Vísbending - 15.01.1999, Side 4
Framhald af síóu 3
sameinist bönkum í öðrum löndum.
Annars staðar á Norðurlöndunum hefur
sameining banka verið mjög áberandi
Nýverið keypti Den Danske Bank F okus
bank, ijórða stærsta banka Noregs. Þá
er ekki langt síðan finnski Meritabank-
inn og Nordbanken í Svíþjóð samein-
uðust í stærsta banka Norðurlanda. Ein-
hverjar þreifingar hafa verið hjá íslensk-
um bönkum í þessum efnum en lítill áhugi
virðist hjá erlendum bönkum nú um
stundir á eignarhlut í íslenskum bönk-
um. Það getur þó breyst eins og áhugi
SE bankans á kaupum á hlut í Lands-
bankanum gaf til kynna.
Með því að einhver innlendur banki
sameinaðist banka í öðru landi gæti þessi
innlendi banki náð mjög góðri stöðu á
markaðnum i krafti þeirra þekkingar-
tengsla sem skapast, hagræðingar og
hugsanlega hagstæðari lánsfjármögnun-
ar en áður. Bankinn gæti boðið aukna
þjónustu, m.a. í útrás fyrirtækja, tekið þátt
í og jafnvel leitt stærri lánaverkefni og
hugsanlega lækkað lánskostnað sinn.
Lokaorð
r
Iljósi aukinnar samkeppni erlendis frá
og kröfú fjárfcsta um viðunandi arð-
semi innlendra banka virðist sýnt að
sameining banka í fleiri en einu landi
mun teygja sig til Islands. Þegar sam-
eining innlendu bankanna er um garð
gengin er því líklegt að enn meira líf
færist i umræðuna um sameiningu ís-
lenskra banka og erlendra. Annað væri
merki um stöðnun sem alls ekki er hægt
að segja að sé aðalsmerki islensks fjár-
málalífs um þessar mundir. Það getur
hins vegar dregið þrótt úr íslensku bönk-
unum ef stjómvöld hyggjast koma í veg
fyrir að einstakir fjárfestar (innlendir
eða erlendir) eignist ráðandi hlut í bönk-
unum. Stóra áhyggjuefnið á ekki að vera
hvort einhverjir aðilar eignist ráðandi
hluti í bönkum. Það á mun fremur að
vekja ugg að vegna hamla á eignarhlut-
deild aðila í íslenskum bönkum geti inn-
lendir bankar misst af þeirri hagræð-
ingu sem felst í sammna íslenskra og
erlendra banka.
Framhald af síóu 1
sé voðinn vís). Nýlegir atburðir í Brasilíu
benda til þess að dómínóáhrif krepp-
unnar séu enn til staðar og ef ekki tekst
að grípa inn í þá atburðarás muni fleiri
Suður-Ameríkuríki fylgja í kjölfarið.
Fj árfestingaráðgj öf
Adögunum varumfjöllun í tímaritinu
Business Week um það hvar menn
eiga að fjárfesta á nýju ári. Helsta ráð
tímaritsins er að menn eigi að sýna var-
fæmi. Mikilvægt sé að skoða eíhahags-
legar forsendur vel og velja fjárfestingar
af kostgæfni. Fyrirsjáanlegt er talið að
hagnaður bandarískra fyrirtækja muni
verða minni í ár en á síðasta ári, sem ekki
þótti sérstakt og því sé ástæða til að
skoða vel aðrakosti. Sumirsérfræðingar
hal last að því að fj ármálamarkaðir í J apan
muni taka við sér á árinu enda sjái nú
loks fyrir endann á umfangsmiklum að-
gerðum sem ætlað er að styrkja stoðir
fjármálafyrirtækja þar í landi en þær eru
margar á brauðfótum. Ýmsir spá því að
ákveðin svæði í „evrulöndum" muni
njóta velgengni umfram önnur svæði
og að einhverjir gullmolar kunni að
leynast þar ef grannt er skoðað. Horfur
eru taldar á að hlutabréfaverð í fyrir-
tækjum sem tengj ast hátækni muni halda
áfram að hækka enn um sinn þótt jafn-
framt sé sleginn sá varnagli að í þeim
geira atvinnulífsins sé talsverð „ffoða“
innan um.
Jafiivægislist
Vegna óstöðugleikans i efnahags-
málum í fjölda landa er ljóst að þeir
aðilar sem haft geta áhrif á þróun efna-
hagsmála verða að iðka' línudans af
hættulegustu gerð. Ef of mikið er hert á
geta afleiðingamar orðið víðtækar og
það sama gildir ef of mikið er slakað á.
