Vísbending


Vísbending - 10.12.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 10.12.1999, Blaðsíða 1
ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 10. desember 1999 49. tölublað 17. árgangur Sigur heimskunnar Ásgeir Jónsson hagfræðingur Sendimenn 135 þjóða komu í saman í Seattle í síðustu viku undir merkjum Alþjóðaviðskiptastofn- unar WTO. Þeir ætluðu að semja um niðurrif viðskiptahafta en svo mikil misklíð var meðal þátttakenda að fund- urinn endaði án þess að samninga- viðræðurnar gætu raunverulega hafist. Liðsveitir verkalýðsfélaga og umhverf- issinna mótmæltu utandyra og fögnuðu síðan sigri. Mótmælin voru verk atvinnumanna sem eru lagnir við fjöl- miðla og hafa nægt fé á milli handa. Þeir hafa einföld og skýr skilaboð sem þeir hafa nú komið á framfæri í fréttatímum og sjónvarpsauglýsingum. Andspænis þeim eru gráir hagfræðingar sem kunna engin slagorð og fáir skilja. Fundurinn í Seattle veldur vatnaskilum, ekki aðeins fyrir það að fylgismenn viðskiptahafta hafa unnið áróðurssigur heldur er barátt- an fyrir frjálsum viðskiptum að breytast í grundvallaratriðum. Frá seinna stríði hafaiðnríkiveriðífararbroddifyrirfrjáls- um viðskiptum en vanþróuð ríki hafa dregið lappirnar. Þetta er nú að snúast við. Auðmýking WTO mun líklega verða til þess að þriðja heims ríki taka frum- kvæðið í sínar eigin hendur og afnema viðskiptahöft innan sinna eigin raða án föðurlegrar afskiptasemi Vestur- veldanna. Einu sinni var s Iupphafi þessarar aldar voru heims- viðskipti nær algerlega frjáls en iðn- ríkin hófu þann leik að leggja á tolla eftir að kreppan mikla skall á árið 1929. Þau sáu þó fljótlega að sér eftir seinna stríð og hafa slakað á viðskiptahöftum síðan en þriðja heims ríki gengu þá í þver- öfuga átt. Tollar og kvótar eru líklega helsta ástæðan fyrir því að bilið á milli ríkra og fátækra þjóða hefur breikkað svo mjög á síðustu áratugum en utanríkisviðskipti færa þróunarlöndum dýrmæta tækniþekkingu og fjármagn. Mörg fátæk ríki voru á þeim tíma blinduð af sósíalisma og þjóðernishyggju en samt verður að skrifa hluta af þeirri vitleysu á reikning hagfræðingastéttar- innan Flestir þróunarhagfræðingar um 1950 fullyrtu að fjárfesting í fjármagns- frekum þungaiðnaði í anda bresku iðnbyltingarinnar væri helsta leiðin til ríkidæmis. Þess vegna var það réttlætan- legt að styðja vögguiðngreinar með tollum og beina fjárfestingu til iðnaðar með fjármagnshöftum. Hins vegar hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan og flestir hagfræðingar hafa vitkast. Þau einföldu sannindi hafa loks verið viðurkennd að fjármagnsfrekur iðnaður á heima í fjármagnsríkum löndum en vinnuaflsfrekur iðnaður þar sem nóg er af vinnandi höndum. En það sem meira skiptir er að þeim þróunarríkjum sem hafa aðhyllst viðskiptafrelsi hefur verið vel launað með hagvexti. Núorðið eru það aðeins vestrænir menntamenn sem sjá ekki tengsl á milli utanríkisviðskipta og bættra lífskjara í þriðja heiminum. Þriðja leiðin til fátæktar Aukið viðskiptafrelsi hefur þó alltaf verið á forsendum iðnríkjanna sem hafa