Vísbending


Vísbending - 15.01.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 15.01.1999, Blaðsíða 3
ISBENDING Erlendir bankar á íslandi Þór Sigfússon hagfræðingur ala hlutabréfa í ríkisbönkunum þremur fyrir áramót sýnir að al- * þýða manna ber traust til þessara stofnana. Aldrei áður hefúr þátttaka al- mennings í nokkru hlutaþréfaútboði í heiminum eins og í útboði Búnaðarbank- ans og hefur alþýðukapítalisminn liklega aldrei fyrr náð jafhmikilli hlutfallslegri út- breiðslu í nokkru vestrænu landi og við þetta útboð ef undan er skilin ókeypis dreifing hlutabréfa í rík- isfyrirtækjum eins og í Austur-Evrópu og Kanada (Bresku Kólum- bíu). Nú ríður á að bank- amir standi undir þeim væntingum sem fjárfest- ar gera til þeirra. Til þess þurfa bankarnir að sam- einast og leita aukins samstarfs við erlenda banka. Að Iiluta til er skýringin á auknum áhuga fyrir lánveitingum til Islands sú að nteð bætturn efnahag á Norðurlöndum hafa alþjóðlegir bankar áhuga á því að auka lánveitingar til Norðurlandanna. Aug- Ijósasta skýringin á auknum áhuga fyrir Islandi liggur þó án efa í lægri skuldum hins opinbera, bættu lánshæfismati rík- issjóðs, hagvexti og stöðugleika. Þessi þróun er auðvitað mjög jákvæð fyrir ís- lenskt efhahags- og atvinnulíf en þýðir aukna samkeppni við íslenskt bankakerfí sem verður að mæta á viðeigandi hátt. Hvaða áhrif hefúr aukin þátttaka erlendra banka á efnahagslíf á Islandi? Tvennt er augljóst. I fyrsta lagi mun aukin sam- Mynd 1. Þróun á bankamarkaði > Hlutafélaga- Einka- Sameining Samruni yfir ^andamæi^^^ v_ Aukinn áhugi erlendra banka Nýverið var fjallað um íslenskt efna- hagslíf i fréttabréfi þýsks banka. Þar sagði m.a. að ísland væri spennandi fjár- festingar- og lánveitingarkostur. Islend- ingar væru samt svo fámennir og landið svo langt úti í miðju Atlantshafi að er- lendar fjármálastofúanir hefðu hingað til litið fram hjá þeim möguleikum sem Is- land byði upp á. Nú eru ýmis teikn á lofti um að stórir erlendir bankar sýni Islandi aukinn áhuga og einstakir erlendir bank- ar hafa lánað sveitarfélögum og fyrirtækj- um fé milliliðalaust og tekið þátt í fjöl- bankalánum til íslands sem nemur 3-4 milljörðumíslenskrakrónaárúmumtveim- ur árum. Þannig virðist t.d. sem ABN Amro bankinn, einn stærsti banki heims, sé að verða þriðji stærsti erlendi lánveit- andi Islands en bankinn var ekki á lista yfír 20 stærstu erlendu lánveitendur Is- lands fyrir nokkrum misserum síðan. Erlendirbankar,m.a.bandarískir,japansk- ir og þýskir, hafa stundum sýnt Islandi áhuga en hafa síðar dregið sig til baka vegna aðstæðna heima fyrir, breyttrar útlánastefnu bankanna sjálfra og hag- sveiflna hérlendis. Nú virðist hins vegar sem þátttaka erlendra banka hérlendis kunni að verða varanlegri. Kemur þar bæði til stöðugleiki og þróttur íslensks efnahagslífs, tilkoma evrunnar og ekki síst aukinn áhugi og þekking innlendra fyrirtækja á erlendum lánamarkaði. keppni þýða að íslenskt atvinnulíf fær fleiri valkosti í lánsfjármögnun. I öðru lagi þýðir þetta að erlendum keppinautum íslensku bankanna fjölgar. Þó mun sam- eining innlendu bankanna styrkja stöðu þeirra og sérþekking og langtímaþátftaka þeirraá innlendamarkaðnum verður ávallt