Vísbending


Vísbending - 07.03.1997, Blaðsíða 4

Vísbending - 07.03.1997, Blaðsíða 4
ISBENDING Hagtölur Gj aldey rismarkaðir Miklar hræringar hafa verið á gjald- eyrismörkuðum heimsins á und- anförnum mánuðum. Sú þróun sem h vað mesta athygli vekur er þróun þýska marksins en staða þess gagnvart Banda- ríkjadal hefur veikst mjög. A síðustu fjórum mánuðum hefur staða marksins gagnvart dal veikst um 13% en staða þess gagnvart japönsku jeni hefur rýrn- að um 6% á sama tíma. Staða marksins gagnvart bresku pundi rýrnaði um 10% á síðustu fjórum mánuðum. Japanska jenið hefur á sama tíma veikst gagnvart Bandaríkjadal um 6,7% eins og við var að búast. Ástæður þessarar miklu breytingar á verðgildi þýska marksins eru litlar vonir um efnahagsbata í Þýskalandi, auk þess sem atvinnuleysi er þar yfir 12% en það er það mesta frá því á dögum Weimar- lýðveldisins. Bandaríkjadalurhefur ver- ið að styrkja sig verulega enda hefur vöxtur í bandarísku efnahagslífi verið góður. Heimitdir: Gjaldeyrismál og Financial Times \_____________________________) f \ Vísbendingin Aðalfundir hlutafélaga eru nýhafnir og eru hluthafar hvattir til að mæta og taka virkan þátt í þeim. Þótt aðalfundir hafi gjarnan verið einhvers konar „já og amen“ -samkomur er engin ástæða til að svo sé. Hluthafar eru eigendur fyrir- tækjanna og stjórnendur eiga að reka þau með hagsmuni eigenda að leiðar- Íjósi. Sjálfsagt er að gagnrýna þegar ekki er vel staðið að hlutum en jafnsjálf- sagt er að hrósa þegar vel er gert. Einnig má njóta veitinganna sem yfirleitt er boð- ið upp á. Hjá sumum hlutafélögum er jafnvel boðið upp á léttar vínveitingar. V_____________________________) Píramídamir í Albaníu Mikil ólga er í Albaníu í kjölfar hruns svokallaðra píramída- fjárfestinga sem mikill fjöldi fólks hafði tekið þátt í. í Albaníu, sem er talið fátækasta landið í Evrópu, er starf- semi frjáls fjármálamarkaðar nýjung og hefurþað gefið fjárglæframönnum tæki- færi til að svíkja verulegar fjárhæðir út úr auðtrúa almenningi. Talið er að flest- allir Albanar hafi tekið þátt í píramídafj ár- festingum og er álitið að fjárglæframenn- irnir hafi haft jafnvirði eins milljarðs Bandaríkjadala upp úr krafsinu. Sú fjárhæðjafngildir um þriðjungi af lands- framleiðslu Albaníu. En hvers konar íjárfestingar eru þetta? Píramídafj árfestingar Píramídafjárfestingar eru ekki ósvip- aðar keðjubréfum. Fjárglæframenn- irnir setja auglýsingu í fjölmiðla þar sem þeir lofa ævintýralegri ávöxtun fjár- muna. Þeir segjast fjárfesta féð í ýmissi óhefðbundinni starfsemi sem skili veru- legum arði. Síðan er hluti fjármunanna notaður til að greiða út mánaðarlega vexti til þeirra sem gerast þátttakendur og þannig er byggt upp traust á fjárfest- ingunni. Smám saman spyrst þetta út og fólk streymir að. Fjármunirnir sem streyma inn eru ekki notaðir nema að litlu leyti í vexti og á endanum stinga svo höfuðpaurarnir af með megnið af fjármununum. Eftir situr fólk með sárt ennið, sumir búnir að selja allt sitt til að hagnast og aðrir búnir að taka lán sem þeir hugðust greiða niður með vöxtun- um og græða verulega á tiltækinu. Þeir sem voru fyrstir til að ginnast fá hugs- anlega eitthvað af fjármunum sínum til baka vegna þeirra vaxta sem greiddir hafa verið en yfirleitt varir þessi starf- semi það skamman tíma að jafnvel þeir fyrstu ná ekki að endurheimta allt sitt