Vísbending - 07.03.1997, Blaðsíða 1
V
Viku
ISBENDING
rit um viðskipti og efnahagsmál
7. mars 1997
9. tbl. 15. árg.
5,5
Verðbréfamarkaður hefur verið í
örri þróun hér á landi síðasta
áratuginn eða svo. Mikið vatn
hefur runnið til sjávar frá árinu 1985
þegar fyrstu verðbréfasjóðirnir voru
stofnaðir. Verðbréfasjóðirnir marka
upphafið en ýmsir sprotar
höfðu þó áður stungið rót-
um og má þar nefna við-
skipti meðspariskírteiniog
starfsemi eignarleigufyrir-
tækja. Viðskipti með
skuldabréf voru megin-
undirstaða viðskipta á
Verðbréfaþingi Islands í
fjölda ára og mikilvægi
þeirra er enn mikið þótt at-
hyglin beinist mest að
hlutabréfum nú orðið.
Hlutabréfamarkaðurinn
þótti ekki merkilegur í upp-
hafi en honum hefur vaxið
fiskur um hrygg. Eitt hefur
þó þótt vanta á íslenskan
fjármagnsmarkað og það
eru afleiðuviðskipti. Nú er
að verða breyting á þessu.
Afleiður og afleiðingar
Helstu tegundir
Helstu tegundir afleiða eru fram virkir
samningar (e.: forwards), staðlaðir
framvirkir samningar (e.'.futures), viln-
anir (e.: options) og skiptasamningar
I
Vilnun
3 Spáð verðþróun
2,5
0 1 2
Skýringarmynd. Búist er við að verð hlutabréfs lækki úr 5,0 í 4,0 á
tilteknu tímabili. Til er framvirkur samningur á verði 4,2 og hægt er
að kaupa vilnun á verði 4,0.
Afleiður
Afleiður eru samheiti fyrir viðskipta-
samninga þar sem verðmæti þeirra
breytast í hlutfalli við einhverja viðmið-
un. Viðmiðunin getur verið verð á vöru,
oft hrávöru, svo sem gulli, silfri eða
svínakjöti, eða verð á hlutabréfum eða
vísitölu verðbréfamarkaðar. Til eru fjöl-
margar tegundir afleiðna, bæði þær sem
tengjast verði eða vísitölum og einnig
eru til afleiður sem tengjast ýmsum ein-
kennum verðbréfa, svo sem vöxtum.
Þekktasta dæmið um afleiðu eru líklega
peningar en í árdaga voru þeir afleiða
fyrir gull. A þróuðustu afleiðumörkuð-
unurn er verslað með afleiður á eftir-
markaði. Þá eru afleiður staðlaðar og
þær skráðar í kauphöll. Verð þeirra
myndast síðan við framboð og eftir-
spurn. Þannig getur verð afleiðunnar
að einh verju leyti verið frábrugðið reikn-
uðu verðgildi hennar.
(e r.swaps). Með framvirkum samningum
skuldbinda aðilar sig til að eiga viðskipti
með fyrirfram ákveðið magn á ákveðnu
verði á tilteknum degi í framtíðinni. Á
afleiðumörkuðum skiptir sjálft andlagið
ekki máli. Þannig eru t.d. ekki afhentir
3000 grísir á uppgjörsdegi heldur ein-
ungis andvirði þeirra á uppreiknuðu
markaðsverði. Vilnanir eru áþekkar en
þó er sá munur að um er að ræða réttindi
til viðskipta og getur annar aðilinn
ákveðið að nýta þau ekki ef það er honum
hagstætt. Hinn aðilinn er hins vegar
skuldbundinn. Skiptasamningar felast
í því að skipt er á ákveðnum kjörum.
Þannig gætu tveir aðilar sem aðgang
hefðu að mismunandi kjörum lána
ákveðið að greiða vexti hvor annars
þætti þeim það hagstætt. Skiptasamn-
ingar eru algengir í gjaldeyrisviðskipt-
um og einnig eru vaxtaskiptasamningar
mjög algengir. Oftast eru slíkir samn-
ingar sérsniðnir fyrir þau viðskipti sem
að baki liggja.
Dæmi um framvirkan
gj aldeyrissamning
nnflytjandi á að greiða viðskiptaaðila
sínum 100.000Bandaríkjadaliþann 15.
júlí nk. Vegna þess
óróa sem verið hefur
á gjaldeyrismörkuð-
um vill hann tryggja sig
fyrirþví að Bandaríkja-
dalur hækki ekki enn
frekar honum í óhag.
Hann semur við banka
um að þann 15. júlí fái
hann afhenta 100.000
Bandaríkjadali ágeng-
inu 70 kónur og leggur
fram tryggingu fyriri
10% af andvirðinu eða
700.000 krónur. Þessir
fjármunir geta þó verið
í ávöxtun á meðan.
Hækki gengi Banda-
ríkjadals um 10 krónur
þá forðast hann auka-
leg útgjöld sem næmu
1 milljón. Ef gengi
Bandaríkjadals fellur hins vegar og verð-
uróOkrónurþann 15.júlíþarfinnflytjand-
inn samt að greiða 70 krónur fyrir hvern
Bandaríkjadal. Þannig gæti hann tapað
1 milljónkrónaásamningnum.Þettalitla
dæmi skýrir einnig ástæður fyrir því að
svona samningar eru til. Innflytjandinn
vill ekki taka áhættuna af gjaldmiðla-
breytingum og festir þar með gengið .
Hann hyggst hagnast á þeint viðskiptum
sem hann þekkir en losnar við gjald-
miðlaáhættuna. Bankar ganga oftast
þannig frá hlutunum að þeir taki ekki
þátt í áhættunni heldur selja þeir samn-
inginn áfrarn og láta öðrum eftir að taka
hana. Hérlendis taka bankarnir yfirleitt
ekki áhættu afþessum viðskiptum heldur
hafa einungis milligöngu um þau. Sá
aðili sem tekur áhættuna getur dregið úr
henni nteð kaupum á mismunandi samn-
ingum, auk þess sem hann getur keypt
gjaldeyri fyrir það sem samningurinn
kveður á um einhvern tíma áður en að
gjalddaga kernur og ávaxtað hann og
Framhald á síðu 2
1
Afleiðuviðskipti hafa
ekki tíðkast að neinu marki
hér á landi en þó finnast
hér nokkur afbrigði.
2
Ávinningurinn og áhætt-
an íafleiðuviðskiptumeru
atriði sem þarf að huga
vel að áður en fjárfest er.
3
Kaupréttur er nýjung hér
á landi. Landlæknir gerir
athugasemd við grein í 5.
tbl. um aldraða.
4
Eru píramídar í Albaníu
eða voru maðkar í mys-
unni?