þýðingarmikil. Það er þó ljóst að íslensku bankarnir munu eiga erfitt með að keppa við stóra erlenda þanka t.d. um 20 stærstu fyrir- tæki landsins, sérsfaklega ef lánskjör verða í samræmi við það sem stórum innlendum fyrirtækjum hefur nýverið boðist hjá erlendum bönkum. Þessa þró- un má einnig sjá á annars staðar á Norð- urlöndum þar sem kostnaðarhlutfoll i norræna bankakerfinu eru víða ekki ósvipuð og hérlendis. Lánasafn bankanna Með aukinni þátttöku erlendra banka á íslenskum lánamarkaði kann lána- safn islenskra banka að verða fábreytt- ara. Erlendir bankar virðast sækjast mest eftir því að lána fé til fyrirtækja sem sérfræðingar þeina þekkja, eins og t.d. stóriðju, olíufélaga, íjarskiptastarfsemi, flutningastarfsemi og almennrar þjón- ustu. Ef þetta verður raunin er líklegt að eftir sitji greinar sem erlendir bankar hafa minni þekkingu á og jafnvel hálfgerða fordóma gagnvart vegna reynslu sinnar heirna fyrir. Þannig er líklegt að íslenskur sjávarútvegur njóti síður aukins áhuga erlendra banka, að minnsta kosti fyrst um sinn, og því aukist hlutur sjávarútvegs í lánasafni íslenskra banka. Astæðan er sú að í heimalöndum flestra evrópskra bankamanna er sjávarútvegur þáttur í byggðastefúu fremur en arðbær atvinnu- grein eins og hérlendis. En jafnvel á sviði sjávarútvegs munu stóru fyrirtækin í þeirri grein ekki sitja auðum höndum og þau koma ekki til með að búa við verri lánskjör en önnur stórfyrirtæki í landinu. Viðbrögð þeirra verðameðal annars sameining fyrirtækja á þessu sviði og hugsanlega frekari sant- eining ólíkra fyrirtækja sem sörnu eig- endur eru að. Þannig gætu fyrirtæki með sömu kjölfestuhluthafa sameinast og orðið þannig að dótturfyrirtækjum eins ntóðurfélags. SR-Mjöl, Sjóvá-AImennar hf. og fleiri fýrirtæki gætuþannig orðið dótturfyrirtæki eins ntóðurfélags. Þegar ein- stök dótturfýrirtæki tækju síðan lán á markaði gengi móðurfélagið í ábyrgð fýrir þau eða móðurfélagið tæki lán fýrir dótturfélög sín. í krafti stærðar sinnar gæti tilvist móður- félags leitt til þess að minni fýrirtæki og fyrirtæki t.d. i sjávarútvegi gætu sótt beint á erlendan markað um lán og hugs- anlega náð betri lánskjörum en ella. Erlendir bankar munu sýna íslenskunt sjávarútvegi aukinn áhuga á næstu árurn en óvissa í kvótamálinu mun þó án efa tefja fýrir því. Um leið og Iiklegt er að stór innlend iýrirtæki sæki í auknum mæli í erlent lánsfé og lánskjör þeirra batni má búast við að bilið milli vaxtakjara ininni og stærri fýrirtækja hérlendis auk- ist á næstu árum. Þetta mun að sjálf- sögðu stuðla enn frekar að sameiningu fýrirtækja. Viðbrögð íslensku bankanna Sameining innlendra banka er á næsta leiti en hvað svo? Af fækkun banka getur, eðlilega, náðst veruleg hagræðing og að surnu leyti er æskilegt að það gerist á fijálsum markaði eins og nú er raunin en ekki á pólitískum vettvangi. Hlutabréfa- útboð bankanna hefur leitt til þess að sameiningarferlið hefúr hafist fýrir alvöru og að þar ráða fýrst og fremst hag- kvæmnissjónarmið. Sameining banka leiðir til hagræðingar í rekstri og hugsan- lega betri lánskjara en ella á erlendum markaði. Annarmöguleiki ersá að íslenskirbankar Framhald á siðu 4 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.