Verðlag og vinnumarkaður Vísitala neysluverðs 178,5 10.96 Verðbólga- 3 mán. 3,7% 10.96 -ár 2,6% 10.96 Vísit. neyslu - spá 178,7 11.96 (Fors.: Gengi helst 179,0 12.96 innan ±6% marka) 180,0 01.97 Launavísitala 147,9 08.96 Árshækkun- 3 mán. 0,3% 08.96 -ár 5,4% 08.96 Kaupmáttur-3 mán. 2,7% 07.96 -ár 3,7% 07.96 Skortur á vinnuafli 0,0% 04.96 fyrir ári 0,2% Atvinnuleysi 3,8% 08.96 fyrir ári 4,3% Velta maí-júní ’96 skv. uppl. RSK (milljarðar kr. og breyt. m/v 1995) Velta 141 10,2% VSK samt. 9,5 7,4% Hrávörumarkaðir Vísitala verðs sjávarafurða 104,8 09.96 Mánaðarbreyting 1,2% Ál (99,7%) (USD/tonn) 1.309 09.10 Mánaðarbreyting -9,5% Sink (USD/tonn) 1000 09.10 Mánaðarbreyting -0,5% Kvótamarkaður 6.10 (krónur/kg) Leiga Varanl. Þorskur 72 650 fyrir mánuði 100 600 Ýsa 16 195 fyrir mánuði 5 127 Karfi 45 160 fyrir mánuði 38 160 Rækja 75 400 fyrir mánuði 75 400 V____________________________/ Vísbending vikunnar í fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram í byrjun október er talinn upp ijöldi eigna sem hið opinbcra getur hugsað sér að selja. Þarna leynast jarðir, byggingar og hlulabréf sem ríkið á. Meðal þeirra jarða sem eru á listanum eru t.d. hluti úr landi Vífils- staða, lóð Kópavogshælis og spilda nærri Mosfelli. Meðal bygginga eru, húsnæði Sölu varnarliðseigna að Grensásvegi 9, Laugavegur 114 og Síðumúli 28 íReykjavík. Meðal hluta- bréfa sem gæ tu veri ð t i 1 söl u eru h 1 uta- bréf í Bifreiðaskoðun íslands hf., Jarðborunum hf., Endurvinnslunni vhf'., Barra hf. og Stofnfiski hf,_ Hærri vextir á Islandi Ernst Hemmingsen ^ " " auglýsingu frá Lánasýslu ríkisins í júlí sl. kemur fram að ávöxtun ríkisskuldabréfa á Islandi er hærri en í Bandaríkjunum, Svíþjóð og Bret- landi. Verðbólgan var minnst á Islandi, fjárlagahallinnerlíka tiltölulejga lítill mið- að við hin löndin og íslensk efnahagsmál standa nú svo vel að landið uppfyllir öll skilyrði lýrir þátttöku í sameiginlegri evrópskri myntsamvinnu (EMU). En af hverju eru vextir þá hærri á íslandi en í hinum löndunum, þrátt fyrir frjálsa fjár- magnsflutninga milli landa? Ein skýring getur verið að fjárfestar viljiaðjafnaðifrekarfjárfestaígjaldmiðli eins og þýskum mörkum eða Banda- ríkjadölum en í gjaldmiðli lítils lands eins og íslands. Ef þetta er rétt verða vextir alltaf hærri á Islandi en í nágrannalönd- unum. Við atkvæðagreiðslu um Maastricht- samkomulagið hafnaði Danmörk þátt- töku ÍEMU. Þettaveldurdönskumráða- mönnum miklum áhyggjum í dag. Efna- hagsástand í Danmörku er í dag ekki verra en í Þýskalandi en þrátt fyrir það eru vextirhærri íDanmörku.Talaðerum svokallað vaxtabil (d: rentespœnd) milli landanna, sem hefur verið á bilinu 0,8- 2,0%. Þetta vaxtabil er eingöngu hægt að skýra með því að danska krónan er lítill gjaldmiðill samanborið við hinn þýska. Með lilkomu EMU mun þessi vaxta- munur hugsanlega aukast og er gert ráð fyrir að útlánsvextir verði um 2% hærri í dönskum krónum en í evró. Islandi stendur ekki til boða, eins og er, að taka þátt í EMU og suniir stjórn- málamenn hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að hægt sé að breyta genginu ef það er nauðsynlegt fyrir atvinnuvegina. Vextirmunu þess