Vísbending


Vísbending - 22.01.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 22.01.1999, Blaðsíða 3
ISBENDING Tafla 1. Útflutningur vöru og þjónustu 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 Útfl. alls á verðl. hvers árs (mkr.) 125.109 125.672 121.597 135.694 157.436 161.214 176.147 190.222 Hlutfallsleg skipting % Sjávarafurðir 55,9 58,3 57,5 55,0 53,9 52,0 52,6 49,2 Landbúnaðarafurðir 1,4 1,3 1,3 1,2 1,4 1,3 1,4 1,1 Ál- og kísiljárnframleiðsla 10,0 8,2 8,3 8,1 8,9 10,0 9,4 10,2 Aðrar iðnaðarvörur 5,1 4,5 4,1 4,0 4,4 5,5 4,9 4,9 Aðrar vörur 1,6 0,6 1,0 1,4 3,0 3,5 3,1 3,5 Ferðaþjónusta 10,8 1 1,3 11,0 11,6 11,3 12,4 1 1,8 11,7 Önnur þjónusta tengd samgöngum 6,5 6,4 5,6 7,4 6,9 5,8 7,6 8,3 Önnur þjónusta 8,6 9,5 1 1,2 11,2 10,2 9,5 9,2 11,0 vergra gjaldeyristekna að frádregnum kostnaði vegna innfluttra aðfanga. Til að nálgast upplýs- ingar um hreinar gjald- eyristekjur er hægt að skoða hlutfall innlendr- ar verðmætasköpunar í framleiðsluvirði helstu útflutningsgreina þjóð- arinnar og nota það til að áætla hreinar gjald- eyristekjur. I töflu 2 er sýnt hlutfall innlendrar verðmætasköpunar í nokkrum atvinnugrein- um. Samkvæmt henni er hrein innlend verðmætasköpun eða framlag til lands- framleiðslu í hótelrekstri 50% af fram- leiðsluvirði greinarinnar á árinu 1995. Afgangurinn af framleiðslu- virðinu er greiðsla fyrir aðföng frá öðrum innlendum at- vinnugreinum eða frá útlönd- um. Efþettahlutfall erheimfært upp á gjaldeyristekjur þjóðar- innar eru hreinar gj aldeyristekj- ur meiri í sjávarútvegi, flug- rekstri, hótel- og veitingarekstri og menningannálum en t.d. í ál- og kísiljámframleiðslu eða ferðaskrifstofurekstri. Samkvæmt þessu gæti aukin áhersla á orkufrekan iðnað við núverandi aðstæður í þjóðar- búskapnum ekki bara leitt til lækkandi hlutfal Is mi I li hreinna og vergra gjaldeyristekna heldur gæti það einnig leitt til verri samkeppnis- stöðu annarra útflutningsgreina. Ef útflutningsstarfsemin þróast þannig i framtíðinni að hlutfallið milli hreinna og vergra gjaldeyristekna lækkar, gæti það leitt til þess að hagvöxtur verði að jafnaði minni en aukning vergra útflutnings- teknagefatil kynnam.v. núverandi sam- setningu teknanna. Ekki þarf að orðlengja gildi utanríkis- verslunar fyrir lítið riki eins og Island. Þar er meiri þörf á að eiga viðskipti við aðrar þjóðir og færa sér í nyt kosti eigin sérhæfmgar og sérhæfíngar annarra því þannig gefst færi á fjölbreyttari vali á hagnýtum gæðum. Ef skoðuð er annars vegar þróun kaupmáttar4 gjaldeyris- tekna orkufreks iðnaðar og hins vegar ferðaþjónustunnar gagnvart innflutningi Tqfla2. Innlendverðmœtasköpun í nokh'um atvinnugreinum 1990 1991 1992 1993 1994 1995 N Hótelrekstur 55 55 55 54 52 50 Fiskveiðar 46 45 46 46 44 44 Flugrekstur 37 41 37 32 49 47 Veitingarekstur 42 42 41 41 44 41 Menningarmál 42 44 44 43 42 38 Ál- og kísiljárnframleiðsla 21 13 18 19 30 27 Ferðaskrifstofur 19 18 24 22 27 18J kemur í ljós að frá árinu 1990 hefúr kaup- máttur gjaldeyristekna í ferðaþjónustu vaxið um 27% meðan kaupmáttur tekna vegna orkufreks iðnaðar hefur vaxið um 21%. Allt ber þetta að sama bmnni og hefúr þá ekki verið farið inn á samanburð á störfum og nýsköpun í þessum atvinnu- greinum. Nefnamá að á árinu 1998 starf- aði 0,6% vinnuaflsins í ál- og orkuverum eða um 761 starfsmaður.51 flugrekstri, hótelrekstri og á ferðaskrifstofúm störf- uðu á sama ári samtals 2.848 starfsmenn eða um 2,1 % vinnuaflsins. Meðan störf- um hefúr fækkað í ál - og kísiljámffam- leiðslu um 7% á tímabilinu 1980-1998 hefúr þeim fjölgað í hinum þrem grein- unum eða um 77% á sama tíma. Samkvæmt skilgreiningu Þjóðhags- stofnunar á ferðaþjónustu er gert ráð fyrir um 5.300 störfum í ferðaþjónustu á árinu 1998. Oft heyrist talað um lág laun í ferðaþjónustugreinum en það á sér ekki stoð í raun- veruleikanum þegar flug- rekstur á í hlut en vægi hans í heildarársverkum í ferða- þjónustu samkvæmt skil- greiningu Þjóðhagsstofn- unar hefúr verið um 22% á undanfömum ámm. Laun og launatengd gjöld á ársverk í flugrekstri eru 1,8 sinnum hærri að meðaltali en í ál - og kísiljárnframleiðslu þegar tímabilið 1980-1995 er skoðað. Er ekki komin tími til að líta til fleiri átta? Gæti íslenskt atvinnulíf ekki blómstrað án frekari stóriðju- skrefa í bráð? Garðyrkjubænd- ur hafa verið að sækj a í sig veðr- ið. Innlend framleiðsla á græn- meti gæti sparað þjóðinni gjaldeyri og með batnandi starfsskilyrðum gæti hún jafn- vel aflað gjaldeyristekna. Hug- búnaðargerð og kvikmynda- gerð hafa einnig verið að sækja í sig veðrið. Þá eru iniklir fram- tíðamöguleikar í ferðaþjón- ustu og greinum tengdri menn- ingu. Ferðamennska hér eins og annars staðar í heiminum er að verða æ ríkari þáttur i lífi almennings sem m.a. ræðst af vaxandi velmegun og meiri frítíma. J afnframt hafa aukin alþjóðaviðskipti mikil áhrif á at- vinnugreinina. Þær hagtölur sem dregnar hafa verið saman í þessari grein gefa vísbendingu um að ferðaþjónusta sé vænlegur val- kostur við stóriðjuáform. Atvinnustefna stjómvalda á að miða að því að skapa öllum atvinnugreinum góð skilyrði til vaxtar og slík stefna á ekki að mismuna fyrirtækjum eða atvinnugreinum heldur tryggja að jafnræði ríki í starfsskilyrðum atvinnuvega. 4 Staðvirt með innflutningsverðvisitölu til verðlags 1990. 5 Fjöidi starfsmanna i merkingunni fjöldi ársverka 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.