Vísbending - 24.03.2000, Blaðsíða 4
/
V
ISBENDING
(Framhald af síðu 3)
þær eru innan ramma laga og réttar.
Menningargildi breytast en það gerist
hægt og fólkið sjálft verður að ráða
ferðinni.
Jákvæð mismunun
fkis valdið hefur lengi gegnt þ ví hlut-
verki að halda minnihlutahópum
sem gengur of vel niðri. Þessi mismun-
un er oft síst skárri undir lýðræðislegu
stjórnarfari þar sem kosningar geta
hæglega leitt í ljós miður fagrar skoð-
annir meirihlutans. Þótt einræðisstjórnir
séu oftast þekktar af harðræði þá gera
embættismenn ríkisins sér yfirleitt grein
fyrir því að hinir hötuðu minnihluta-
hópar eru mikilvægir fyrir hagkerfi
landsins. Jafnvel er næsta Iíklegt að
drjúgur hluti af starfsliði einvaldsins
komi úr þessum minnihlutahópum.
Aukið kynþátthatur í Evrópu í byrjun
tuttugustu aldar má t.d. að stórum hluta
rekja til aukins lýðræðis og veikara
miðstjórnunarvalds en áður hafði verið.
Rússar hófu að ræna og drepa gyðinga
þegar keisarinn tók að veikjast í sessi,
Tyrkir myrtu fjölda Armena þegar
Ottómaneinveldið hrundi og þess skal
minnst að Hitler komst til valda í
Þýskalandi með lýðræðislegum hætti.
Það er hins vegar nýtt er að ríkið
skuli beita sér til þess að hjálpa
minnihlutahópum sem gengur illa. Sú er
raunin í Bandaríkjunum þar sem kvótar
hafa verið settir í skólum og fyrirtækjum
til þess að hjálpa blökkumönnum. En
um leið og einn er togaður fram er öðrum
ýtt til hliðar. Bandaríkjamenn af asískum
uppruna eru aðeins um 3-4% þjóðar-
innar en um 75% þeirra fara í langskóla-
nám og hafa flestir þeirra háar einkunnir.
Blökkumenn eru 13% af þjóðinni en
aðeins 45% þeirra fara í langskólanám
og einkunnir þeirra eru lágar að meðal-
tali. Þess vegna hefur kvótakerfið orðið
til þess að koma blökkumönnum með
lágar einkunnir inn í góða háskóla en
jafnframt lokað leiðinni fyrir Asíubúa
(Framhald af síðu 2)
erlendir dómstólar hafa komist að þeirri
niðurstöðu að fyrirmæli um það að
rekstrarreikningurinn sé skýr sé þyngri
á metunum en góð reikningsskilavenja,
takist henni ekki að gefa skýra mynd af
rekstrinum.
Hafi endurskoðandinn séð ástæðu
til að gera fyrirvara eða gefa viðbótar-
upplýsingar í áritun sinni er nauðsyn-
legt að rökstyðja það nánar í endur-
skoðunarbókinni. Endurskoðandinn á
að skýra mál sitt í stuttu máli og
greinilega. Ef endurskoðandinn leggur
til einhverjar endurbætur á verklagi er
rétt að hann kynni þær framkvæmda-
stjóranum fyrir fram en að sjálfsögðu
ræður hann sjálfur hvað þar á að standa.
sem er aðeins ætlað að vera 4-5%
nemenda þrátt fy rir að góðir umsækjend-
ur úr þeirra hópi séu hlutfallslega margir.
Hér erþví aðeins afbrigði af þeirri stefnu
að ríkisvaldið refsi þeim kynþætti sem
gengur of vel.
Eitt fylki hefur þegar orðið til þess
að afnema kynþáttakvóta með öllu, en
það er Kalifornía, sem er sérstakt því að
þar eru hvítir mjög nálægt þvf að vera í
minnihluta. í augum hins fjölþjóðlega
samfélags þar vestra eru kvótarnir ekkert
annað en blint hagsmunapot eins hóps
á kostnað hinna. I raun má segja ekkert
sé til sem heitir jákvæð mismunun þar
sem hún kemur ávallt illa við einhverja.
Hlutleysi
egar öllu er á botninn hvolft verður
að horfast í augu við að fólk er ólíkt
og menningarlegur bakgrunnur getur
skipt miklu. Fjölbreytni er yfirleitt talin
styrkur og því er vart ámælisvert að fólk
sérhæfi sig í því sem liggur vel fyrir því.