vegnaáfram verahærri hér á landi en í Evrópu og Bandaríkjun- um, líklega á bilinu 1-2%. Samkvæmt Hagtölum mánaðarins eru útlán bankakerfisins til sjávarútvegsins um 48 mill jarðar króna og útlán fjárfest- ingalánasjóðanna til sömu atvinnu- greinar eru um 30 milljarðar króna. Ef gert erráð fyrir 2% hærri vöxtum á Islandi en íEMU verðurárlegurvaxlakostnaður sjávarútvegsins um 1.500 milljónum króna hærri en ef Islendingar væru þátt- takendur í hinu evrópska myntsamstarfi. Vaxtakostnaður annarra atvinnugreina og einstaklinga mun að sjálfsögðu einnig hækka hlutfallslega jaf'nmikið. Þetta er verðið fyrir frelsið til að geta breytt genginu eftir þörfum. Höfundur er hagfrœðingur Aðrir sálmar Tómir sjóðir Ríkisendurskoðun lét nýlega frá sér fara úttekt á Húsnæðismálastofnun. Þar kom í ljós, sem reyndar var fæstum hulið áður, að Byggingarsjóður verkamanna stendur mjög illa. Sá sjóður hefur, eins og svo margt annað sem hugsað er til góðs fyrir þá sem hala minni fjárráð en flestir, orðið til hins mesta ógagns fyrir þá sem hafa átt að njóta. Verðmætamat hefur skekkst og menn hafa farið út í ónauðsynlegar húsbyggingar í stað þess að nýta húsnæði sem fyrir var. Ofan á allt hefur fólk komist að því að það á sáralítið í „sínum íbúðum“ þegar það þarf að seljaeftir langa búsetu. Hvað sem því líðureru úrræði félagsmálaráð- herra til úrbóta er afleil, en hann leggur til að sjóðurinn verði sameinaður Bygg- ingarsjóði ríkisins vegna þess að sá síð- arnefndi eigi nóg eiginfé. Hér á því að grípa til gömlu úrræðanna, í stað þess að leysa vandann þá er honum komið yfir á einhvern annan. Beggjavegnaborðs Samningur Reykjavíkurborgar og Landsvirkjunar um raforku frá Nesja- völlum sannar að borgarstjóri hafði rétt l'yrir sér að vandi er að sitja beggja vegna borðs í samningum. Það er ekki traust- vekjandi fyrir borgarbúa þegar borgar- ritari, staðgengill borgarstjóra, og tveir borgarráðsmenn semja við sjálfa sig í stjórn Landsvirkjunar um orkusölu frá borginni til Landsvirkjunar, síst af öllu þegar hagsmunir borgarbúa víkja fyrir hagsmunum fyrirtækis sem borgin á minnihluta í. Skynsamleg nýting raforku frá Nesja- völlum er sjálfsögð en rányrkja á heita- vatnssvæðinu og leynd um útsöluverð á raforku benda lil þess að fulltrúar borgarinnar hafi brugðist skyldum sínum. Frammistaða þeirra sömu sem fulltrúa Landvirkjunar verður hins vegar trúnaðarmál um langa framtíð þar sem verð til erlendra aðila er ekki gefið upp. Flest bendir þó til þess að það verði að meðaltali undir kostnaðarverði. Þarna virðist því öðru fremur vera gætt hagsmuna útlendinga sem þó er ekki vitað að sitji nema öðrum megin yborðsins. ________________________J Ritstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri og ábm., Benedikt Jóhannesson. Útg.: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Rvík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Internetslóö: http://www.strengur.is/~talnak/ vief95.html, netfang:talnak@strengur.is Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Steindórsprent- Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. Ritiðmáekkiafrita án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.