Vísbending


Vísbending - 13.08.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 13.08.1999, Blaðsíða 1
ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 13. ágúst 1999 32. tölublað 17.árgangur Margir hafa hrist hausinn hressilega yfir uppgangi netfyrirtækja á síðustu misserum. Virði þeirra á hlutabréfa- markaði hefur virst langt umfram alla skynsemi hefðbundinna mælikvarða fjármálafræðinnar. Hugsanlega gæti þó markaðurinn verið farinn að endurskoða mat sitt þar sem gengi netfyrirtækja er að lækka verulega um þessar mundir. Hefðbundnar skýringar Margir fjármálasérfræðingar sem hafa haft fjármálasöguna til hliðsjónar hafa séð æðið í kringum netfyrirtæki sem dæmi um svokallað túlipanaæði, þ.e. að fjöldinn verði svo brjálæðislega bjartsýnn um framtíð einhvers, jafnvel þó að það sé nær virðislaust, að verð hækkar upp úr öllu valdi. Jafnvel hörðustu hugmynda- fræðingar hafa þó smám saman verið að guggna á kenningum sínum og viðurkennt að í raun skilji þeir ekki hvað er að gerast. Á meðan hafa komið fram nýir spekingar sem hafa haldið því fram að við lifum í nýjum heimi sem byggður er á upplýsingum og sem hefur breytt öllum helstu hagfræðilögmálum sem hingað til hafa verið notuð til þess að Netbólan skilja veruleikann. Efnahagsveruleikinn erallt annar en áður, segj a þeir, og benda, máli sínu til stuðnings, á þann uppgang sem hefur verið í bandarísku efnahags- lífi og hefur, að þeirra sögn, gert hefð- bundnar kenningar hagfræðinnar úreltar. Ergleðinúti? Helstu hetjur netheimsins hafa orðið fyrir verulegum skakkaföllum að undanförnu. Fyrirtækin Yahoo, America Online og Excite@Home hafa öll lækkað í verði um meira en 50% frá því að hlutabréfaverð í þeim stóð sem hæst. Hlutabréfaverð í Amazon.com hefur lækkað um meira en 60% og fyrirtæki eins og Infoseek og E*Trade hafa misst tvo þriðju hluta af sínu verðmæti. Þá hefur Goldman Sachs Internet vísitalan, sem sýnir gengi netfyrirtækja, lækkað um rúmlega 30% frá því að hún stóð hæst um miðjan apríl. A meðfylgjandi mynd má sjá hvernig hreyfingarnar á gengi hlutabréfa í Amazon.com, America Online og Yahoo hafa verið síðastliðið ár og þar má sjá að gengi þessara fyrirtækja er nokkuð samstíga og hefur þeim öllum skrikað nokkuð fótur. Mynd 1. Gengi hlutabréfa í nokkrum netfyrirtœkjum ásamt gengi tceknifyrirtækjavísitölunar Nasdaq Composite 500 450 400 350 300 250 200 150 100 50 0 -50 Ág. Sept. Okt. Nóv. Des. Jan. Feb. Mars Apr. Maí Júní Júlí Ág. 1998 1999 .com Það er greinilegt að það er ekki lengur nægilegt að setja „punktur com" á eftir nafhi á fyrirtæki til þess að það taki á flug á markaðinum. Fjárfestar virðast vera áhættufælnari nú en oft áður. Að vissu leyti er hægt að útskýra það með yfirvofandi hættu á hækkandi vöxtum í Bandaríkjunum en jafnframt því má vænta að fleiri og fleiri vilji tryggari fjárfestingar en þær sem eiga hugsanlega eftir að gefa af sér hagnað einhvern tímann í fjarlægri framtíð. Markaðurinn hefur hins vegar hingað til ekki haft mikinn áhuga á hefðbundnum mælikvörðum á virði fyrirtækja enda skipta þeir ekki máli ef fólk er tilbúið að taka þátt í leiknum og kaupa án þess að líta til hægri eða vinstri. Það var þó ljóst, þótt hugmyndir um ný hagfræðilögmál segi að það sé engin leið niður, að gengi bréfa í netfyrirtækjum mundi einhvern tímann lækka, að ekki gætu allir verið sigurvegarar á þeim markaði frekar en öðrum mörkuðum. Ævintýrið í Oz Islenski draumurinn á svipuðum vettvangi er hugbúnaðarfyrirtækið Oz og þó að það sé ekki skráð á hlutabréfamarkaði hafa hlutabréfm í fyrirtækinu gengið kaupum og sölum líkt og það væri á markaði. Fyrir þremur mánuðum þegar gengi bréfanna náði sem hæst stóð það í 4,80 en í dag er það um 2,75. Þetta þýðir að bréfin í Oz hafa lækkað um 43%. Það er margt sem bendir til þess að ævintýrið sé úti hjá netfyrirtækjum, að allt í einu þurfi þau að lúta sömu lögmálum og önnur fyrirtæki á markað- inum í stað þess að vera til í annarri vídd. Það er ekki ólíklegt að þá muni þeir fjárfestar sem hafa villst inn í þessa vídd eða tófraheim óska þess að þeir væru annars staðar rétt eins og litla stúlkan í Galdrakarlinum í Oz þegar hún lokaði augunum og sagði: „Heima er best." Heimildir: Business Week (11. ágúst '99), Bloomberg Financial Data og ft.com. 1 Gengi hlutabréfa í net- fyrirtækjum hefur lækkað mikið núna síðustu þrjá mánuðina. 2 Stjórnir í fyrirtækjum eru að mörgu Ieyti mikilvægar og nauðsynlegt er að fá góða menn til starfans. 3 Magnús I. Guðfinnsson viðskiptafræðingur fjallar um mikilvægi þess að skoða innviði fyrirtækja. 4 Halldór Jónsson verk- fræðingur svarar greinar- stúf Hannesar Hólmsteins prófessors.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.