Vísbending


Vísbending - 10.12.1999, Blaðsíða 4

Vísbending - 10.12.1999, Blaðsíða 4
ISBENDING (Framhald af síðu 1) árum. Meðlimum í WTO mun fjölga og fleiri tollamúrar munu falla af þeim sökum en nú síðast fengu Kínverjar loforð um inngöngu í samtökin (sem stendur ef þeim sem mótmæltu í Seattle tekst ekki að hindra bandaríska þingið í því að samþykkja aðild þeirra). Þá eru stofnanir eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn mjög virk í þeirri viðleitni að fella niður viðskiptahöft. Fleiri ríki munu fara að dæmi Chile og fella niður tolla einhliða, enda verður æ ljósara að viðskiptahömlur koma þeim sjálfum verst. Hins vegar skiptir mestu máli að þróunarlönd munu að eigin frumkvæði mynda svæðisbundnar viðskiptablokkir sem verða leiðandi í viðskiptum. Þetta hefur þegar gerst í S- Ameríku og á Arabíuskaganum og viðleitni í þessa átt er t.d. sjáanleg í löndunum kringum S-Afríku og í Mið- Austurlöndum. Þessi blokkamyndun mun auka sjálfstraust þessara þjóða sem munu hafa traust af nágrönnum sínum, auk þess sem þessar stærri heildir eru líklegri til þess að geta sigrast á hagmunahópum í einstaka löndum. Jafnframt munu Bandaríkin og Evrópa Greinin „Útþensla sveitarfélaga" sem birtist í 47. tölublaði Vísbendingar á þessu ári hefur vakið mikla athygli að undanfömu. Að gefnu tilefni er þó rétt að vekja athygli á nokkrum atriðum varðandi þá útreikn- inga sem liggja að baki einkunnum sveitarfélaganna. Forsendur ugmyndin á bak við einkunna- gjöfina er að til sé það sem mætti kalla „draumasveitarfélag“ og voru búnir til nokkrir mælikyarðar sem þóttu líklegir til þess að geta lýst fyrirmyndar- rekstri og -stöðu sveitarfélags. I grein- inni var vísað í fyrri blöð Vísbendingar sem lýsa aðferðafræðinni, forsendurnar hafa þó lítillega breyst. Forsendurnar eru sex: 1) Skattheimtan þarf að vera sem lægst: Sveitarfélög með útsvars- hlutfallið 11,24 fá 10 í einkunn en þau sem em með 12,04 fá einkunnina núll. Skalinn er svo í réttu hlutfalli þar á milli. 2) Fjárfestingar þurfa að vera hæfilegar. Hæfilegt hlutfall er sett sem 22,75% af tekjum sem gefur einkunnina 10. Eins prósents breyting frá þessu hlutfalli til eða frá veldur því að einn heill er dreginn frá í einkunn. Þau sveitarfélög sem eru með hærra hlutfall en 32,75% eða lægra hlutfall en 12,75% fá því núll í einkunn. 3) Þjónusta þarf að vera hagkvæm. huga nánar að sínum eigin nágrönnum, samfara stækkun NAFTA og ESB. Af öllum sólarmerkjum að dæma munu það þess vegna vera staðbundin viðskipta- svæði sem leiða aukin utanríkisviðskipti í þriðja heiminum á næstu árum. Sorg, sorg að er hins vegar sorglegt að sjá heimsku bera Vesturlönd ofurliði á nýjan leik en nú er tæp 70 ár síðan bandaríska þingið setti hin alræmdu Smoot-Tawley lög sem lögðu ofurtolla á allan innflutning og urðu tilefni sams konar aðgerða af hendi annarra rfkja. I kjölfar þeirra hrundu alþjóðaviðskipti í heiminum og það er vert að minnast þess að þrátt fyrir áratugaviðskipta- viðræður hefur viðskiptafrelsi ekki enn náð því sem var áður en kreppan mikla hófst. Enn sorglegra er þó að mennta- menn með vinstri slagsíðu hafa fengið nýja góðviljaða heimsku til þess að elta. Nú eiga „öreigar allra landa“ að sameinast gegn WTO og hafa engu að tapa nema myndbandstækjum og tuskudýrum sem öll bera þann óhugnanlegan stimpil „made in China“. Hagkvæmt þjónustuhlutfall miðast við að útgjöld til málaflokka (þjónustu) sé 77,25% af tekjum. Eins prósents frávik þýðir að einn heill er dreginn frá í einkunn, núllmörkin eru þá við 87,25% og 67,25%. 