Vísbending


Vísbending - 22.08.1997, Side 4

Vísbending - 22.08.1997, Side 4
V ISBENDING Framhald af síðu 2 landsframleiðslu á móti röskum þriðj ungi á Madagaskar. Máritíus tekur við næstum 1 milljón ferðamanna á ári borið saman við um 50 þúsund á Madagaskar. Bæði löndin þykja ákjósanleg ferðamanna- lönd, ekki síztfyrirnáttúrufegurðog fjöl- breytni, en lélegt stjórnarfar á Madagask- ar hefur haldið aftur af mannaferðum þangað. ■ Hvort landið ætli sendi fleiri stúlkur í barnaskóla? Enn er svarið Máritíus. Þar ganga allar stúlkur í barnaskóla á móti 72% stúlkna á Madagaskar. Þetta skiptir máli, því að góð menntun stúlkna er for- senda hagvaxtar í fátækum löndum og eykur langlífi. Meiri skólaganga helzt í hendur við minni landbúnað. • Hvort landið ætli laði til sín meiri erlenda fjárfestingu? Máritíus. Munurinn er þó ekki mikill: 0,4% af landsframleiðslu á Máritíus 1995 á móti 0,3% á Madagaskar. Þetta er snöggur blettur á Máritíus. • I hvoru landinu ætli útlán bankakerfisins til einkafyrirtækja séu meiri? Máritíus! Utlán til einkarekstrar námu 48% af landsframleiðslu á Máritíus 1995 á móti 11% á Madagaskar. A Máritíus stóðu einkafyrirtæki á bak við 62% af fjárfest- ingu árið 1994 á móti 53% áMadagaskar. Lögmálið er eitt ennan samanburð má ekki taka allt of bókstaflega, enda getur verið erfitt að greina orsök frá afleiðingu í sumu af því, sem sagt hefur verið að framan. Auk þess má ekki gera of mikið úr markaðs- búskapnum á Máritíus, því að hann hefur ekki verið til fyrirmyndar að öllu leyti. Samanburðinum er aðeins ætlað að sýna, að ýmsir helztu gangráðar hagþróunar úti í heimi—erlend viðskipti, fjárfesting, menntun o.s.frv.—virðastengu síður vera að verki úti fyrir Afríkuströndum en hér heima og annars staðar. Lögmálið er eitt. -*---------♦--------- Vísbendingin Fyrir áhugamenn um tölfræðileg gögn sem varða hagfræði er hægt að benda á þrjár slóðir á Internetinu. Ein slík er slóð Efnahags- og framfarastofnunarinn- ar (OECD) sem hefur slóðina: http://www.oecd.org. Önnur slóð er hjá Alþjóðabankanum en sú slóð er rík af tölulegum upplýsingum. http://www.imf.org. Enn ein áhugaverð upplýsingalind leynist á slóð Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Þar er t.d. mat á því hversu margir Islendingar teljast hæfir til herþjónustu! Slóðin hjá Leyniþjónustunni er: LEYNILEG V______________________________J Framhald afsíðu 3 veginn flest sem snýr að fj ármálum vafist fyrir okkur í gegnum tíðina. Þar er fátt um fína drætti. Þannig eru erlendar skuldirþjóðarinnarmiklar, viðskiptahalli hefur verið landlægur og vextir eru hærri en annars staðar. Rétt er þó að nefna tvo ljósa punkta: annars vegar hefur tekist vel til ílífeyrismálum áalmennum mark- aði og hins vegar hefur að undanförnu verið unnið ötullega að umbótum á fjár- málakerfinu. Því fer ekki á milli mála að það miðar í rétta átt á þessu sviði. Hvaða lærdóm má draga af þessum samanburði? Eins og gefur að skilja eru ýmis álitamál f svona samanburði. Líklega kæmust engir tveir hagfræðingar að ná- kvæmlega sömu niðurstöðum um hvaða hagstærða ætti helst að líta til og hvaða einkunn ætti að gefa fyrir árangur áhverju sviði. Engu að síður er ekki ósennilegt að greina mætti svipaða megindrætti í hugmyndum flestra hagfræðinga í þess- um efnum. Þannig er deginum Ijósara að atvinnuástand og lífskjör eru góð hér á landi og skipulag hagkerfisins er um margt vanþróað í samanburði við önnur hagsældarríki. Til stuðnings þessum niðurstöðum má vísatil skýrslnaalþjóðaefnahagsstofnana og ýmissa sérfræðinga. Skýrslur alþjóða- efnahagstofnana, s.s. OECD og Alþjóða- bankans, sýna að landsframleiðsla á mann, einkaneysla á mann, bílafjöldi, húsnæði og fleira er að jafnaði í góðu meðallagimiðaðviðaðrarefnaðarþjóðir. A hinn bóginn sýna ýmsar samanburðar- athuganir á