Vísbending


Vísbending - 10.12.1999, Blaðsíða 2

Vísbending - 10.12.1999, Blaðsíða 2
ISBENDING Hlutabréfaafsláttur og hlutabréfasjóðir Elín Guðjónsdóttir viðskiptafræðingur Imarsmánuði 1984 samþykkti Alþingi lög um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri. Lögin voru sett í tengslum við breytingar á lögum um tekju- og eignarskatt. Markmiðið með lagasetningunni var að örva eigin- fjármyndun og fjárfestingu í íslenskum fyrirtækjum og efla íslenskan hluta- bréfamarkað. Þessu átti að ná með því að gera fjárfestingu í atvinnurekstri skattalega hagstæða fyrir almenning. I þessari grein er ætlunin að fjalla lítillega um ofannefnd lög og áhrif þeirra og um afsprengi þeirra, hlutabréfasjóði. Fj árfestingarleiðir Ilögunum var gert ráð fyrir því að menn gætu notið skattfrádráttar á fernan hátt: með því að fjárfesta í hluta- bréfum atvinnufyrirtækja eða í fjárfest- ingarfélögum eða leggja fé í starfs- mannasjóði eða inn á stofnfjárreikninga. Aðeins fyrsta leiðin hefur náð vinsæld- um. Hér á eftir verður gerð nánari grein fyrir fyrstu þremur kostunum. Hlutabréf. Hér er átt við fjárfestingu einstaklinga í hlutabréfum fyrirtækja þar sem engar hömlur eru lagðar á viðskipti með hlutabréf félagsins í samþykktum þess, ársreikningar þess eru öllum aðgengilegir og fjöldi hluthafa og fjár- hæð hlutafjár nær tilgreindu lágmarki. Ríkisskattstjóri hefur séð um að stað- festa hvaða félög uppfylla ofannefnd skilyrði. Árið 1984 sóttu 18 félög um slíka staðfestingu og í lok ársins 1998 var fjöldinn 165. Fjárfestingarfélög. Fjárfestingar- félög eru hlutafélög sem sérstaklega eru stofnuð til að fjárfesta í hlutafé og öðrum verðbréfum atvinnufyrirtækja. Nokkuð strangar kröfur eru gerðar til þessara félaga varðandi fjárfestingarstefnu, fjárhæð hlutafjár, dreifingu atkvæða- magns, framsal hlutafjár, opinbert eftirlit og fleira. Fjármálaeftirlitið skal hafa eftirlit með starfsemi fjárfestingarfélaga eftir sömu reglum og gilda um eftirlit með bönkum og sparisjóðum eftir því sem við getur átt.1 Starfsmannasióðir, Hér er átt við sameignarfélög stofnuð í tengslum við tiltekin hlutafélög af starfsmönnum þeirra. Eina markmið starfsmannasjóðs væri að kaupa hlutafé í hlutafélaginu. Hér var starfsmönnum gefinn kostur á skattfrádrætti með því að leggja fé til hlutabréfakaupa í viðkomandi félagi og voru ekki gerðar jafnstrangar kröfur til þessara félaga og þeirra sem nefnd eru hér að framan. Stofnaðir voru tveir slíkir sjóðir, fyrir Arnarflug hf. og Marel hf., en báðir störfuðu stutt. Lykilhlutverk Skattfrádrátturinn hefur leikið lykil- hlutverk í því að efla hlutafj ármarkað hér á landi og hafa markmið laga nr. 9/ 1984 flest náðst. Fyrstu áhrif frádráttarins voru að íslensk hlutafélög byrjuðu að afnema hömlur á framsali hl utabréfa. N ú, 15 árum síðar, er markaðsverðmæti hluta- bréfa sem hlutfall af vergri landsfram- leiðslu orðið um 54%. Hlutafjármarkaðurinn er orðinn það öflugur að hann hefur náð að taka við einkavæðing- aráformum stjórnvalda og stórum opnunar- útboðum (e. initial public offering) einka- fyrirtækja. Hlutabréfa- eign almennings hefur stóraukist á þessu tíma- bili og er orðin almenn. f árslok 1998 töldu um 79 þúsund íslendingar fram hlutabréfaeign og um 35 