Vísbending


Vísbending - 29.01.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 29.01.1999, Blaðsíða 1
ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 29.janúarl999 4. tölublað 17. árgangur r Oskipulegt undanhald Fólksfækkun á landsbyggðinni hef- ur valdið mörgum áhyggjum á síð- ustu árum. Fækkunin hefur verið mikil og þrátt fyrir að hið opinbera hafí gripið til ýmissa ráða til að stemma stigu við fólksflóttanum hefur það ekki haft árangur sem erfíði. Undir lok ársins var lögð fram á Alþingi þingsályktunartil- laga um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1998 - 2001. Tillögunni fylgir skýrsla frá byggðastofnun ásamt fylgigögnum sem varpa nokkru ljósi á þá þróun sem orðið hefur og eiga að skýra þá stefnu sem boðuð er i þingsályktunartillögunni. Stetha í byggðamálum Markmiðið er að fólki á landsbyggð- inni fjölgi á næstu árum og verði ekki undir landsmeðaltali. Helstu að- gerðum til að ná þessu markmiði er lýst í ramma á baksíðu. Það er löngu ljóst að byggðastefna hér á landi hefur verið í erfiðri sjálfheldu. Fábreytni í atvinnulífi og afleiðingar kvótakerfisins hafa flýtt mjög fyrir þeirri fækkun sem orðin er. Tískuorðið í tillögunni er vaxtarsvæði en skilgreiningin á því virðist vera nokk- uð á reiki. Hvergi í gögnum eru þessi vaxtarsvæði tilgreind enda skiptir það sjálfsagt ekki máli því að lítið er sagt um það hvað eigi að gera sérstaklega til að efla eða búa til slík svæði. Jaðarsvæði fá einnig umfjöllun í skýrslu byggðastofn- unar. Þar virðist það sama vera uppi á teningnum, skilgreiningar virðast vera nokkuð á reiki og þær aðgerðir sem boð- aðar eru virðast vera neyðarráðstafanir þegar allt fer i kalda kol. Skynsamleg hugsun virðist hafa orðið undir saman- ber eftirfarandi klausu úr skýrslu Byggðastofnunar: „Ríkisvaldið þarf með stefhu sinni að taka mið af því að efling fárra þéttbýliskjarna er sennilega eina leiðin til að mynda trúverðugt mótvægi við höfuðborgarsvæðið. I uppkasti að fyrstu stefnumótandi byggðaáætluninni var þessi hugmynd sett fram. Viðbrögð voru mjög breytileg og kom fram sterk andstaða frá fulltrúum minni þéttbýlisstaða. Sjónarmið þessara aðila urðu ofan á og voru hugmyndir í þessa veru að mestu leyti dregnar til baka í lokaútgáfu verksins." Nokkrar staðreyndir 1. Brottflutningur fólks af landsbyggðinni hef- ur aukist og er mun meiri hér á landi en á sambærilegum landsvæðum erlendis. 2. Meira fé hefur verið varið til stuðnings við dreifðar byggðir á sarnbærilegum landsvæð- um erlendis en hér á landi. Þaö á sinn þátt í að stöðva eða draga úr byggðaflóttanum. 3. Störfum í hefðbundnum greinum á lands- byggðinni hefur fækkað. Spáð er áframhald- andi þróun f þá átt. Alyktun Alþingis um stefnumótandi byggðaáætlun frá 1994, sem kveður meðal annars á um fjölgun starfa í þjónustustörfum á landsbyggðinni, hefur ekki skilað árangri nema síður sé. 4.Sumar byggðir standa höllum fæti vegna aðstæðna sem skapa íbúum þeirra erfiðari kjör en eru annars staðar. 5. Mikil uppbygging i stóriðju fer nú fram á atvinnusvæði höfuðborgarinnar sem laðar til sín nýtt vinnuafl. 6. Minna er um tækifæri á landsbyggðinni að því er varðar menntun, listir, afþreyingu og fjölmiðlun. Heimild: Þskj. 257, 230. mál 1998/1999 Forsendur byggðastefnu 1. Afstaða fólks til búsetu á landsbyggðinni er á margan hátt jákvæð. Mun fleiri fysir að flytja út á land en þaðan til höfuðborgar- svæðisins. 