Vísbending - 23.06.2000, Blaðsíða 2
ISBENDING
Rafræn viðskipti og efnahagslífið
tÞórður Friðjónsson
v I haafriuðinaur
J! ^ ^
Fyrir tíu árum hafði Intemetið innan
við þrjár milljónir notenda í
heiminum og rafræn viðskipti (e.
e-commerce) voru ekki til. Nú em
notendur Netsins yfir 250 milljónir og
fjórðungur þeirra á einhver viðskipti á
því. Aætlað er að rafræn viðskipti hafi
numið 110 milljörðum dollara árið 1999.
Það samsvarar 8.250 milljörðum ís-
lenskra króna eða ríflega tífaldri lands-
framleiðslunni.
Ef rafræn viðskipti aukast í takt við
það sem þau hafa gert á undanfömum
ámm má ætla að þau muni svara til 5%
allra viðskipta í heiminum eftir fjögur til
fimm ár. Þetta á bæði við um svonefnd
B2B- og B2C-viðskipti, það er viðskipti
milli fyrirtækja (e. businesses to
businesses) og viðskipti milli fyrirtækja
og neytenda (e. businesses to con-
sumers). Að baki hinum vaxandi vin-
sældum liggur einfaldlega að Netið
býður upp á hagkvæmari leiðir fyrir
kaupendur og seljendur til að stunda
viðskipti sín en áður hafa þekkst.
Efnahagsáhrif
Erfitt er að sjá fyrir í einstökum atriðum
hver verða áhrif þessarar þróunar á
efnahagslífið en þó er þegar ljóst að þau
verða afar víðtæk. í því sambandi nægir
hér að nefna nokkur atriði. Framleiðni
og hagvöxtur eykst, a.m.k. um tíma,
vegna skil virkari stjómunar á framleiðslu
og ráðstöfun hennar. Þetta stafar m. a.
af því að viðskiptakostnaður minnkar
og samkeppni eykst vegna greinarbetri
upplýsinga og greiðari leiða til að stofna
til viðskipta. Þá eru ótalin áhrifin á
velferðarkerfið en Netið gefur kost á
margvíslegu hagræði í samskiptum milli
stjórnvalda, kerfisins og einstaklinga.
Á einföldu máli þýðir þetta að Netið
getur stuðlað að batnandi lífskjömm og
betra þjóðfélagi ef rétt er að málum
staðið.
Enginn vafi er á því að þær þjóðir
sem standa framarlega á þessu sviði
hafa á ýmsan hátt notið þess. Til marks
um það má nefna B andaríkin en þar hefur
Netið mesta útbreiðslu. Hagvöxtur og
stöðugleiki hafa verið meiri þar og staðið
yfir í lengri tíma en áður em dæmi um.
Ein af skýringunum er „nýja hagkerfið",
það er upplýsinga- og tæknibyltingin.
Norðurlöndin era annað dæmi um þjóðir
sem hafa náð langt í þessum efnum.
Topp tíu
Hér á eftir fer listi yfir þær tíu þjóðir
sem hafa flestar tengingar við
Internetið (september 1999, heimild
OECD). Mælieiningin er fjöldi tenginga
á hverja þúsund íbúa. Bandaríkin em í
efsta sæti með 160 tengingar. I kjölfarið
fylgja Finnar með 123 tengingar og í
þriðja sæti eru íslendingar með 97
tengingar. Þar á eftir koma Noregur,
Kanada og Svíþjóð. Athyglisvert er að
Norðurlöndin em öll á þessum lista og
reyndar væri fróðlegt að velta fyrir sér
af hverju það em einmitt þessar þjóðir
sem standa upp úr í notkun Netsins þó
ekki verði farið út í þá sálma hér.
c
Tafla 1. Topp tíu á Netinu
D
Bandaríkin 160
Finnland 123
l’sland 97
Norequr 88
Kanada 76
Svíþjóð 69
Nvia-Sjáland 63
Danmörk 60
Ástralía 55
Holland 52
Fjöldi tenginga segir auðvitað ekki
alla söguna um umfang rafrænna
viðskipta þótt hann gefi nokkrar vís-
bendingar. Það virðist sem svo að þegar
innri gerð Netsins og umhverfis þess er
komin á það stig að geta borið uppi
nokkum veginn ömgg viðskipti þá lifnar
fljótt yfir þeim. Erfitt er hins vegar að
henda nákvæmlega reiður á umfangi
rafrænna viðskipta. Margar athuganir
liggj a þó fy rir en þeim ber ekki vel saman,
enda em aðferðafræði og skilgreiningar
oft mismunandi. Eins og fram kom hér á
undan er heildarumfangið talið vera um
110 milljarðar dollara og er enn lang-
stærstur hluti þeirra í Bandaríkjunum.
