Vísbending


Vísbending - 07.03.1997, Blaðsíða 2

Vísbending - 07.03.1997, Blaðsíða 2
Framhald af forsíðu þannig náð þeirri upphæð sem til þarf. Sá sem stundar gjaldeyrisspákaup- mennsku hefur yfirleitt betri aðstöðu til slíks en innflytjandinn og að auki getur slíkur samningur dregið úr áhættu fyrir þennan aðila ef snögg niðursveifla verður á gengi viðkomandi gjaldmiðils. Hægt er að byggja upp dágóða vogun (e.: leverage) með notkun slíkra samn- inga en á þeim mörkuðum þar sem þeir eru algengastir eru staðlaðir framvirkir samningar yfirleitt gerðir upp daglega og krafist tryggingar fy rir uppgjöri. Fyrir staðlaða samninga er einnig stundum krafist þóknunar en oft er hún reiknuð inn í verð þeirra. Vogunin byggist á því að sá sem gerir samninginn þarf ekki að leggja út nema hluta andvirðisins í upp- hafi. T.d. væri hægt að gera þriggja mán- aða framvirkan samning fyrir 100 millj- ónir króna og leggja fram 3% eða 3 millj- ónir. Ef 1 % verðhækkun verður á and- virði samningsins þá er það 1 milljón króna sem er 33,3% ávöxtun á þremur mánuðum. Á sama hátt verður tapið meira verði lækkun á gengi. Vilnanir eru flóknari Vilnanireru íviðflóknari enframvirkir samningar. Aðilar gera samning um viðskipti á tilteknum degi í framtíðinni um ákveðið magn á föstu verði. Sá aðili sem kaupir vilnun getur kosið að láta vilnunina renna út án þess að notfæra sér hana. Það sem hann þá tapar er þókn- unin en hún er yfirleitt hærri en í stöðl- uðum framvirkum samningum. Dæmi um þetta er eftirfarandi: A gerir vilnunar- samning við B um að A geti keypt hluta- bréf að nafnverði 1 milljón í fyrirtæki X á genginu 4,0 eftir 3 mánuði. A greiðir 5% þóknun og B fær í hendurnar 200.000 krónur við undirskrift. Ef gengið á hluta- bréfum X er undir 4,0 eftir 3 mánuði þá notfærir A sér ekki vilnunina heldur kaupir bréfin beint á markaði. Sé gengið hins vegar yfir 4,2 þá hagnast hann af viðskiptunum. Við lok samnings getur A hugsanlega selt vilnunarsamninginn og þarf þá ekki að leggja út fyrir samn- ingnum en fær samt ágóðann. Ef gengi hlutabréfa X er 4,8 í lok samnings og A selur vilnunarsamninginn þá fær hann nettóhagnað 800.000- 200.000 eða 200% ávöxtun á þremur mánuðum. Nú kunna einhverjir að hugsa sem svo, af hverju ætti aðili B að standa í svona? Er hann ekki að tapa á hvorn veginn sem fer? Svarið er ekki einfalt. Ástæðan fyrir því að aðili B gerir svona samning er sama ástæða og er fyrir rekstri tryggingarfél- aga. Hægt er að reikna út hverjar líkur eru á að vilnun verði ekki nýtt. Einnig hefur þóknunin áhrif. Almennt séð er vilnunin verðlögð í samræmi við mark- aðsaðstæður. Ef vilnunin er ekki nýtt þá fær hann aukaávöxtun á óhreyft fé. Því ekki er þar með sagt að hann hyggist selja hlutabréfin. Ef B býst við því að verð fari lækkandi eða standi í stað, þá hagnast hann um þóknunina. Verðið má fara upp um 5% miðað við viðmiðun- arverð án þess að hann tapi á viðskipt- unum. Aukaávöxtunin á þremur mán- uðum jafnast á við 20% ávöxtun á árs- grundvelli og sem bónus þá er það ekki slæmt. Skiptasamningar Með skiptasamningum geta tveir aðilar náð markmiðum sínum hafi þeir mismunandi aðstæður eða viðhorf til vaxta- eða gjaldeyrisþróunar. Þannig gæti aðili sem einungis ætti kost á láni í erlendum gjaldeyri en hefði tekjur í innlendri mynt skipt við aðila sem ekki ætti kost á láni í erlendum gjaldeyri en fengi tekjur sínar í honum. Á tæki lán í erlendri mynt og B tæki lán í innlendri mynt. Þessir aðilar gera síðan samning sín á milli um að A greiði vexti og afborganir áf láni því sem B tók og öfugt. Þannig ná báðir aðilar kjörstöðu og eru ekki að taka gjaldeyrisáhættu sem þeir ekki kæra sig um. Áhætta af afleiðum Mikil umfjöllun hefur verið um áhættu af afleiðuviðskiptum, sér- staklega í kjölfar hruns Baringsbankans og