sína gullkálfa sem þau varast að brjóta. ESB er nú undir stjórn „þriðju leiðar sósíalista" sem líta á það sem sitt helsta hlutverk að vernda evrópska velferðarhagkerfið gegn alþjóðlegri samkeppni. f Bandaríkjunum eru það ítök hrörnandi atvinnugreina, s.s. stál- og fataiðnaðar, sem koma í veg fyrir frjáls viðskipti á þeim sviðum. Samt sem áður hafa Bandaríkjamenn verið leiðandi í viðskiptaviðræðum m.a. vegna þess að þeim er í mun að opna erlenda markaði fy rir sínum eigin vörum. Þeir hafa í þessu skyni dröslað ESB áleiðis en nú þykjast Evrópubúar hafa fengið það frjálsræði sem þeir óska eftir og eru t.d. einarðir á móti frjálsum viðskiptum með landbún- aðarafurðir. Jafnframt hefur gosið upp andstaða innan Bandaríkjanna við aukið viðskiptafrelsi sem birtist vel með mótmælunum í Seattle. Mótmælaspjöld- in báru auðvitað vitni um bæði hræsni og heimsku. Verkalýðsfélög segjast hjálpa bræðrum sínum erlendis með því að loka á framleiðsluvörur þeirra. Banda- rískir blökkumannaleiðtogar eru t.d. á móti viðskiptum við Afríku vegna þess að þeir vilja vernda bræður sína þar fyrir arðráni af hendi hvítra auðvaldsseggja. NAFTA-hrellir Það sem þó raunverulega skiptir máli er að Bandaríkjamenn eru orðnir hrelldir af NAFTA og auknum viðskipt- um við Mexíkó. A síðustu 5 árum hafa fyrirtæki í vinnuaflsfrekum iðngreinum annaðhvort flutt starfsemi sína til Mexíkós eða ráðið mexfkóska verka- menn til starfa. Mexíkóbúar eru rúmlega 90 milljónir og eru fúsir til þess að vinna fyrir fjórum sinnum lægri laun en þekkist norðan við landamærin. Það er þetta nær óþrjótandi ódýra vinnuafl sem hefur átt stóran þátt að bandaríska hagkerfið hefur vaxið svo hratt sem raun ber vitni án þess að verðbólga hafi látið á sér kræla. En bandarískum verkamönn- um finnst þeir bera skarðan hlut frá borði og hafa gerst æði ókyrrir og æ erfiðara verður fyrir stjórnmálamenn að hundsa kröfur þeirra. Á síðustu 3-4 árum hafa engir stórir viðskiptasamningar komist í gegnum Bandaríkjaþing. Jafnframt munu fátækar þjóðir hafa æ minni þolinmæði fyrir hræsnisfullum skipun- um sem virðast ætla að fylgja viðskipta- samningum við Vesturveldin. Þetta sást vel af því hvernig Clinton reitti fátækar þjóðir til reiði með kröfum um réttindi verkamanna sem Bandaríkjamenn sjálfir fylgja ekki að öllu leyti eftir. Allt bendir því til þess að Bandaríkin hafi misst forystuhlutverk sitt í alþjóðaviðskiptum og hvorki Evrópa né Japan muni fella tár yfir því. Líklega mun hvorki ganga né reka í alþjóðlegum viðskiptasamningum í nokkur ár að minnsta kosti. Ljós í myrkri Þetta táknar þó ekki að frelsi í viðskiptum muni ekki aukast á næstu (Framhald á síðu 4) 1 Ásgeir Jónsson hag- fræðingur fjallar um fund Alþjóðaviðskiptastofhunar- innar í Seattle. 2 Elín Guðjónsdóttir við- skiptafræðingur fjallar um hlutabréfaafslátt og hluta- bréfasjóði. Hún gagnrýnir 3 framkvæmd laga og reglu- gerðar um skattafslátt. 4Gerð er grein fyrir forsend- um sem notaðar voru til þess að gefa sveitarfélög- um einkunn í 47. tbl.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.