Vísbending


Vísbending - 16.07.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 16.07.1999, Blaðsíða 3
D ISBENDING Ensin sátt um núverandi kvótakerfi Halldór Jónsson verkfræðineur Mig langar til að fara nokkrum orðum um grein dr. Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, „Sátt um fyrirkomulag fiskveiða?" í Vísbendingu 2. júlí 1999, þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu, að nauðsynlegt sé að sátt náist um núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi, vegna þess að það sé bezta kerfið, sem völ er á. Ósammála s Eg er ekki sammála þessari fullyrðingu. Ég tel, að í kerfinu sé fólgin sú rökvilla, að minni samkeppni leiði ávallt til meiri afrakstrar og hagkvæmari rekstrar á einingu. Markaðskerfið hefur löngu afsannað þessa fullyrðingu. Það er samkeppnin, sem er eini drifkrafturinn til hagræðingar og lækkunar framleiðslukostnaðar. Ekkert af þessu er samrýmanlegt við hina samkeppnishindrandi grunn- hugsun kvótakerfisins. Sé þessi grunnhugsun kvóta- kerfisins, sem er um leið grunnhugsun kommúnismans, yfirfærð á aðrar atvinnugreinar, hlýtur niðurstaðan að verða sú, að einokun leiði til hámörkunar hagkvæmni fyrir alla. Þetta er auðvitað rétt fyrir handhafa einokunarinnar. Reynsla Islendinga af einokunarverzlun Danakóngs ætti hins vegar að sýna, að einokuninni fylgir ekki endilega hagkvæmni fyrirneytandann. Hámarks- afrakstur kvótaeigandans er ekki sama og hámarksafrakstur eiganda auðlindar- innar — þjóðarinnar. Nægir að nefna meint milljarða-brottkast afla í þessu sambandi? Hliðstæða Eftir sömu rökfærslu og dr. Hannes beitir í grein sinni, gæti ég bent á það, að Steypustöðin ehf. er fyrst íslenzkra steypustöðva 1947. Hún átti þá allan veiðistofninn, sem voru reykvískir steypukaupendur. Fyrirtækið nýtti ekkiallan stofninn af mörgum ástæðum. í fyrsta lagi vegna landlægs fjármagnsskorts þess tíma, viðskipta- frelsi ríkti heldur ekki í landinu og innflutningur tækja var háður innflutningsleyfum. Leyfunum var úthlutað eins og fiskveiðikvótum af nefnd, sem tók mið af fyrri aflareynslu, sem þýddi venjulega það, að SÍS fékk helming alira innflutningsleyfa, og SIS var ekki hluthafi í Steypustöðinni. Það myndaðist því fljótlega pláss fyrir annan aðila í steinsteypu- framleiðslu og BM Vallá ehf. var stofnuð 1955. Þar var SÍS heldur ekki hluthafi. Þessir aðilar gerðu að miklu leyti út af vanefnum þessi ár, en óx smám saman fiskur um hrygg. Þeir hafa síðan ofnýtt veiðistofninn með því að lækka sífellt verðið hjá hinum, þar sem veiðigetan varð fljótlega umfram það, sem stofninn bar. Hverjir högnuðust mest? Það var í rauninni veiðistofninn sjálfur. Fiskurinn varð nefnilega að bíta sjálfviljugur á krókinn. Það var ekki hægt að taka hann í troll og skipa honum að kaupa steypu. Þýðir þetta þá líka, að krókaveiðar hljóti ávallt að geta verið frjálsari en togveiðar? Aðrir aðilar hafa fengið sér steypu- veiðibúnað og farið að gera út á þessa takmörkuðu auðlind, sem eru steypu- kaupendur á höfuðborgarsvæðinu, alveg án þess að kaupa neitt af hinum fyrrnefndu, þó svo að fyrrnefndu fyrirtækin hafi alla þessa aflareynslu að baki og ættu því samkvæmt kvóta- heimspekinni að hafa átt allan markaðinn. Dr. Hannes getur sjálfsagt fallizt á það, að þetta hafi leitt til verri nýtingar hjá öllum fyrirtækjunum. Samkeppnin, sem