4) Skuldir þurfa að vera sem lægstar. Ef sveitarfélag hefur engar skuldir fær það 10 í einkunn en fyrir hverjar 20.000 krónur í skuld pr. íbúa dregst einn heill frá. Sveitarfélög sem eru með meira en 200.000 krónur í skuld á íbúa fá þ.a.l. núll í einkunn. 5) Veltufjárhlutfall þarf að vera í kringum 1. Frávik sem nemur 0,2 frá veltufjár- hlutfallinu 1 þýðir að einn heill dregst frá einkunninni. 6) Breytingar á fjölda íbúa þurfa að vera hóflegar. Allt að 2% breyting á fjölda íbúa gefur einkunnina 10 en hvert prósent frá þeim vikmörkum þýðir að einn heill er dreginn frá einkunn. Þessar sex forsendur eru síðan vegnar saman jafnt. Vísbending Eins og má lesa út úr forsendunum lýsir einkunnin sem sveitarfélögun- um er gefin ekki innbyrðis peningalegri stöðu þeirra eða lánshæfi. Sveitarfélag með vonda fjárhagsstöðu getur fengið betri einkunn en önnur sveitarfélög sem hafa betri fjárhagsstöðu. Einkunna- gjöfin er þó ágæt vísbending fyrir þá sem að rekstrinum standa. Aðrir sálmar _________________________________x Við áramót T Töfundur sálmsins gerir sér grein xxfyrir því að í hópi lesenda eru margir sem leitað er til um hugsanir við áramót. Hann eykur því leti þeirra með því að setja hér fram forskrift að slíkum pistli. Hugmyndirnar má nota ef þess er gœtt að geta ekki heimildar: Þar sem þetta er síðast sálmur ársins er ekki óviðeigandi að horfa um öxl og fram á veginn. Margs er að minnast og í góðærinu koma mörgum í hug orð skáldsins: (hér geta menn sett inn orð skálds að eigin vali. Þeir sem vilja vitna í orð Hannesar Hafsteins eða Einars Ben við síðustu aldamót verða að geta þess í leiðinni að þau kvæði voru ort fyrir 99 árum). „í búri nornar hleypur Hans í spik og hakkar í sig rauðgraut flesk og önd.' “ Kosningarnar síðastliðið vor sýndu að þrátt fyrir að nú séu 25 þingmenn í floldcum sem ekki voru til fyrir ári þá hefur í raun ekkert breyst nema að þjóðin státar nú af sex framsóknarráðherrum í stað fimm, sem er eðlilegt í ljósi þess að flokkurinn hefur nú heil 75% af þeim þingstyrk sem hann hafði fyrir kosningar. Pólskir verkamenn hafa skotið styrkum stoðum undið atvinnulíf í dreifðum byggðum landsins. Ekki er að efa að álver á Reyðarfirði mun verða búhnykkur fyrir Gdinia en þar hefur verið vaxandi atvinnuleysi. Solidamos leggst eindregið gegn því að gert verði umhverfismat og þaðan af síður arðsemismat á Eyjabakkavirkjun. Á nýju ári takast sumir á við ný störf meðan aðrir minnast glæstari tíma. Við tökum því undir með skáldinu: „Þú undir, Páll minn, einn, við leik og störf, en allt er hverfult: von um líf og tal þú fylltist, Páll, og félagslegri þörf við för þína í hinn dimma bíósal. Ó, Paili minn, í dauðum hlutaheimi þú hringlaðir á tilgangslausu sveimi.2 “ 1 Þórarinn Eldjárn: Hans og Gréta. 2 ÞE: Palli var einn í heiminum. \__________________________________________) /Ritstjórn: Eyþór (var Jónsson ritstjóri ogA ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda._______________________ Draumasveitaifélasið 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.