Vísbending


Vísbending - 22.01.1999, Blaðsíða 4

Vísbending - 22.01.1999, Blaðsíða 4
V ISBENDING Mynd 3. Peningalegar eignir, skuldir ogpeningaleg staða sveitarfélaga (ma.br. á verðlagi 1997) Peningalegar eignir Peningaleg staða 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 Frh. af síðu 1 en á stöku stað er skuldbindingin færð í efnahags- reikning og er það t.a.m. í samræmi við reikningsskil rikissjóðs.ínýjum lögum um sveitar- félög er sérstakur kafli um fjármál sveitarfélaga og í honum er kveðið á um að félags- málaráðherra setji reglugerð um árs- reikninga sveitar- félaga og ætti það að auka enn frekar á samræmi upp- lýsinga frá sveitarfélögum. Peningaleg staða Sú stærð í efnahagsreikningi semjafn- an fær mest vægi við skoðun á stöðu sveitarfélaga er peningaleg staða en það er mismunur peningalegra eigna og skulda. Eins og sjá má á mynd 3 hefur þróunin verið heldur niður á við. Það getur þó verið varasamt að leggja of m ikið upp úr þessari stærð því að aðrar eignir en peningalegar, t.d. eignarhlutir í fýrir- tækjum, fasteignir og ýmislegt lausafé geta verið nokkurs virði og í einhverjum tilvikum auðlosanlegt. Samanburður við reikningsskil fyrirtækj a er því ekki mark- tækur. Martröð bæjarstjórans Fyrir tveimur árum voru birtar í Vís- bendingu einkunnir undir fýrirsögn- inni „Draumasveitarfélagið“ og voru þær settar saman með því að vega saman nokkra þætti úr rekstri sveitarfélaga með yfir 1.000 íbúa. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, sumum var misboðið og nokkur gagnrýni kom fr am. Helsta gagn- rýnin snéri að því að reikningar sveitar- félaganna væru ekki sambærilegir vegna mismunandi aðferða við frágang, samanber kaflann hér að framan um bók- haldsaðferðir. Einnig komu fram ábend- ingar um að gjöld áhvem íbúa gæfu ekki rétta mynd af „skattpíningu" þar sem meðaltekjur íbúanna væm mismunandi og einnig gætu komið til óreglulegar tekjur sveitarfélaganna, t.d. tekjurHafn- arfjarðarbæjar af álverinu í Straumsvík. Ekki er sjáanleg lausn á fýrra vandamál- inu nema sveitarfélögin samræmi reikn- ingsskil þannig að þau leysi vandann en til að mæta gagnrýninni um skattpín- ingu ákvað blaðið að nota útsvarshlut- fall í stað skatttekna á íbúa. Nánari upp- lýsingarum aðferðirer að finna í 40. tbl. 14. árg. Vísbendingar og einnig í 37. tbl. 15. árg. Meðaleinkunn sveitarfélaganna lækkar nokkuð í þetta sinn og veldur breyting á einkunn fyrir skatttekjur á hvern íbúa þarmestu. Hafnarfjarðarbær stekkur hæst eða úr 31. sæti í það 11. en hafa verður í huga að tvö sveitarfélög sem höfðu færri en 1000 íbúa voru tekin út úreinkunnargjöfinni í ár. Sauðárkrók- ur fellur úr 9. sæti í það 28. í báðum sveitarfélögum hefur hlutfall gjalda til málaflokka breyst ffá fyrra ári. Heimildir:ÁrbækurSambandsíslenskrasveitarfélaga Tafla 1. Einkunnir sveitarfélaga (samkvœmt aðferðum Vísbendingar) 'ðtaða Einkunn Breyt.