Sú krafa að bandarískir blökkumenn eigi
að vera í öllum greinum í sama hlutfalli
og þeir eru af þjóðinni er ekki aðeins
ómögulegt heldur einnig afneitun á
menningarlegri sérstöðu þeirra. Enginn
skyldi neita því að kynþáttahatur geti
verið til staðar en ef það er ekki stutt af
ríkisvaldinu með lögum eða lögleysu
stendur það vart í vegi fyrir árangri
minnihlutahópa. Það sýnir sagan. Frjáls
samkeppni á frjálsum mörkuðum er
litblind og refsar þeim sem láta
órökstudda fordóma ráða gjörðum
sínum. Ríkisvaldið ætti að gæta fyllsta
hlutleysis og koma í veg fyrir að troðið
sé á nokkrum, auk þess sem það ætti að
efla almenna menntun sem er til góðs
fyrir alla. Einnig er rétt að hjálpa menn-
ingarhópum að öðlast nýja þekkingu
og reynslu en sú aðstoð getur vart falist
í því að minnka kröfur í skólum eða á
vinnustöðum til þess að hleypa nýju
fólki að.
Að lokum
ér að framan hefur því verið haldið
fram að endurskoðunarbækur hafi
ekki verið færðar hér á landi. Það er þó
kannski ofmælt því að mér hefur verið
sagt að það hafi verið gert í Útvegs-
bankanum meðan hann var hlutafélag
og kannski í fleiri bönkum. En þessi
tilvitnaði hæstaréttardómur frá því í
haust (Nathan og Olsen) ætti að gefa
tilefni til þess að stjórnir og endur-
skoðendur fari að lögum í þessu efni og
taki upp þetta samskiptaform enda er
hér um að ræða nauðsynlegt sönnunar-
gagn um samskipti þessara tveggj a aðila.
Aðrir sálmar
V_____________________________/
/ ; n
Leyndin gerir yðurfrjálsa
Enn er hafin umræða um að banna
skuli birtingu upplýsinga um tekjur
manna. Þessar upplýsingar hafa ára-
tugum, ef ekki öldum, saman verið
opinberar í gegnum skattskrár, sem eru
opinber gögn. Öllum launþegum er
mikilvægt að þessar upplýsingar séu
opnar svo að menn geti samið um kaup
og kjör með hliðsjón af kjarastöðu
annarra. Grundvöllurinn að frjálsri sam-
keppni er fullkomið upplýsingastreymi
um markaðinn. Þeir sem snúast gegn
birtingu slíkra upplýsinga eru að leggja
stein í götu hins frjálsa vinnumarkaðar.
Kolkrabbinn fundinn
yrrum ráðherra upplýsingamála
Þýskalands sagði, að væri eitthvað
endurtekið nógu oft yrði það sannleikur,
óháð því hvort svo hefði verið í upphafi.
I Degi nú í vikunni segir: „I ljósi þess
hvernig ‘Kolbrabbanum’ var fenginn
Útvegsbankinn upp í hendurnar á sínum
tíma var Valgerður spurð hvort hún teldi
sig hafa bakland í Framsóknarflokknum
til að færa þeim nú Landsbankann?"
Sams konar fullyrði ngar hafa verið marg-
endurteknar um sölu á SR-mjöli til Kol-
krabbans. í samræmi við áðurnefnda
kenningu hlýtur þetta því að vera satt.
H verjir áttu meira en 5% í þessum tveimur
fyrirtækjum á þessum tíma? Þeir hljóta
að vera Kolkrabbinn.
íslandsb. SR-mjöl
Eignarhaldsfél. Alþýðub. 12,70% 7,50%
Lsj. verslunarm. 9,60%
Fiskveiðasj. (nú FBA) 7,10%
Burðarás (Eimskip) 5,80%
Lsj. Dagsbr. og Frams. 5,00%
Lsj. Austurlands 7,50%
Sjóvá-Almennar 7,50%
Lsj. rafiðnaðarmanna 5,10%
Draupnissj., Líf. sjóm., I Bamein. Isj. 5,0% hver
Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn
er á toppnum í báðum félögum en helstu
hluthafarþaríárslok ‘94 voru: Sameinaði
lífeyrissjóðurinn 11,1%, Verslunar-
mannafélag Reykjavíkur 8,9%, Lífeyris-
sj. rafiðnaðarmanna 8,9%, Lsj. verslun-
armanna 7,6%, ASÍ 6,4%, Rafiðnaðar-
sambandið 5,7%, Verkakv.fél. Framsókn
5,0%.
Ógnvekjandi er hann.
/Ritstjórn: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri ogA
ábyrgöarmaður, Benedikt Jóhannesson.
Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23,
105 Reykjavik.
Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646.
Netfang:visbending@talnakonnun.is.
Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há-
skólans.
Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án
leyfis útgefanda._______________________
4