Vísbending


Vísbending - 10.12.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 10.12.1999, Blaðsíða 3
ISBENDING 25 20 15 10 5 0 Eignir hlutabréfasjóða (í milljörðum króna) I Innlend hlutabréf 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 Heimild: Seðlabanki fslands skattfrádráttinn hefur gert það að verk- um að menn hafa getað fengið skattfrá- drátt án þess að um raunverulega aukn- ingu á framlögum til atvinnurekstrar hafi verið að ræða. Sem dæmi má nefna fjárfestingu í hlutabréfum hlutabréfa- sjóðs sem notar stóran hluta eigna sinna til að fjárfesta í erlendum verðbréfum og/eða verðbréfum útgefnum af hinu opinbera. Síðustu ár hefur það verið nokkuð gagnrýnt að einstaklingar skuli fá skattfrádrátt vegna fjárfestinga í hlutabréfum hlutabréfasjóða. Sumir hafa viljað setja reglur um hlutabréfa- sjóði til þess að knýja fram breytingu á fjárfestingarstefnu þeirra.2 Aðrir hafa viljað setja svipaðar reglur um hlutabréfasjóði og gilda um hlutdeildar- skírteinasjóði (verðbréfasjóði), m.a. til að vernda sparifjáreigendur. Fylgjendur óbreyttra reglna hafa svarað þessu með því að segja að hlutabréfasjóðir séu hlutafélög og að um þá eigi að gilda sömu reglur og um önnur íslensk hlutafélög.3 íslensk stjórnsýsla hefði getað haft áhrif á fjárfestingarstefnu hlutabréfasjóða og haft eftirlit með þeim með því að staðfesta þá sem fjárfest- ingarfélög í stað hlutafélaga en það var ekki gert. Eftirlitsstofnun EFTA hefur einnig gagnrýnt skattfrádráttinn vegna þess að innlendum hlutabréfum sé hyglað á kostnað hlutabréfa í öðrum EES-ríkjum, sem hefti frjálsa fjármagns- flutninga. Hér má nefna fleiri atriði sem gagn- rýnd hafa verið við skattfrádrátt vegna hlutafjárkaupa. Frádrátturinn hefur kostað ríkisvaldið um 6 ma.kr. á núvirði. Slíka ráðstöfun má gagnrýna út frá hagrænum ókostum niðurgreiðslna almennt en þær skekkja verðmyndun og veikja markaðsöfl og draga því úr upplýsingalegri skilvirkni. Þá má ætla að ákvarðanir um kaup bréfa í einstökum fyrirtækjum séu ekki byggðar á gæðum fyrirtækjanna með sama hætti og þær væru án tillits til skattfrádráttarins. Hlutabréfakaup í desember ár hvert hafa leitt til ójafnvægis á markaðinum og aukið þörf hlutabréfasjóða til að fjárfesta í öðrum verðbréfum en innlendum hlutabréfum. Það hefði verið hægt að veita frádrátt vegna hlutafjárkaupa á annan hátt en gert hefur verið. Eitt aðalmarkmið lagasetningarinnar var að auka eigið fé íslenskra fyrirtækja en einfaldasta leiðin til að auka eigið fé fyrirtækis er að selja nýtt hlutafé. Hugsanlega hefði aðeins átt að veita frádráttinn við fjárfestingu í nýútgefnu hlutafé. Einnig hefði verið hægt að fara þá leið að veita aðeins frádrátt vegna hlutafjárkaupa í fjárfestingarfélögum og tengja síðan fjárhæð frádráttarins við fjárfestingarstefnu. Sjóður með varkára fjárfestingarstefnu gæfi lægri skattfrá- drátt en sjóður sem fjárfesti í nýju hlutafé í vaxtargeirum. Þessi leið hefði leitt af sér þroskaðri hlutabréfamarkað en við höfum í dag og aukið framboð af íslensku áhættufjármagni. Hlutabréfasjóðir Frá árinu 1986 hafa sjóðir eins og Hlutabréfasjóðurinn hf. og aðrir sem fylgdu í kjölfarið gengið undir nafninu hlutabréfasjóðir vegna þess að þeir fjármagna starfsemi sína með því að gefa út hlutabréf og fjárfestingarstefna þeirra gerir ráð fyrir því að þeir eigi mikið af hlutabréfum. Engin sérstök lög eða reglur gilda um þessa sjóði og orðið hlutabréfasjóður er hvergi skilgreint. Með tilkomu hlutabréfasjóða gafst almenningi kostur á að fjárfesta í verð- bréfasafni sem fagmenn stýra í stað þess að fjárfesta í hlutabréfum eins eða fleiri atvinnufyrirtækja, og