gerð hagkerfa að skipulag íslenskra efnahagsmála er ekki vel til þess fallið að örva framleiðni og skilvirkni. Til marks um þetta eru athuganir stofnan- anna World Economic Forum og Inter- national Institute for Management De- velopment. Sömu vísbendingar gefa svo- nefndar vísitölur efnahagslegs frjálsræðis samanber nýlega bók: Economic Free- dom of the World 1975-1995. Meginlín- urnar virðast því vera nokkuð skýrar. En hvaða lærdóm getum við dregið af svona greiningu? Hvaða gagn má hafa af þessum vangaveltum? Skilaboðin eru skýr um hverjir eru helstu veikleikar íslenska hagkerfísins og jafnframt að þeir em þess eðlis að það er á okkar valdi að gera úrbæt- ur, því þá má rekja til þess að við höfum einfaldlega ekki búið hagkerfið nægilega vel úr garði. Með því að efla markaðsbú- skap og samkeppni, endurskoða rekstur hins opinberaog afskipti þess af atvinnulífi má áreiðanlega stuðla að aukinni fram- leiðni og afköstum í efnahagslífinu. Reynsla annarra þjóða bendir eindregið til að skipulagsbreytingar af þessu tagi geti skilað miklum árangri. Með slíkum um- bótum gæti ísland styrkt stöðu sína í al- þjóðlegu samhengi og bætt lífskjörin. Aðrir sálmar Fjórða valdið / Igreinargerð ArnarsJenssonarlögreglu- manns sem birtist í Morgunblaðinu þann 19. þ.m. nefnir hann að fjölmiðlar séu fjórða valdið í því stjórnkerfi sem við búum við og að orðið „bananalýðveldi“ geti átt við þegar réttarfarinu hér sé lýst. Því er ekki að neita að áhrifamáttur fjöl- miðla er mikill. Líta má á frjálsa fjölmiðl- un sem einn af hornsteinum lýðræðisins þar sem fjölmiðlar endurspegla álit al- mennings og veita með því stjómvöldunr aðhald. Hvort fjölmiðlar hafa völd er hins vegar umdeilanlegt. Ahrifamáttur fjöl- miðla er reyndar misjafnlega mikill. Fjöl- miðlar geta nefnilega dæmt sig úr leik ef þeir bregðast trausti almennings. Þótt slá- andi fyrirsagnir eða áhrifamiklar auglýs- ingar fangi athygli almennings þá leikur ekki nokkur vafi á því að ef uppslátturinn er ekki á rökum reistur þá er næstu „stór- fréttum“ tekið með fyrirvara og fólk er lil- tölulega fljótt að missa áhugann á þeim sem slíkt stunda. Aðhaldið sem fjölmiðlar veita hér á landi er mjög mikilvægt ekki síst vegna þess að skilin á milli löggjafa- valds og framkvæmdarvalds eru ekki sköip. Reynslan hefur kennt að ekki er alltaf hollt að hlaupa ti I um leið og ný tíðindi berast heldur er stundum betra að bíða af sér fyrstu hryðjurnar og meta síðan á hlut- lausan hátt hvort ástæða er til aðgerða. Orðið „bananalýðveldi" á vart við hér á landi ámeðan fjölmiðlareru óháðirstjórn- völdum og ekki allir í eigu sömu aðila. Há dú jú læk Æsland? að vekur athygli að frægir menn fá ekki að koma til Islands í frí óáreittir af fjölmiðlum. Nú síðast var sonur Kennedys Bandan'kjaforseta hér á landi og Morgun- blaðið birtir fréttir af því að hann hafi borð- að hafragraut. Sumt fólk er athyglissjúkt, en nú kom frant að Kennedy óskaði sér- staklega eftir því að koma ekki fram í fjöl- miðlurn. Hvers vegna kýs Morgunblaðið að birta samt langar greinar, dag eftir dag, afforsetasyninum.Getaffægirútlendingar aldrei fengið fríhér á landi? Er þetta vegna minnimáttarkenndaríslendinga?Væriþað ekki heppilegt ef landið yrði athvarf þeirra sem vilja komast út úr fjölmiðlaglaumn- um? Þarf ferðaþjónustan ekki lika að sýna viðskiptavinum trúnað, eða má sífellt senda ^fréttaskot um ferðir frægs fólks?_, Ritstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri og ábm., Benedikt Jóhannesson. Útg.: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Rvík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Internetslóð:http://www.strengur.is~talnak/ vief95.html,netfang:talnak@strengur.is Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskól- ans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.