2. ÖU almenn þjónusta er í betra horfi á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. 3. Ymsar aðgerðir hafa haft jákvæð áhrif á útgjöld heimilanna. 4. Efnahagsástand er um þessar mundir belra en verið hefur um langa tíð. Það gerir að stæður einkar jákvæðar fyrir nýtingu auð- linda landsins og er atvinnulífi á landsbyggð- inni því sérstaklega mikilvægt. 5. Með starfsemi þróunarstofa er fenginn grundvöllur að nútímaatvinnusókn á lands- byggðinni. 6. Fyrir liggur greining þeirra þátta er mestu valda um neikvæða afstöðu til búsetu á lands byggðinni sem auðveldar að færa þá til betri vegar. 7.Tillaga sú sem hér liggur fyrir, verði hún samþykkt og framkvæmd í því horfi sem efni hennar stendur til, felur í sér ný og markviss vinnubrögð í byggðamálum. Heimild: Þskj. 257, 230. mál 1998/1999 Átthagafjötrar Þeir sem búa á landsbyggðinni eru læstir í átthagafjötra verðlítilla eigna og á svokölluðum jaðarsvæðum er ósennilegt að þróuninni verði snúið við. Það sem blasir við ungu fólki sem vill setjast að á slíkum svæðum er að at- vinnutækifæri eru fá og oft ótrygg. Ekki er álitlegt að kaupa eða byggja húsnæði því að ef aðstæður breytast þá kann fólk að sitja uppi með óseljanlega eða verðlausa eign. Félagslegt húsnæði leysir einungis vanda þeirra sem verst hafa kjörin og það þykir ekki góð latína að stuðla að slæmum kjörum í sveitar- félagi auk þess sem sveitarfélagið yrði að greiða fyrir húsnæðið og það drægi umleiðúrgetuþesstilannarrarþjónustu. VenileikafiiTÍng? Þegar forsendur fyrir nýrri byggða- stefnu eru skoðaðar (þær má sjá í ramma hér til hliðar) vakna þær spurn- ingar hvort þeir sem mótuðu hana séu með fæturna á jörðinni. Þótt afstaða í skoðanakönnun, sbr. forsendu eitt, gefi ef til vill vísbendingar um að fólk gæti hugsað sér að búa úti á landi þá hafa allmargir þegar greitt atkvæði sitt á þveröfugan veg, þ.e. með fótunum. Gildi slíkrar skoðanakönnunar er sennilega ekki ósvipað og ef spurt væri hvort fólk gæti hugsað sér að eignast Rolls Royce. Ekki er ósennilegt að um 90% myndu svara því játandi. Reyndin er sú að sennilega eru þrír slíkir gripir til hér á landi svo að raunverulegar líkur eru nær 1:90.000 fremur en 90% á því að menn eignist slíkar bifreiðar. Forsenda númer tvö hlýtur að teljast allvafasöm svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Hvar sem gripið er niður, hvort sem það er á sviði opin- berrar þjónustu, samgangna eða menn- ingarstarfsemi, þá verður ekki betur séð en að höfuðborgarsvæðið hafí veru- lega yfirburði umfram landsbyggðina. Þriðji liðurinn í forsendunum kann að standast svo langt sem hann nær en lægra verð á matvöru og flestri annarri Framhald á síðu 4 1 I þingsályktunartillögu um stefhu í byggðamál- um er mörkuð óljós stefna á hæpnum forsendum. 9* jLmt ei Stefán Arnarson rekur að- draganda og ástæður inkavæðingarbylgju siðustu ára og skoðar fram- 3 kvæmdina hér á landi. Hann gagnrýnir aðferðir og segir markmið hafa verið óljós. 4 Framhald á grein um byggðastefnu. Á undan- haldið að vera skipulegt eðaáringulreiðin aðríkja?

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.