^l -97 '96 Sveitarfélag '97 '96 96-97 t 1 Seltiarnarnes 7,5 7,8 -3,6% 2 5 Garðabær 7,0 6,8 3,4% 3 7 S c 1 f o s s 7,0 5,9 16,9% 4 4 Aknreyri 6,8 7,0 -2,9% 5 15 Vestmannaey iar 6,4 5,4 17,6% 6 11 Reykjavík 6,1 5,6 8,8% 7 20 Neskaupstaður 5,8 5,0 15,5% 8 21 Hveragerði 5,8 4,9 17,1% 9 18 Ölfushreppur 5,5 5,1 7,5% 10 26 Húsavík 5,4 4,8 12.1% 1 1 31 Hafnarfjörður 5,4 3,9 37,2% 12 3 Mosfellsbær 5,2 7,2 -27,6% 13 30 Grindavík 5,1 4,5 15,2% I 4 10 Dalvík 5,0 5,6 -11,2% 1 5 13 Gerðahreppur 4,7 5,5 -13,5% 16 2 Akranes 4,6 7,3 -36,7% 17 25 Siglufjörður 4,6 4,8 -5,1% 18 22 Reykjanesbær 4,6 4,9 -7,5% 19 8 Egilsstaðabær 4,2 5,9 -30,0% 20 28 Eskifjörður 4,1 4,7 -12,1% 21 6 Isafjörður 3,8 6,3 -38.8% 22 23 Stykkishólmur 3,8 4,9 -23,1% 23 29 Sandgerði 3,8 4,6 -19,1% 24 14 Hornafjörður 3,7 5,5 -32,4% 25 32 Ólafsfjörðu r 3,6 3,8 -4,7% 26 27 Bolungarvík 3,5 4,7 -24,5% 27 16 Bcssastaðahr. 3,5 5,3 -33,4% 28 9 Sauðárkrókur 3,4 5,8 -41,5% 29 19 Borgarbvagð 3,3 5,0 -34,2% 30 12 Kópavogur 3,0 5,5 -45,2% 31 33 Vesturbyggð 2,9 3,3 -10,4% 32 34 Snæfellsbær 2,8 2,5 14,5% V Meðaltal 4,75 5,31 -10,6%J Aðrir sálmar Avöxtun sjóða og apa að virðist sýna sig að hlutabréfasjóð- ir hérlendis hafí ekki náð meðalávöxt- un hlutabréfavísitölunnar. Þetta íýrirbæri er vel þekkt, þ.e. að „sérlfæðingar" ná lakari árangri en meðaltal markaðsins. Ap- inn í verðbréfaleikjum ermeð öðnun orð- um snjallari en kollegar hans hjá verð- bréfafýrirtækjunum. A þessu eru að sjálf- sögðu undantekningar, en menn greinir á um það hvort þær sýni snilli ákveðinna einstaklinga, t.d. Warrens Buffets eins ríkasta manns heims, eða séu heppni. Væm nógu margir apar settir við ritvélar nógu lengi þá myndi einhver þeirra á endanum kveða Lilju. Hugsanlegar skýringar? Sum bréf sem mynda vísitöluna kunna að vera illfáan- leg og hækka því meira í verði en þau hlutabréf sem sjóðstjórar kaupa og selja á markaði. Hlulabréfasjóðir þurfa tíma til þess að koma peningum í hæstu ávöxtun og þurfa að láta peninga liggja í banka eða í verðbréfum um lengri eða skemmri tíma. Sjóðimir þurfa að greiða verðbréfa- fýrirtækjunum þóknun fýrir kaup og sölu á hlutabréfum. Þetta einmitt ein af skýr- ingunum á því að talið er óæskilegt að verðbréfamiðlun og sjóðstjóm séu á einni hendi og reistir svonefndir „Kínamúrar" þar á milli, þrátt fýrir að víða um lönd standiþeirmúrarvartundirnafiiiogminna meira á götótt lak en fyrinnyndina. Gefðu oss Barrabas! Umræða í fjölmiðlum um sekt eða sakleysi Clintons Bandaríkjaforseta vekur menn til umhugsunar um stöðu dómaraí nútimaþjóðfélagi. Margirfrétta- menn segja þannig ffá málinu að ljóst er hvaða skoðun þeir hafa á málinu. Greini- legt er að fréttaritari Ríkisútvarpsins í Bandaríkjunum, Jón Baldvin Hannibals- son, er á bandi Clintons og vitnar óspart i skoðanakannanir sem sýna að almenn- ingur vill ekki að forsetinn fari frá vegna málsins. En skiptir það máli? Öllum er ljóst að skoðanir almennings vega þungt á Vesturlöndum, en engu að síður verða dómarar að fara að lögum. Almenningur er ekki i aðstöðu til þess að kynna sér hvertmátil hlítar. Hverju svaraði lýðurinn þegar hann fékk að velja milli Jesú Krists ^og illræmds sakamanns?_____________ Ötitstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri og'' ábyrgðarmaður., Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavik. Simi: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. ©Ritið má ekki afrita án leyfis Mjtgefanda. . 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.