Hverjir nota Netið?
Rafræn viðskipti milli fyrirtækja hafa
aukist einkar hratt undanfarin ár en
einnig hafa neytendur fært sér Netið í
nyt í æ ríkari mæli. Reynslan sýnir að
ungt og vel menntað fólk hefur gjaman
rutt brautina en síðan hefur notkunin
breiðst út til annarra hópa. Þegar litið er
til Bandaríkjanna er samband notkunar
og tekna mjög áberandi.
Þótt rafræn viðskipti séu hvergi
orðinn stór hluti af heildarviðskiptum
em þau þegar orðin veigamikill þáttur
viðskipta á ákveðnum sviðum. Þetta á
t.d. við um hlutabréf, tölvur og hug-
búnað í þær, bækur, hljómdiska og
myndbönd. Við bætist að sjálfsögðu
ýmiss konar upplýsinga-, ráðgjafar- og
afþreyingarþjónusta. Athuganir sýna
að u.þ.b. helmingur þeirra sem aðgang
hafa að netinu í Bandaríkjunum nota
það til þess að eiga viðskipti á því
(Boston Consulting Group 1999). Það
hlutfall er mun lægra annars staðar. Á
fyrirtækjasviðinu, B2B, em greinar í
framleiðslu hvers konar farartækja og
hátæknivöru og í efnaiðnaði lengst
komnar.
Ekki liggja fyrir haldgóðar upplýs-
ingar um umfang rafrænna viðskipta á
íslandi. Almennt er þó talið að þau séu
enn lítil þótt víða sé kominn vísir að
þeim. Ekki er ólíklegt að vöxturinn á
þessu sviði verði mjög ör á næstu ámm
því innviðir, þekking og aðgangur að
Netinu er hér með því besta sem gerist
í heiminum. Brýnt er að við verðum áfram
í fremstu röð á þessu sviði. I því skyni
þarf að leggja sérstaka rækt við þróun
löggjafar og regluverks um þetta efni,
við menntun og jafnframt að tryggja
nægilega öran vöxt í flutningsgetu
Netsins. Þannig leggjum við grunn að
sem hagstæðustum áhrifum á íslenskt
efnahagslíf.
' _ ^
Verslun á Netinu
Mikil aukning hefur verið í verslun
á Netinu á síðustu þremur ámm. Á
síðasta ári nam smásöluverslun á Net-
inug á milli fyrirtækja og neytenda í
Bandaríkjunum um 33,1 milljarði Banda-
ríkjadala skv. shop.org. Það samsvarar
1,4% af heildarsmásöluverslun í Banda-
ríkjunum. Áætlað er vöxtur þessa versl-
unarmáta verði mikill á þessu ári, um
85%, og að verslunin fari yfiról milljarð
B andarfkj adala. B andaríkj amarkaður
hefur tekið mest við sér í þessum efnum
en Evrópa virðist vera að lifna því að
þótt vöxtur smásöluverslunar í Banda-
rfkjunum ykist um 145% á árinu 1999,
jókst hún um 200% í Evrópu. Engu að
síður er smásöluverslun í Evrópu á
Netinu einungis 8,9 milljarðar Banda-
ríkjadala. Það samsvarar0,2% afheildar-
smásöluverslun í Evrópu. Það er
athyglivert að Svíþjóð stendur öðmm
Evrópuþjóðum mun framar í verslun á
Netinu og er næst á eftir Bandaríkjunum
í þessum efnum. Spáð er að vöxtur þessa
verslunarmáta verði áfram hraður í
Evrópu og að smásöluverslun á Netinu
muni þrettánfaldast á næstu tveimur
árum og verði u.þ.b. 44,6 milljarðar
Bandaríkjadala árið 2002.
2