Vísbending


Vísbending - 15.01.1999, Blaðsíða 2

Vísbending - 15.01.1999, Blaðsíða 2
ISBENDING Orkan í góðærinu Þóröur Friðjónsson hagfræðingur Skemmst er frá því að segj a að mikið góðæri hefur ríkt í þjóðarbúskapn- um undanfarin ár. Þannig var hag- vöxtur um 5% að meðaltali á árunum 1996-1998 og reiknað er með svip- uðum vexti á þessu ári. Þetta er nálega tvöfalt meiri vöxtur en að jafnaði í þeim ríkjum sem við berum okkur helst saman við. Til saman- burðar má einnig benda á að hag- vöxtur hér á landi hefur verið rúm- lega 3% þegar til Iangs tíma er litið. Við þetta má bæta að auk þess hefur stöðugleiki einkennt góð- ærið en oft hefur jafnvægisleysi og verðbólga fylgt hagvaxtar- skeiðum hér á landi. Laun og kjör landsmanna hafa batnað í takt við hagvöxtinn og atvinnuleysi er í lágmarki. Afkoma fyrirtækja hefur yfirleitt verið góð og mikil gróska hefur sett svip sinn á atvinnulífið. rómað góðæri hefði án stóriðjunnar ein- ungis verið nokkur samliggjandi meðal- ár í efnahagslegu tilliti. Halli vegna einkaneyslu Þótt útflutningstekjurnar hafi aukist mikið undanfarin ár er engu að síður mikill halli á viðskiptajöfiiuði. Reiknað er með um 30 milljarða króna halla á þessu Mynd 1. Fjárfesting í stóriðju sem hlutfall q atvinnuvega- og heildarfjárfestingu hagnýtingar orkulindanna. 30 25 20 15 10 Stóriðjamikilvæg Hér að baki liggja margar ástæður. Ein ástæðan er fjárfesting í stór- iðju. Á árunum 1996-1998 var fjárfest í stóriðju fyrir samtals 56 milljarða króna. Fjárfestingin samsvaraði rúmlega fjórð- ungi af atvinnuvegafjárfestingunni í heild þegar mest var og nær 17% af heildarfjár- festingu landsmanna. Myndin sem fylg- ir hér með sýnir hvemig þessi hlutföll þróuðust á umræddum árum. Einnig má nefna að útflutningur jókst um 16 milljarða króna vegna þessara fjárfestinga. Til að setjaþetta í samhengi við aðrar tölur má nefna að út- flutningstekjur í heild jukust um 45 milljarða króna á þessum árum og því samsvarar hlutur stóriðj- unnar um 35% af aukningunni. Eins og menn vita er vöxtur út- flutnings ein mikilvægasta for- senda hagvaxtar í litlum opnum hagkerfum. Þriðj ungur hagvaxtar Af þessu má sjá að orkan í góð ærinu kemur frá umræddri fjár- festingu; um þriðjungur hagvaxt- arins skýrist af stóriðjufram- kvæmdum. Ef ekkert hefði verið fjárfest á þessu sviði hefði hagvöxt- urinn að öðru jöfnu verið um 3%, þ.e. jafn meðalhagvexti á Islandi þegar til langs tíma er horft. I þessu felst að marg- Atvinnuvegafjárfesting Heildarfjárfesting 1996 1997 1998 1999 Aðstæður geta breyst r Iþessu sambandi er einnig vert að vekja athygli á að skilyrði þjóðarbús- ins eru einstaklega hagstæð um þessar mundir. Aflabrögð eru góð og afurða- verð hátt. Eins og reynslan sýnir geta skilyrðin fyrr en varir brey st til hins verra, ekki síst þegar ástand alþjóðaefna- | hagsmála er jafn brothætt og raun ber vitni urn. Það kæmi því ekki á óvart að ytri skilyrði þjóðarbúsins versnuðu á þessu ári. Enginn vafi er á að skynsamleg nýting orkulindanna er til hags- bóta fyrir land og þjóð. Skilyrðin fyrir nýtingunni þarf hins vegar að skilgreina vel. Stóriðjan þarf að sjálfsögðu að standa undir sér á viðskiptalegum forsendum. Ekki er ástæða til að hið opinbera greiði götu stóriðju með fjárframlögum eða rikisábyrgð frekar en annarra atvinnugreina. Jafnframt þarf að finna viðunandi málamiðlun ntilli virkjana og verndunar og gefa um- hverfismálum réttmætt vægi við allar ákvarðanir. ári. Hallinn stafar ekki af fjárfestingu; hún er svipuð og gera má ráð íyrir við eðlilegar aðstæður í þjóðarbúskapnum. Skýringin á hallanum er fyrst og fremst mikil einka- neysla; þjóðin eyðir 30 milljörðum króna meira en hún aflar á þessu ári. Þetta sýnir að annaðhvort verður þjóðin að auka tekjur sínar verulega á næstu árum til að standa straum af neyslu sinni eða draga saman seglin. Það er ekki for- svaranlegt að auka erlendar skuldir þjóð- arinnar í því sky ni að halda uppi almennri neyslu. Fyrir vikið er næsta ljóst að ef hlé verður gert á stóriðjuframkvæmdum leiðir það til þess að orkan í góðærinu dvínar. Þótt góður gangur verði í öðrum mikilvægum greinum veitir áreiðanlega ekki af að nýta jafnframt tækifærin til Meta þarf alla kosti Stóriðja sem uppfyllir þessi skilyrði er til þess fallin að bæta lífskjör okk- ar og veita svigrúm til að treysta ímynd þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Ekki má gleyma að ímynd þjóða er samofin úr mörgum þáttum og það sem mestu máli skiptir er hvemig við ráðum ff am úr mál- um okkar þegar til alls er litið. Þar vegur auðvitað þungt hvemig gengur á sviði efriahagsmála. Því er óskynsamlegt að útiloka einhverja atvinnugrein á þeim gmnni að hún sé tabú eða ekki móðins. Hvert tækifæri á auð- vitað að vega og meta af skyn- semi, skoða kosti og galla og taka ákvarðanir í samræmi við hagsmuni að öllu athuguðu. Ekki er um það að villast að stór- iðj a getur lagt mikið afmörkum ti I að tryggja ffamhald hagvaxtar og nægrar atvinnu á næstu ár- um. Þá getur hún stuðlað að betra jafnvægi íbyggðum landsins. Því er mikilvægt að skoða for- dómalaust sóknarfærin á þessu sviði eins og á öðmm sviðum og takast á um þær forsendur sem við viljum leggja til grundvallar ákvörðunum hverju sinni. Við verðum hins vegar að treysta okkur til að gera upp hug okkar þegar tækifærin gefast. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.