gjaldþrots Orange-sýslu í Kaliforníu íBandaríkjunumáárunum 1994 og 1995. í báðum þessara til vika var um sviksam- legt athæfi að ræða og hefur afleiðum verið kennt um þótt sennilega ætti frem- ur að kenna um græðgi og óheiðarleika þeirra sem að viðskiptum stóðu og fá- kunnáttu þeirra sem áttu að hafa eftirlit með viðkomandi starfsmönnum. Við- skipti með afleiður hafa átt sér stað í áratugi en skilningur á áhættunni hefur ekki alltaf verið nægur. Tiltölulegaeinfalt er að skilja áhættuna af einstökum af- leiðum en samkrull nokkurra tegunda flækir málið verulega, að ekki sé talað um það þegar notaðar eru margar teg- undir afleiðuviðskipta á sömu viðmið- anir sem liggja til grundvallar. Nærri úti- lokað er fyrir stærstu bankastofnanir heimsins að meta heildaráhættu af af- leiðuviðskiptum vegna þess hve mikil viðskiptin eru og ólík. Fyrir hina sem eiga aðeins viðskipti með eina eða tvær tegundir afleiða er áhættumat hins veg- ar vel framkvæmanlegt. Með faglegum vinnubrögðum þar sem áhættan er skil- greind og vel gengið frá öl lum lagalegum hnútum er hægt að minnka áhættuna til muna.Til að draga úr áhættu er hyggilegt að fá verðbréfafyrirtæki eða banka sem þekkja afleiðuviðskipti til að annast milligöngu. Tvenns konar ávinningur hlýst af því, talsverð þekking er til staðar hjá þessum aðilum og þeir hafa trygg- ingu fyrir mistökum sem starfsmönnum kunna að verða á. ISBENDING ✓ Avinningur af afleiðum Afleiður eru tæki sem hægt er að nota með góðum árangri við að tryggja ávinning sem unnist hefur í viðskiptum með verðbréf. Þannig getur aðili sem þarf á fé að halda á ákveðnum tíma í framtíðinni tryggt það að þeir fjármunir verði til staðar þótt markaðshreyfingar kunni að vera honum andstæðar. Af- leiður, svo sem skiptasamningar, geta einnig liðkað um fyrir öðrum viðskiptum eins og dæmið að framan skýrði. Með notkun afleiðna og vogun er oft hægt að hagnast vel af lágum fjárhæðum en áhættan er nokkur. Afleiðumarkaðir Víðast hvar í hinum þróaðri löndum hafa verið settir á fót sérstakir mark- aðir með afleiður. Nokkrir slíkir markaðir eru í Bandaríkjunum og er verslað með hrávöru og verðbréf á sumum þeirra. Víðast hvar í Evrópu eru mikil aileiðu- viðskipti. í Svíþjóð er einkafyrirtækið Options Marknaden (OM) allumsvifa- mikið og rekur það eftirmarkað með staðl- aðar afleiður í Stokkhólmi og starfrækir í félagi við aðra aðila sams konar markaði í London, Osló og Helsinki. Þetta fyrir- tæki er einnig stærsti hluthafinn í kaup- höllinni í Stokkhólmi og einhverjarþreif- ingar hafa verið um sameiningu þessara fyrirtækja. Nauðsynlegt skilyrði fyrir virkum afleiðumarkaði eru að til sé virkur markaður með þá vöru eða verðbréf sem verð afleiðunnar tekur mið af. Helst er hægt að tryggja virkan markað með mik- illi veltu og traustri lagalegri umgjörð um hann. Hér á landi skortir helst á að velta á verðbréfamarkaði sé nægjanlega mikil til að standa undir afleiðumarkaði. Þekking á afleiðum og notkun þeirra er mikilvæg og er hún smám saman að verða til hér á landi. Bæði hafa komið til starfa hjá innlendum verðbréfafyrirtækj- um menn sem hafa unnið við slíka mark- aði erlendis og einnig hefur myndast þekking hjá fjárfestum við varkára notk- un þessara tækja. Milliganga um viðskipti Verðbréfafyrirtæki og bankar eru þeir sem helst hafa milligöngu um af- leiðusamninga. Þar sem áhætta getur verið nokkur í afleiðuviðskiptum er ó- hyggilegt að taka þátt í slíkum viðskipt- um nema slíkir aðilar komi að málum. Þessir aðilar eiga að hafa fagmönnum á að skipa, auk þess sem þeir bera ábyrgð á vinnubrögðum sínum og þurfa að kaupa tryggingu fyrir mistökum sem starfsmönnum kunna að verða á. Verð- bréfafyrirtækin og bankarnir hér á landi hafa flest reynslu af notkun afleiðna. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.