Vísbending


Vísbending - 07.03.1997, Blaðsíða 3

Vísbending - 07.03.1997, Blaðsíða 3
ISBENDING Kaupréttur að hlutabréfum Lengi hefur það tíðkast erlendis að hlutafélög sem hyggjast bjóða út nýtt hlutafé gefi út svokallaðan kauprétt (e.: rights) sem sendur er hlut- höfum. Samkvæmt kaupréttinum getur hluthafi keypt hlutabréf að andvirði ein- hverrar fjárhæðar á útboðsdegi. Það sem þó er mest um vert er að hluthafinn getur selt kaupréttinn hyggist hann ekki auka við hlut sinn í útboðinu. Kauprétturinn er því í raun verðbréf sem getur gengið kaupunt og sölu á eftirmarkaði. Sums staðar eru kaupréttir einnig skráðir í kauphöllum og með þá verslað samhliða öðrum verðbréfum. Venjan er sú að hlut- hafar fá betri kjör í útboði en þeir sem á eftir koma. Einnig getur gengisþróun hlutabréfa verið með þeim hætti að verðgildi kaupréttarins aukist. Við út- gáfu kaupréttarins breytist venjulega verð hlutabréfa á markaði og út frá breyttu verði reiknast innra verðgildi kaupréttarins. Dæmið gæti litið svona út: Nafnverð hlutabréfa félagsins er 100 milljónir króna. V erðið á markaði er 1,60 krónur hver einnar krónu hlutur. Nýtt hlutafé að nafnverði 25 milljónir króna er gefið út með útgáfu kaupréttar og er gengi þess 1,20krónurfyrirhverjakrónu nafnverðs. 100 rn.kr. á genginu 1,6 160m.kr. 25 m.kr. á genginu 1,2 30m.kr. 125 m.kr. 190m.kr. Það þýðir að nýtt gengi verður 1,52. Innra verðgildi kaupréttarins er þá 1.52 - 1,2 = 32 aurar fyrir hverja krónu nafn- verðs. Önnur tegund kaupréttar (e.: warrant) er oft gefin út samhliða skulda- bréfaútboðum og er þá hugsuð sem bónus eða til að laða menn til kaupa á skuldabréfum. Kauprétturinn felur í sér réttindi til kaupa á hlutabréfum á fyrir- fram ákveðnu gengi á tilteknum degi í framtíðinni. Á síðasta ári gaf hlutafél- agið Bakkavör hf. út kauprétt í tengslum við skuldabréfaútboð. Munurinn þess- um tveimur tegundum kauprétta felst yfirleitt í tímalengd kaupréttanna auk þess sem ekki er þörf á að gefin séu út ný bréf vegna síðari tegundarinnar. „Aldurinn færist yfir“ Svar við greininni „Aldurinn færist yfir“ sem birtist 7. febrúar 1997. IVísbendingu 7. febrúar 1997 birtist greinin „Aldurinn fœrist yfir“. í greininni er birt spá yfir fjölgun aldraðra fram til ársins 2091 ásamt kostn- aði við hjúkrunar- og ellirými. Tölur um fjölgun aldraðra eru réttar og eins kostn- aður við byggingu vistrýma. Margt er þó athugavert við greinina. „Hver á að borga?“ er fyrirspurn og fyrirsögn. Þá er einnig í greininni talið líklegt að árlegur „kostnaður“ vegna umönnunar aldraðra muni tvöfaldast á næstu áratugum og hljóðlausar stunur heyrast yfir því að ekki sé líklegt að aldraðir verði „uppspretta mikilla tekna fyrir hið opinbera". ár. Jafnframt hefði hann getað nefnt til hvers þessir skattar fóru, meðal annars menntunar hans o.tl. Nei, þess í stað skilurhann þáeldri eftirílok greinarinnar sem ölmusuþega. Um úrræði aldraðra! Greinarhöfundur virðist sjá flesta 67 ára og eldri á elli- og