Vísbending


Vísbending - 24.03.2000, Blaðsíða 1

Vísbending - 24.03.2000, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 24. mars 2000 12. tölublað 18. árgangur Skiptikostnaður starfsmanna Arangurstengd laun hafa verið á allra vörum að undanförnu, að miklu leyti vegna þeirrar launa- umræðu sem kom í kjölfar þess að skýrt var frá launum FBA-stjóranna á aðalfundi Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins. Öll þessi launaumræða virðist þó oftast vera á villigötum eins og launa- umræða almennt vill oft verða, þar sem takast á sjónarmið um græðgi, jafnrétti og réttlæti. Gylltargulrætur Eins og áður hefur verið bent á hér í Vísbendingu eru árangurstengd laun og launabónusar einungis að hluta til tilkomin vegna þess „hvata“ sem miðar að því að fá launþega til þess að leggj a sig fram í starfí sínu. Þau eru einnig og oftast aðallega til að „freista“ starfs- manns, þegar verið er að reyna að ráða hann eða halda honum í starfi. Sam- tvinnað eru þetta „gylltar gulrætur“ sem ýmist eru bomar á borð sem peninga- greiðslur, hlutabréf, hlutabréfavilnanir eða hlunnindi ýmiss konar. Upphaflega er gullúðuð freistingin notuð til þess að lokka starfsmenn til liðs við fyrirtækið, oft frá samkeppnisaðilum. Til þess að það sé mögulegt þarf að tefla fram freistingum sem em nægilega lokkandi til þess að hann skipti um lið, m.ö.o. að yfirborga hann. Að sama skapi stendur fyrirtæki frammi fyrir því að önnur fyrirtæki reyni að freista bestu starfs- manna þess með álíka gylliboðum. Þá neyðist það til að rækta „gylltar gulræt- ur“ sem koma í veg fyrir að starfsmenn yfirgefi fyrirtækið. Þetta vill oftgleymast og áherslan er öll á að leita leiða til að laða að nýja starfsmenn í stað þess að halda í þá sem fyrir eru. Starfsmannavelta Mjög erfitt er að fá greinargóða mynd af starfsmannaveltu fyrir- tækja, enda er hún í sjálfu sér mjög viðkvæmt mál. Með samtölum sem Vísbending átti við nokkra starfsmanna- stjóra í bæði smáum og stórum fyrir- tækjum er ekki óeðlilegt að ætla að hún geti verið að meðaltali um 10% í íslensk- um fyrirtækjum. Engu að síður er hún mjög breytileg eftir fyrirtækjum og atvinnugreinum. Það er þó sjaldgæft að hún fari niður fyrir 5% en hins vegar má áætla að í greinum þar sem eftirspum er langt umfram framboð, eins og í tölvu- geiranum, og þar sem vöxtur atvinnu- greinar er hraður og ný fyrirtæki spretta upp eins og gorkúlur geti þessi tala auðveldlega verið á bilinu 30-70%. Starfsmannavelta getur einnig farið vel yfir 100% í störfum sem fólk sækir í ein- ungis tímabundið eða eins og t.d. á skyndibitastöðum og í smásöluverslun. Skiptikostnaður Kostnaðurinn við að missa starfs- mann og ráða nýjan er hægt að kalla „skiptikostnað". Skiptikostnaður getur verið mjög mismunandi eftir tegundum starfa, alltfráþvíað vera litill semenginn upp í það að vera himinhár. Kostnaður- inn við að finna nýjan starfsmann er mjög mismunandi en við að nota ráðningarstofu er hann á bilinu 50-150 þúsund á einstakling. Akveðinn um- sýslukostnaður skapast einnig við ráðningarferlið, allt frá viðtölum til eftirlits sem stjórnandi þarf að hafa með starfsmanni fyrstu mánuðina. Stærsti