fé. í Albaníu voru fjölmörg fyrirtæki sem stóðu í þessari starfsemi og með aukinni samkeppni hækkuðu þeir vextir sem fólki var lofað verulega. Rétt áður en spila- borgirnar hrundu var lofað allt að 10% vöxtum á mánuði en verðbólga í Albaníu var aðeins 6% á síðasta ári. Albanía var það vanþróað land að ekki var fyrir hendi þekking eða það löggjafarvald sem nægði til að stöðva þessa starfsemi áður en verulegur skaði hlaust af. Nú hefur stjórnin hrökklast frá völdum og skálm- öld ríkir í hluta landsins. Fólki hefur verið lofað endurgreiðslu en þar sem megnið af fjármununum erkomið úr landi eróvíst um efndir. Heimild: Financial Times f \ Aðrir sálmar Vinsældir oggæði að er eðlilegt að fólk hafi skoðun á fyrirtækjum sem eru áberandi í þjóð- lífinu. Þeir sem fylgjast með viðskiptum sjá þó fljótt að það eru ekki endilega þau fyrirtæki sem best ganga sem eru vin- sælust meðal almennings. Þar ráða önn- ur sjónarmið, t.d. er það áberandi að fyrirtæki sem hafa litríka og vinsæla stjórnendur hafa verið ofarlega á blaði hjá almenningi, þrátt fyrir að á ýmsu hafi gengið í rekstri. Á árum áður var viðhorf í garð þeirra fyrirtækja sem græddu afar neikvætt. Sem betur fer hefur þetta sjón- armið breyst, liklega vegna þess að eftir að verðbólga varð lítil var ekki lengur hægt að færa verðmæti úr peningastofn- unum (þ.e. frá almenningi) til fyrirtækj- anna án þess að nokkur yrði þess var. Mikil gjaldþrot og meiri fjárfestingar al- mennings í fyrirtækjum hafa aukið skiln- ing á því hve mikilvægt er að reksturinn gangi vel. Sumir stjórnmálamenn og aðr- ir áhrifamenn, til dæmis nokkrir fjölmiðla- menn og verkalýðsforingjar, hafa lagt í vana sinn að ráðast á vel rekin fyrirtæki. Samt virðist flest fólk vera jákvætt í garð fyrirtækja almennt. í nýbirtri skoðanakönnun Frjálsrar versl- unar nefnir einn af hverjum ellefu það að hann hafi neikvætt viðhorf til Eim- skipafélagsins. Illa er þar komið fyrir óskabarni þjóðarinnar sem er enn þann dag í dag það hlutafélag sem flestir eiga í, fyrirtæki sem hefur skilað betri rekstr- arniðurstöðu en flest önnur fyrirtæki ár eftir ár, hluthöfum góðri ávöxtun og drjúgum skatttekjum til ríkissjóðs. Nei- kvæðni í garð fyrirtækisins er væntan- lega fyrst og fremst sprottin af því að það hefur lagt mikið fé í fjárfestingar í atvinnulífi, nú síðast með kaupum á hlutabréfum í UA. Því miður er umræða ekki enn komin á það stig hérlendis að fjölmiðlareðaalmenningurskynjiaðein- mitt slíkar fjárfestingar eru grunnur að blómlegu atvinnulífi. Fyrir nokkrum ár- um birti Morgunblaðið „úttekt" sem átti að sýna að stjórnendur Eimskips hefðu farið illa að ráði sínu með hlutabréfa- kaupum. Af einhverjum ástæðum hefur blaðið ekki endurtekið útreikninga sína nú þegar verð hlutabréfa hefur stór- hækkað. Þannig geta jafnvel vandaðir fjölmiðlar sokkið í gryfju fordóma. vj_______________ ________________y Ritstjórn: Tómas Öm Kristinsson ritstjóri og ábm., Benedikt Jóhannesson. Útg.: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Rvík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Internetslóð:http://www.strengur.is~talnak/ vief95.html,netfang:talnak@strengur.is Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskól- ans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700eintök. Öll réttindi áskilin. Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.