njóta um leið þeirrar áhættudreifingar og ávöxtunar sem slík fjárfesting getur gefið af sér. VÞÍ skilgreinir 11 skráð hlutafélög sem hlutabréfasjóði og voru eignir þeirra í lok október 1999 um 19,4 ma.kr. VÞÍ skilgreinir ekki félög eins og Þróunar- félag Islands hf., Eignarhaldsfélag Alþýðubankans hf. og íslenska hug- búnaðarsjóðinn hf. sem hlutabréfasjóði. Hérlendis eru starfræktir nokkrir fleiri sjóðir/félög sem mætti flokka sem hlutabréfasjóði. Nefna má að nokkrir verðbréfasjóðir fjárfesta aðallega í hlutabréfum. Búnaðarbanki Islands hf. rekur fjárfestingarsjóðinn ÍS-15, sem er ekki hlutafélag en fjármagnar sig með sölu hluta og fjárfestir í hlutabréfum. Þessi sjóður hefur vaxið hratt og er hann nú stærri en stærsti hlutabréfasjóðurinn á VÞI. Islensku hlutabréfasjóðina má kalla opna sjóði, þ.e. rekstraraðili sjóðsins hefur sífellt til sölu nýja hluti. Einnig eru til lokaðir hlutabréfasjóðir hérlendis. Einn stærsti lokaði sjóðurinn er hinn nýstofnaði Arctic Ventures I sjóður en stærð hans er um 2 ma.kr. Hlutabréfasjóðir á VÞI hafa skilað góðri ávöxtun síðustu ár, sérstaklega ef tekið er tillit til skattfrádráttarins. Fyrstu 11 mánuði þessa árs hækkaði vísitala hluta- bréfasjóða og fjárfestingarfélaga á VÞI um 16%, á sama tíma hækkuðu úrvals- vísitala VÞI og heildarvísitala aðallista VÞÍ um 30%. Árin 1997 og 1998 hækkuðu þessar tvær heildarvísitölur einnig meira en vísitala hlutabréfasjóða og fjár- festingarfélaga. Heimíldir: Stjómartíðindi, Tölfræðisvið Seðlabanka íslands, Verðbréfaþing íslands. Hlutabréfamarkaður (lokaritgerð höfundar við viðskipta- og hagfræðideild H.í. íjúní 1999). 1 Þessi ákvæði um fjárfestingarfélög eru nokkuð merkileg. Þau lýsa í raun gagnkvæmum sjóðum (e. mutual funds) sem fjármagna sig með því að selja hlutafé, en ekki voru sett lög um svipaða sjóði (verðbréfasjóði) fyrr en árið 1989. 2 í frétt í Morgunblaðinu 5. jan. 1996 er m.a. vitnað í orð fjármálaráðherra „ ...að skattaafslátturinn sé til þess ætlaður að hvetja fólk til að leggja áhættufé. Þróunin hafi síðan orðið sú að stór hluti kaupanna fari fram í hlutabréfasjóðum sem ávaxti fé sitt að stórum hluta í skuldabréfum, jafnvel öruggum ríkisskuldabréfum, og í erlendum verðbréfum. Friðrik segir að svo virðist sem hlutabréfakaupin séu að mestu í hlutabréfasjóðum og það hljóti að vekja ýmsar spurningar. Þróunin hafí orðið sú að hlutabréfasjóðimir hafi selt hluti án þess að hafa hlutabréf á bak við. Ríkisstjórnin vilji hins vegar beita skattalögunun til að hvetja almenning til að leggja áhættufé í atvinnulífið. Ráðherra segist ekki vera að boða stórkostlegar breytingar á núverandi fyrirkomulagi, fremur lagfæringar. Bendir hann á reglur um fjárfestingarsjóði. Það erenginn vafi á því að skattaafslátturinn hafi skilað sér vel. Ég vil ekki að þetta gangi til baka heldur vil ég að þessi skattafríðindi nýtist með beinskeyttari hætti.” 3 Gunnar Helgi Hálfdánarson sagði í Morgunblaðinu 9. jan. 1996 að sérstakar reglur um hlutabréfasjóði myndu leiða til þess að þeim yrði mismunað samanborið við önnur hlutafélög. ( A Gleðilegjól etta blað er síðasta Vísbending sem kemur með hefðbundnu sniði fyrir jólin. Síðasta blað ársins, 50. tölublað, er jólablað Vísbendingar sem er stærra í sniðum og kemur í stað tveggja blaða með hefðbundnu sniði. Jólablaðið í ár verður einkar veglegt með mjög athygli- verðurn greinum. Meðal greinarhöf- unda eru Guðjón Friðriksson, Már Guðmundsson, Ásgeir Jónsson, Sigurður Jóhannesson og Ólafur Hannibalsson. Fyrsta blað Vísbendingar á nýju ári kemur út þann sjöunda janúar. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.