kostnaðarliðurinn er þó „aðlögunar- kostnaður" eða kostnaður við að þjálfa nýjan starfsmann þar til hann hefur náð fullum afköstum. Aðlögunarkostnaður er tvíþættur, annars vegar þjálfunin sjálf, sem getur verið fólgin í að sækja námskeið eða í launakostnaði þess sem þjálfar, og hins vegar í töpuðu vinnu- framlagi þar sem starfsmaður vinnur ekki á fullum afköstum. Stundum er þessi aðlögunartími lítill þegar störf eru í eðli sínu einföld og kerfisbundin en aðlög- unartíminn getur auðveldlega orðið mjög langur, oft sex mánuðir, ef störf þarfnast sérfræðikunnáttu eða kalla á náin samskipti við marga aðila. Fyrirtæki láta stundum gamla og nýja starfs- manninn vinna saman til halda áhrifum breytingarinnar í lágmarki og getur sá tími verið allt að mánuður. Aðlögunar- kostnaður getur því auðveldlega numið mánaðarlaunum starfsmanns. Það er einnig alkunna að fráfarandi starfsmenn vinna ekki með fullum afköstum undir það síðasta og er það jafnframt kostnað- ur fyrirtækisins. Ohætt er þ.a.l. að álykta að skiptikostnaður geti verið að meðal- tali eitthvað um ein og hálf mánaðarlaun starfsmanns, þó sennilega oftast mun meira en það. Rétt er að árétta að allur skiptikostnaðurinn þarf ekki að koma fram í kostnaðarbókhaldi fyrirtækis þar sem hluti hans kemur fram í minni afköstum starfsmanna, sem getur jafn- vel birst í lægri tekjum fyrirtækis en ella. Umtalsverð sóun Ef tekið er mið af tuttugu stærstu fyrirtækjum landsins sem gefa upp starfsmannafjöldaoglaunílistaFrjálsrar verslunar yfir 100 stærstu fyrirtæki landsins árið 1998 þá er starfsmanna- fjöldi þeirra að meðaltali 750 manns og meðallaun um 219 þúsund á mánuði. Miðað við gefnar forsendur þýðir það að skiptikostnaður þessara fyrirtækja er að meðaltali um 24,7 milljónir árlega. Það samsvarar rúmlega 9,4 árslaunum hjá þeim að meðaltali. Miðað við að skiptikostnaður sé tvöföld mánaðarlaun verður árlegur skiptikostnaður þessara fyrirtækja að meðaltali 33 milljónir eða 12,5 árslaun starfsmanna. Þá er enn ótalið ef um hreina aukningu starfs- mannafjölda er að ræða. Ef tæknifyrirtækin fjögur, Opin kerfi, Nýherji, Tæknival og Skýrr, eru skoðuð þá má sjá að meðalstarfsmannafjöldi þeirra er 210 með 289 þúsund í mánað- arlaun. Þó að það sé erfitt að meta starfs- mannaveltuna hjá þessum fyrirtækjum sem öðrum þá benda samanburðarrann- sóknir til að 30% sé hóflega áætlað. Það þýðir að m.v. gefnar forsendur er skipti- kostnaður þeirra að meðaltali 27,3 milljónir árlega eða sem nemur áttföldum árslaunum. Á heildina litið er hreyfanleiki vinnu- afls nauðsynlegur fyrir skilvirkan vinnu- markað og þekkingarsköpun. Að því slepptu er hægt að reikna út frá sömu forsendum og áður skiptikostnaðinn (Framhald á síðu 2) 1 Mikilli starfsmannaveltu getur fylgt hár kostnaður sem fyrirtæki gleyma stundum að taka tillit til. 2 Páll Skúlason,lögfræðing- ur, fjallar um endurskoð- unarbók í ljósi Nathans og Olsens-málsins. 3 Ásgeir Jónsson, hagfræð- ingur, fjallar um kynþátta- mismunun í ljósi hagfræð- innar. Hagsmunir ýmissa 4 kynþátta hafa oft verið fótum troðnir til þess að gera öðrum kynþætti hærra undir höfði. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.