Næg verkefni munu því bíða hins nýja
seðlabankastjóra Evrópska seðlabank-
ans og hins gamalreynda stjóra Seðla-
banka Bandaríkjanna.
Heimildir: Þjóöhagsstofnun, Wall Street Journal,
Finacial Times, Economist og Business Week.
( Vísbendíngin '
'^T’ilkynning fj ármálaráðherra umað'
X fyrirhugað sé að greiða niður inn-
lendar skuldir ríkissjóðs um 16 milljarða
á árinu getur haft mun víðtækari afleið-
ingar en margir kynnu að halda. Senni-
legt er að vextir lækki í kjölfarið og það
gæti leitt til aukinnar neyslu vegna ódýr-
ara lánsfjármagns. Aukin skuldsetning
þýðir að gæði lántakenda minnka og
áhætta í bankakerfmu gæti því aukist.
Arðsemiskrafa á hlutabréfamarkaði gæti
einnig lækkað vegna lægra vaxtastigs
og ódýrari fjánnögnunar og hugsanlegt
^gr að hlutabréf verði spennandi á ný.y
ISBENDING
—
Aðrir sálmar
' Lærum af reynslunnis
Bjartsýni einkennir verðbréfamark-
aðinn á íslandi að undanfömu og
margir telja að engin ástæða sé til annars
en að ætla að framan af ári muni góðæri
ríkja áfrarn i rekstri fyrirtækja. Það er þó
vert að staldra við. Kostnaður fyrirtækja
hækkaði 1. janúar vegna samningsbund-
inna launahækkana auk þess sem launa-
skrið hefur verið talsvert á nokkmm svið-
um. Kreppa í Austurlöndum er nú orðin
ljós í Brasilíu og verð hlutabréfa fellur.
Reyklausir vindlar Clintons ollu tíma-
bundnu verðfalli á hlutabréfum í Banda-
ríkjunum. Þótt verð hafi hækkað aftur þá
em ílestir á því að hlutabréfaverð þar
vestra sé orðið óeðlilega hátt. Það sem
stendur undir verði á hlutabréfum er af-
koma fyrirtækjanna um langan ffamtíð en
ekkiglæsturstjómunarstíll, llottfjármögn-
un eða óljós orðrómur. Bankakreppa viða
um heim kom eftir einhverja glæilegustu
uppsveiflu eftirstríðsáranna. Arðsemi
fjárfestinganna reyndist svo ekki næg
við fyrsta mótbyr og risaveldi á sviði
viðskipta riðuðu til falls. Efhahagslög-
málin gilda líka hér á landi þótt oft hafí
mönnum þótt þægilegt að gleyma þeim.
Föstu tökin
r
150. tbl. 5. árg. Viðskiptablaðsins
16.12.1998 sagði:
„I niðurstöðum dómnefndar DV, Stöðvar
2 og Viðskiptablaðsins segir að ríkisstjóm
íslands sé vel að því komin að vera út-
nefnd Frumkvöðull ársins í íslensku við-
skiptalífl 1998. Með þessari viðurkenn-
ingu er dómnefnd ekki að leggja mat á
frammistöðu ríkisstjómarinnar í öðru mál-
um en með forgöngu sinni í sölu hlutafjár
í ríkisviðskiptabönkunum hefur verið stig-
ið mikilsvert skref í átt að aukinni sam-
keppni og hagræðingu á íslenskum fjár-
málamarkaði.“
í 1. tbl. Viðskiptablaðsins 6.1.1999 sagði:
„Almennt má þó segja að einkavæðing
hafi farið seint af stað hérlendis. Allt
síðasta kjörtímabil vom ekki seldir hlutir
í ríkisfyrirtækjum nerna fyrir um 2 millj-
arða króna ... Það sem veldur áhyggjum
er að fyrir utan FBA eru engar lagaheim-
ildir fyrir hendi til umfangsmikilla einka-
væðingarverkefna og fátt handfast varð-
andi ríkisviðskiptabankana ... Hér þarf
^ greinilega að taka fastar á.“_
^Ritstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri ogx
ábyrgðarmaður., Benedikt Jóhannesson.
Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23,
105 Reykjavik.
Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646.
Netfang:visbending@talnakonnun.is.
Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans.
Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. ©Ritiö má ekki afrita án leyfis
^útgefanda._____________________y
4