þúsund nýttu sér skattfrádráttinn á því ári. Þetta hefur m.a. leitt af sér svokallaða hluthafamenningu og má merkja breytt og jákvæðari viðhorf til arðsemi- sjónarmiða meðal almennings og stjóm- málamanna. Gagnrýni á framkvæmd Lögin og greinargerðin sem þeim fylgdi sýna að með þeim hugðist löggjafinn: • beina fjárfestingunni inn á ákveðnar brautir þannig að hér á landi mynduðust fastmótaðar leiðir til fjár- festingar í áhættufé, en það auðveldar almenningi mjög slíka fjárfestingu; ■ veita þeim er hyggðust festa sparifé sitt í atvinnurekstri vissa lágmarks- tryggingu fyrir því að féð færi til fjár- festingar sem líkleg væri til að gefa arð og með það yrði ekki misfarið; • trygSÍa það eftir megni að frádrátturinn næði einungis til raunvemlegrar aukn- ingar á framlögum manna til atvinnu- rekstrar og heimildin yrði því ekki misnotuð. Hugsa má sem svo að tveimur fyrri markmiðunum hafi átt að ná með framannefndum fjárfestingarfélögum, en fjárfestingarstefna þeirra var mótuð af Álþingi og þau áttu að vera undir opinberu eftirliti, en einhverra hluta vegna höfðu opinberir aðilar lítinn áhuga á að slík félög kæmust á legg. Hlutabréfasjóðurinn hf. var stofnaður árið 1986 semfjárfestingarfélag. Sjóður- inn hlaut staðfestingu RSK sem fjár- festingarfélag það ár en ári seinna sem hlutafélag. Þrátt fyrir það hélt Hluta- bréfasjóðurinn hf. áfram að starfa sem fjárfestingarfélag. Árið 1990 vom stofn- aðir fjórir nýir svokallaðir hlutabréfa- sjóðir sem venjuleg hlutafélög en ekki fjárfestingarfélög. Þetta var m.a. gert til þess að komast hjá lagaumgjörðinni um fjárfestingarfélög. Þegar forsvarsmönn- um Hlutabréfasjóðsins hf. varð ljóst á hvaða gmnni samkeppniaðilar þeirra ætluðu að starfa breyttu þeir sam- þykktum félagsins og hættu að starfa sem fjárfestingarfélag. Ekki er ljóst af hverju fjármálaráðuneytið, ríkisskatt- stjóri og bankaeftirlitið höfðu ekki áhuga á því að ofannefndir sjóðir væra skilgreindir sem fjárfestingarfélög. Jafnvel má fullyrða að þessir aðilar hafi sofnað á verðinum, m.v. anda laga nr. 9/ 1984. Þetta aðgerðarleysi opinberra aðila hafði lítil áhrif árin 1987-1989 vegna þess að eini starfandi hlutabréfasjóður- inn hagaði sér í einu og öllu eins og fjárfestingarfélag en á næstu árum fóru íslenskir hlutaþréfasjóðir að breyta fjárfestingarstefnu sinni og hún fjar- lægðist æ meira þá stefnu sem fjárfest- ingarfélög áttu að fylgja. í lok október 1999 voru um 54% af eignum hluta- bréfasjóða í innlendum hlutabréfum, um 8% voru í skuldabréfum innlendra fyrirtækja, um 22% í erlendum verðbréf- um og afgangurinn í verðbréfum opinberra aðila og fjármálastofnana. Samkvæmt framannefndum lögum áttu 90% af eignum fjárfestingarfélaga að vera í verðbréfum innlendra fyrirtækja. Islenskir hlutabréfasjóðir eru því um 28 prósentustigum frá því að uppfylla þá fjárfestingarstefnu sem löggjafinn hafði hugsanlega ætlað þeim. Margt í framkvæmd laganna um Frádráttur frá skattskyldum tekjum vegna hlutabréfakaupa Fjöldi staðfestra félaea Fjöldi þeirra sem nýttu sér skattfrádráttinn Heildarfrá- dráttur í m.kr. 1984 18 1.707 25 1990 77 16.350 1.670 1995 136 16.349 1.454 1998 165 34.887 2.095 Heimild: Ríkisskattstjóri. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.