Vísbending - 22.08.1997, Side 3
ISBENDING
Hvað gerum við vel og hvað illa?
Þórður Friðjónsson
hagfræðingur
Það getur verið gagnlegt að velta fyrir
sér stöðu efnahagsmála hér á landi
í alþjóðlegu ljósi. Þetta má auðvit-
að gera með ýmsum hætti. Hér er valin sú
leið að líta á árangur okkar á nokkrum
mikilvægum sviðum efnahagslífsins og
bera hann saman við árangur annarra
þjóða sem hafa gott vald á efnahagsmál-
um sínum. Tilgangurinn er að draga fram
í dagsljósið helstu veikleika og styrkleika
í íslenskum þjóðarbúskap.
Aðferðin byggist á því að velja nokkrar
veigamiklar hagstærðir og meta hvort
árangur okkar á umræddum sviðum er yfir
meðallagi, nálægt meðallagi eða undir
meðallagi í samanburði við aðrar þjóðir.
Þetta er því gróf teikning, eins konar skissa
af því sem við gerum vel og illa miðað við
aðra. Hægt er að nota líkingu við umferð-
arljós til að leggja áherslu á niðurstöðumar.
Þannig táknar græna ljósið góðan árangur,
gulaljósiðmiðlungsárangurograuðaljósið
lélegan árangur.
Sömu aðferð mætti reyndar einnig nota
til að greina aðra málaflokka og jafnvel
þjóðfélagið í heild. Þetta gæti verið fróð-
legt viðfangsefni. H vernig kæmi til dæm-
is menntakerfið út? Eða umhverfismál
og velferðarmál? Hér verður hins vegar
látið nægja að skoða efnahagsmálin.
Gott atvinnuástand og
lífskjör í hæsta flokki
Niðurstöðurnar eru dregnar saman á
myndinni hér til hliðar. Á grænu ljósi
neðst á myndinni, er að finna þrjá mála-
flokka: atvinnuástand, hagvöxt og lífs-
kjör. Varla er umdeilt að á þessum sviðum
höfum við náð góðum árangri. Atvinnu-
ástand er betra en víðast hvar samanber
tölur um atvinnuleysi hér og annars stað-
ar, hagvöxtur hefur verið meiri en að með-
altali í iðnríkjunum að undanfömu og lífs-
kjöreru með því besta sem þekkist íheim-
inum.
Að því er varðar lífskjörin kunna að vfsu
að vera skiptar skoðanir. Sumir benda
vafalítið á að þau byggist á mikilli vinnu
og fyrir vikið sé ekki einhlítt að þau séu
betri en í flestum öðrum löndum. Því
verður þó ekki á móti mælt að neysla,
framleiðsla og þjóðartekjur á mann eru
miklar. Á þessa mælikvarða erum við tví-
mælalaust í fremstu röð og vilji virðist
vera fyrir hendi til að leggja það á sig sem
þarf til að hafa úr jafnmiklu að spila og
landsmenn hafa. I öðrum löndum eru
tækifærin til tekjuöflunar oft ekki einu
sinni í boði. Þegar öllu er til haga haldið
verða lífskjörin því að teljast góð þótt
þau byggist að hluta á mikilli vinnu.
Verðbólga og ríkisfjármál
í meðallagi
Eins og við er að búast erum við nálægt
meðaltali á ýmsum sviðum (sjá
mynd). Þetta á meðal annars við um verð-
bólguna og einnig opinber fjármál þegar
á þau er litið í heild.
Verðbólgan hefur ekki verið vandamál hér
á landi undanfarin ár; hún hefur verið á
bilinu 1 -3% og talið er líklegt að svo verði
1
Skipulag hagkerfisins
Vextir
Erlendar skuldir
Opinber rekstur
r
áfram á næstu misserum. Verðbólga á
þessu bili er ekki áhyggjuefni. Til saman-
burðar er verðbólgan í aðildarríkjum
OECD 1,8% að meðaltali ef undan eru
skilin ríki með meiri verðbólgu en 10%.
Vísbendingar urn stöðu opinberra fjár-
mála í s vona samanburði eru nokkuð mis-
vísandi. Þannig eru heildarskuldir hins
opinbera fremur litlar en á móti vegur að
nettóskuldireru töluverðarog samsetning
skuldanna í i nnlendar og erlendar er óhag-
stæð. Afkoman er nokkuð góð en upp-
sveiflan á þar þó stóran hlut að máli. Um-
svif hins opinbera miðað við tekjur og
útgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu
eru svipuð og að meðaltali í OECD ríkj-
unum. I því sambandi er þó rétt að benda
á að íslenska þjóðin er ung (lágur meðal-
aldur) og atvinnuley si er lítið og fyrir vik-
ið eru tilfærslur frá hinu opinbera til
heimila minni en í ílestum þróuðum ríkj-
um. Samneyslan er hins vegar mikil,
báknið er stórt og dýrt, ekki síst þegar
tillit er tekið til þess að kostnaður við
varnir landsins er lítill.
Að öllu þessu athuguðu er hér komist að
þeirri niðurstöðu að staða hins opinbera á
Islandi sé nálægt meðallagi miðað við þær
þjóðir sem við berurn okkur saman við.
Skipulag hagkerfisins og
fjármál fá lága einkunn
Efst á myndinni, þar sem rauða Ijósið
er venjulega, er að finna þau svið þar
sem við stöndum öðrum að baki. Þessi
svið varða einkum skipulag hagkerfisins
og fjármál í víðum skilningi.
Enginn vafi er á því að margt má bæta í
skipulagi hagkerfisins. Islenskahagkerfið
er einfaldlega skemmra á veg komið í
þróun markaðsbúskapar en önnur vest-
ræn hagkerfi, þótt margt hafi breyst til
hins betra í þeim efnum á síðustu árum.
Til marks um þetta er meiri ríkiseign og
opinber afskipti af atvinnulífi en tíðkast
annars staðar, s.s. á sviði fjármála, orku-
mála, fjarskipta og í fleiri greinum, sem
falið hefur í sér ófullnægjandi samkeppni,
vafasamar fjárfestingar oft á tíðum og
óhagkvæman rekstur. Okkur hefur sem
sagt ekki verið jafnlagið og öðrum að
virkja markaðsöflin í þágu efnahagslegra
framfara.
Eins og fram kom hér á undan virðist
skipulag hins opinbera einnig vera óhag-
kvæmt. I því sambandi má meðal annars
benda á að samneysla er hærra hlutfall af
landsframleiðslu en í flestum öðrum rfkj-
um OECD. Þetta er stundum skýrt með
fámenni en það er hæpin kenning, meðal
annars fyrir þær sakir að samneyslan
virðist fyrst og fremst Itafa farið úr
böndum á síðustu tuttugu árum eða svo.
Jafnframt eru útgjöld til varna landsins
miklu rninni en annars staðar. Það má því
færa veigamikil rök fyrir nauðsyn þess
að endurskoða tilhögun opinbers rekstrar
hér á landi með aukna skilvirkni og
„down-sizing“ að leiðarljósi.
Ráðstöfunartekjur eru hér nefndar til að
minna á að þótt þær séu miklar á mann í
heild eru þær tiltölulega litlar á vinnu-
stund.
Fyrirutan skipulagsmálinhefureinhvem
Framhald á síðu 4
3