hjúkrunar- heimilum eða búandi í heimahúsum með heimilishjálp. Til að hressa upp á þekk- ingu greinarhöfundar skal bent á eftir- farandi: Úr gögnum Hjartaverndar, sem staðið hefur fyrir hóprannsókn frá 1967 á höfuðborgarsvæðinu og víðar um Tafla 1. Fjöldi karla og kvenna er stundaði vinnu 1985-1991 Konur Karlar Fjöldi 60-69 ára 1.334 70-81 árs 819 60-69 ára 1.077 70-79 ára 501 30-39 klst/viku 33,4% 32,7% 11,7% 9,4% 40-49 37,5% 14,8% 49,1% 21,0% >50 9,4% 2,1% 27,6% 6,2% er að konur verji 20-25 klukkustundum á viku í slík störf. í þjóðhagsreikningum er ekki gert ráð fyrir tekjum af heimilis- störfum. Urn 30% kvenna á aldrinum 80-89 ára stunda létta vinnu utan heimilis. Á landsbyggðinni er fólk virkara. Af þessu má sjá að staðhæfing greinar- höfundar um að „ekki er líklegt að aldraðir verði uppspretta mikilla tekna fyrir hið opinbera “ er marklaus skrifborðsframleiðsla. Aldraðir hafa greitt fyrir sig og vel það. Flestir sjá um sig. Ólafur Ólafsson, landlæknir ------♦-----♦----♦------- Vandlætingartónn / Ivandlætingartón er spurt: „Hver á að borga?“ Ekki dettur greinarhöf- undi í hug að eldra fólk hafi þegar borgað fyrir sig. Eða hvert fóru skattar þeirra? Ekki erúr vegi aðjafn talnaglöggur grein- arhöfundur, hefði minnst á upphæð þeirra skatta er eldra fólkið hefur þegar greitt til þarfa samfélagsins og meðal annars greitt fyrir mikla uppbyggingu heilbrigðisþjónustu hér á landi sl. 30-40 land, má lesa um vinnutíma þeirra er mættu í skoðun (þátttaka 70%). Sjá töflu. Ennfremur kemur í ljós að marktæk breyt- ing hefur orðið á heilsufari eldra fólks, til hins betra, á sl. 15-20 árum með tilliti til hjarta-, æða- og lungnasjúkdóma.Fólk er mun hressara en áður. (Ó. Ólafsson: Samantekt á félagslæknisfræðilegum þáttum í rannsókn Hjartaverndar 1967-1987.) Milli 25-34% kvenna og 34% karla stunda reglulegar líkamsæfingar dag- lega. Heimilisstörf eru talin með en talið Frá ritstjóra Samkvæmt könnun Þjóðhagsstofnunar sem ber lieitið „Tekjur, eignir ug dreifing þcirra árin 1994 og 1995“ voru meðalat- vinnutekjur fólks á aldrinum yfir sjötugu 512 þúsund krónur á ári. Fjöldi þeirra sem höfðu atvinnutekjur voru 2.189 eða um 10,5% af heildarfjölda fólks yfir sjötugu í árslok 1995. Af þessu má ráða að rtkissjóður muni ekki sækja miklar skatttekjur af öldruðum. 1 greininni er því haldið fram að kostnaður við þjónustu aldraðra muni tvöfaldast í takt við fjölgun aldraðra. Ekki er vikið einu orði að því að höfundur telji flesta aldraða dveljast á elli- og hjúkrunarheimilum eða búandi í heimahús- um með heimilishjálp. Hins vegar ályktar höfundur greinarinnar að hlutfall þeirra sem nýta sér þessa þjónustu muni ekki minnka í framtíðinni. Það er vissulega ánægjulegt að fólk sé mun hressara en áður en það breytir því þó ekki að mun stærri hópur en nú mun ná hærri aldri og það fólk sem nær hæstum aldri þarf að jafnaði mun rneiri þjónustu en hinir sem yngri eru. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.