Vísbending


Vísbending - 28.05.1999, Blaðsíða 2

Vísbending - 28.05.1999, Blaðsíða 2
D ISBENDING Nýr veruleiki stjórnmálanna Tveir merkilegir hugmynda- fræðingar héldu fyrirlestur með viku millibili í Háskóla íslands nýlega. Annar var sonur hins merka hagfræðings Miltons Friedmans, David Friedman, sem hefur í eigin krafti tekist að skapa sérnafn sem einn af fánaberum frjálshyggjunnar. Hinn var hugmynda- fræðingurinn á bak við Blair-isman í Bretlandi, Anthony Giddens, sem nú er rektor London School of Economics. Þriðjaleiðin Giddens boðarþriðju leiðina í stjórn- málum, sem er hvorki staðsett til hægri né vinstri eða sem hið venjulega miðjumoð á skala stjórnmálahugmynd- anna heldur er ákveðinn pólitískur þroski þar sem stjórnmálaumræðan er stillt við veruleikann. Tony Blair komst til valda með því að halda á lofti þriðju leiðinni, Gerhard Schröder í Þýskalandi þótti sækja margt í þessa hugmynda- fræði og kosning Ehuds Baraks í Israel er að miklu leyti þökkuð endurnýjun í anda sömu hugmyndafræði. I nýafstöðnum kosningum hér á landi hefði bæði Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin hugsanlega geta gert betur ef þau hefðu byggt stefnumál sín í kringum þriðju leiðina. Ljóst er að þörf er fyrir endurskipulagningu, sem byggir á nýjum áherslum, í stjórnmálum. Endurskipulagning Kjarni þriðju leiðarinnar er endur skipulagning: 1) Endurskipulagn- ing stjórnkerfisins sem miðar ekki að stærra eða minna stjórnkerfi heldur virku, öflugu kerfí. 2) Endurskipulagn- ing á samfélaginu þar sem efla þarf borgaraskylduna. 3) Endurskipulagn- ing hagkerfísins sem byggja skal á lagasetningu en ekki eignarhaldi. 4) Endurskipulagning velferðarkerfisins með umhyggju frekar en fyrirhyggju að leiðarljósi. 5) Endurskipulag með vistfræðileg sjónarmið í sambland við hagvaxtarsjónarmið. 6) Endur- skipulagning alþjóðasamfélagsins þar sem umræðan um miki 1 væg málefni verði að vera alþjóðleg frekar en bundin ákveðnum landsvæðum. Frj álshy ggj an dauð Það var nokkuð merkilegt að í mál- flutningi Giddens mátti heyra að hann taldi að frjálshyggjan væri dauð, andlátið átti að hafa orðið í kjölfar efnahagslægðarinnar sem átti upptök sín í Asíu árið 1997 (sem Soros hefur slegið af). Giddens er reyndar mikið fyrir slagorð. Nær væri að tala um að frjálshyggjan sé ekki eins áberandi í umræðunni og áður. Það er þó ekkert fagnaðarefni. Frjálshyggjan var og er mikilvægt mótvægi við sósíalismann, nasismann og önnur „trúarbrögð" stjórnmálanna og hefur meira en nokkuð annað gert markaðinn og alþjóða- væðinguna mögulega sem Giddens segir réttilega að hafí breytt heims- myndinni. Ennnauðsynleg Nú i mánuðinum var aldarafmæli helsta boðbera frjálshyggjunnar, Friedrichs Hayeks, en hann fæddist 6. maí 1899.Þekktastaverkhanser„Leiðin til ánauðar" (The Road to Serfdom) sem kom út árið 1944. Allt til dauða, árið 1992, varaði Hayek við hugmyndum sem byggja á því að taka miðstýringu fram yfir samkeppni, þvi það mundi endanlega leiða til ofríkis. Frjálshyggjan á að lifa vegna þess að miðstýrð efnahagsmynd, jafnvel þótt hún sé dregin upp í mesta drengskap, getur haft slæmar afleiðingar. Keynes sýndi fram á að, á réttum tíma og stað, gætu slíkar rökréttar, vel meintar hugmyndir verið heillandi og Hayek sýndi fram á að þegar slíkar hugmyndir eru framkvæmdar leiða