eru of margir útgerðar- menn og bátar í formi steypubíla, hefur lagt kostnað á þá sem fyrir voru, svo notuð séu fleyg orð ættuð frá dr. Hannesi. Þetta má yfirfæra á nýlenduvöru- verzlunina, sem nú er að ná þeirri hagkvæmni að komast á svo til eina hendi. Hvenær skyldi dr. Hannes telja, að samruni og samþjöppun sé hæfileg til þess að fyllstu hagkvæmni sé þar náð? Er ekki hægt að setja upp sama línurit fyrir Baug og Bónus og dr. Hannes lætur fylgja grein sinni? Talnaleikir Línurit dr. Hannesar um hagkvæmni bátafjölda og afrakstur er líka þeim annmörkum háð, að það gerir ekki ráð fyrir neinni þeirri tækniþróun, sem er möguleg við einokun eða fákeppni. Það er hægt að ná miklu meiri hagkvæmni út úr línuriti dr. Hannesar með því að byggja nokkra stórbáta í stað hinna átta, sem geta veitt allan fiskinn ódýrar. En þess konar talnaleikur og einföld línurit eru óþörf. Það virðist vandalaust að sjá það, að „limens" eða markgildi kvótakerfisins, þar sem hinir betur stæðu kaupa hina verr settu út, er einokun. Hvenær nákvæmlega kemur að endaniðurstóðunni má svo deila um. Lögregluaðgerð Dr. Hannes spyr : „Hvers vegna skyldu íslenskir útgerðarmenn hafa sætt sig án teljandi átaka við lækkun leyfilegs heildarafla úr um 300 þúsund lestum af þorski árlega í um 150 þúsund lestir?" Hann svarar líka: „Vegna þess að þeir gerðu ráð fyrir að fá að njóta þess sjálfir, þegar þorskstofninn tæki síðar að vaxa og dafna." Þetta tel ég vera alrangt. íslenzkir útgerðarmenn áttu ekki um neitt annað að velja. Því hvers vegna þurfti að minnka veiðina með framangreindum hætti? Það var annaðhvort vegna þess, að útgerðarmenn höfðu gengið svo villimannlega um auðlindina, að stofninn var hruninn, eða þá að náttúrulegar aðstæður í sjónum höfðu minnkað þorskgengd svo, að stofninn var talinn í sannanlegri hættu. Vísindamenn sögðu, að nauðsynlegt væri að takmarka veiðina, og það var gert. Um raunverulegar ástæður hrunsins eru hins vegar deildar meiningar enn í dag. í hvoru tilvikinu sem var, hvað sem orsökinni líður, þá er ekki hægt að sýna fram á, að þeir sem voru af frjálsum vilja við útgerð á þessum tíma, ættu minnsta tilkall til aukinna aflaheimilda umfram lágmarkið, ef skilyrði bötnuðu. Takmörkunin var lögregluaðgerð, sem gerð var af þjóðinni gegn sjálftöku- mönnum. Útgerðarmenn gátu ekkert annað en tekið við því, sem að þeim var rétt. Dómstólar my ndu þ ví ekki hafa þurft að viðurkenna neinn bótarétt þessara aðila, enda stórgræddu þeir á úthlutun- inni. Atvinnuréttindi á enginn maður á þurru landi vegna fyrri starfa sinna Markaðurinn á einn að segja til um það, hvort þörf er á hans þjónustu og hvenær. Hvers vegna, dr. Hannes? Það er mér eiginlega ráðgáta, hvers vegna svo einlægur markaðssinni og frjálshyggjumaður, eins og dr. Hannes er, getur eytt svo mikilli orku í að verja svo grunnkommúnískt kerfi, sem kvótakerfið er. Það hlýtur að liggja í augum uppi, að allt annað en að selja veiðiheimildirnar á uppboði til hæstbjóðanda er spilling. Það getur ekki verið neitt annað en spilling, þar sem landsins gæðum er úthlutað til aðalsmanna, sem hafa ekki aðra verðleika til tignar sinnar en að hafa verið staddir á réttum stað á réttum tíma. Arfgengi atvinnuréttinda í einni grein finnst mér álíka vitlaust og

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.