þær einungis til skerðingar á frelsi og hagsæld. Sem viðvörun við slíkri hugmyndafræði er frjálshyggjan enn nauðsynleg. Vonin Þriðja leiðin hljómar reyndar mjög kunnuglega í eyrum þeirra sem lesið hafa austurríska skólann í hagfræðinni. Peter Drucker, sem er án nokkurs vafa einn áhrifaríkasti hugsuður aldarinnar (með hugmyndum sínum um stjórnun og stefnumótun), hefur í seinni tíð snúið sér í auknum mæli að umfjöllun um hagfræðileg málefni og skrifað um flest af því sem Giddens skrifar um. Ef austurríski skólinn er skoðaður, og þá helst Schumpeter, Hayek og Drucker, þá má finna grunnhugmyndir margs þess sem þriðja leiðin boðar. Þetta er þó ekki sagt til þess að draga úr mikilvægi orða Giddens heldur til að undirstrika að þriðja leiðin er ekkert orðagjálfur. Boðskapur þriðju leiðarinnar og framsetning Giddens hefur gert undur og stórmerki, orðið flóttaleið fyrir hugmyndafræðilega gjaldþrota vinstri- menn fortíðarinnar, gefið fólki von, gefið fólki trúna á stjórnmálin á ný. Fátt er hættulegra fyrir framtíð þjóðfélags og samfélags þjóða en heimur án hugsjóna. Maðurinn lærir (vonandi) af mistökum sínum, af tilraunum sínum til að láta samfélagið ganga, og þriðja leiðin er sem slík skynsamleg hugsjón og afleiðing af lærdómi síðustu ára. Þekkingarþj óðfélagið r Ibókinni „Post-Capitalist Society" hittir Peter Drucker naglann á höfuðið eins og oft áður þegar hann bendir á að mikilvægasta breytingin á samfélaginu er að ný auðlind hefur tekið við af þeim gömlu sem voru land, fjármagn og vinnuafl, sem Adam Smith talaði um og hagfræðin hefur miðast við allar götur síðan. Þessi auðlind er þekking. Það er þekking sem mun breyta lífskilyrðum og viðskiptaskipulaginu vegna þess að framleiðsluþátturinn (þekking) er nú í höndum starfsmannsins. Auðsköpunin verður með þeirri framleiðni og nýsköpun sem þekkingin getur skapað. Netveruleikinn David Friedman er talsmaður frjáls- hyggjunnar og er reyndar róttækari en flestir. Flestir frjálshyggjumenn telja að einhver ríkisstjórn sé alltaf nauðsynleg og segja að heimur einkaeignar án ríkisvalds gæti virkað en sennilega mundi hann þó ekki gera það. David Friedman segir hins vegar að það gæti verið að hann mundi ekki virka en sennilega mundi hann þó gera það. Framtíðarsýn Friedmans er mjög skemmtileg, framtíðarsýn um þróun á netinu sem byggir á framleiðni og nýsköpun og er ekkert ólíkleg. Hann telur að netið muni þróast út í alþjóðlegt viðskiptaumhverfi sem ekki verði hægt að binda böndum hafta né skattleggja. I kjölfarið verður til annar veruleiki sem kalla má netveruleika sem verður ákveðið mótvægi við viðskiptalíf og stjórnmálaumhverfi „raun"veruleikans. Framtíðarsýnin Framtíðarsýn Friedmans er mjög ólík sýn Giddens. Báðir eru þeir bráð- gáfaðir og hugmyndir þeirra gott innlegg til að reyna að skilja og hafa áhrif á þjóðfélagið og framtíð þess. Boðskapur þeirra endurspeglast kannski í þeím gestum sem mættu á fyrirlestrana. Hjá Giddens mátti sjá marga af mætari hugmyndafræðingum fortíðarinnar hér á landi, kjarnann úr Samfylkingunni og fræðimennHáskólans.HjáFriedmanvar meðalaldurinn hins vegar sennilega 15 árum lægri þar sem hugbúnaðarmenn og ungir hagfræðingar voru í meirihluta. Þá er bara að vita hvor hefur betri sýn inn í framtíðina.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.