Vísbending


Vísbending - 30.11.2001, Blaðsíða 2

Vísbending - 30.11.2001, Blaðsíða 2
D ISBENDING Þjóðhagsleg mynd af brottkasti Í^jB Þórólfur Malthíasson hagfræðingur Stundum er sagt að mynd sé milljón orða virði. Þetta hefur sannast eftirminnilega í brottkastsumræðu undangenginna vikna. Allt frá því að farið var að ræða um að stjórna fiskveið- um með einstaklingsbundnum framselj- anlegum kvótum hafa fræðimenn bent á að brottkast yrði meira vandamál í slfku stjórnkerfi en í sóknarbundnu kerfi ef útgerðaraðili getur aukið verðmæti úthlutaðs kvóta með því að flokka verð- minnsta fiskinn frá. Eftir að kvótakerfinu var komið á hér á landi hafa sjómenn, oftast í skjóli nafnleyndar, sagt sögur af brottkasti. Þessar sögur eru augljós vís- bending um að útfærsla kvótakerfisins hafi ekki tekist sem skyldi. Viðbrögð stjórnvalda við brottkastsfrásögnum hafa verið býsna skrifræðisleg: þanna brottkast og fjölga eftirlitsmönnum. Nýlegar myndir Ríkissjónvarpsins af brottkasti sýna að sektir og refsi viðurlög duga skammt til að stemma stigu við afbrotum af þessu tagi. Áhrif á kvótaleigu Hagfræðingar sem hafa kannað um- fang ólöglegrar starfsemi á borð við skattsvik og önnur efnahagsbrot hafa komist að því að umfang slíkrar starfsemi fer eftir því hve mikill væntur ávinningur af brotinu er, hversu lfklegt er talið að upp komist og hversu þung viðurlög liggja við brotinu. Hátt leigu- verð á kvóta og vandræði við að standa menn að verki við brottkast hvetur þess vegna til slíkrar iðju. Þetta á alveg sér- staklega við um þorskveiðar vegna þess hve verð á veiddum þorski er háð fersk- leika hans og stærð. Með því að flokka frá verðminnsta fiskinn er hægt að hækka meðalverð landaðs afla verulega. Setjum sem svo að útgerðarmaður sé tilbúinn til að brjóta gegn ákvæðum laga um umgengni við auðlindir sjávar og drýgja kvóta sinn með því að kasta frá verðminnsta fiskinum. Það verð sem hann er tilbúinn til að greiða fyrir leigu á kvóta ræðst þá af því verði sem borgað er fyrir ferskasta fiskinn í verðmesta stærðarflokknum á markaði á hverjum tíma, að frádregnum útgerðarkostnaði og að teknu tilliti til áhættunnar sem felst í að gerast lögbrjótur. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins 8.11. sl. var hæsta verð sem greitt var á fiskmörkuðum fyrir þorsk- kflóið deginum áður kr. 367,- en lægsta Forsendur fyrir útreikningi á tapi þjóðarbúsins vegna brottkasts Fiski-tegund Aætlað broltkast, tonn Áætlað verð, kr Verðmæti, millj. kr Líígl Meðaltal Hátt Lágt ll.íll Lágt Hátt Ýsa'" 4.500 100 130" 450 585 Þorskur 4.000 16.500" 100 150" 400 2.475 Annar botnf.41 9.500 15.000 40 100" 380 1.500 Botnf. ails 18.000 27.000 36.000 1.230 4.560 Utgerðar-kostnaður 1 5 300 1.500 Tapaður virðisauki 1.530 6.060 verðið var kr. 100,-. Meðalverð var kr. 252,-. Það gefur því augaleið að auka má tekjur af hverju úfhlutuðu eða innleigðu kvótatonni verulega með því að flokka lakasta fiskinn frá. Spurning er fyrir hversu hátt verð brottkastari er tilbúinn að leigja frá sér kvóta. Leigi brottkastari frá sér kvóta losnar hann undan hættu á að vera staðinn að verki við brottkast. Hann er því tilbúinn að leigja frá sér kvóta á verði sem er nokkru lægra en svarar til þess ávinnings sem hafa má af „vel- heppnaðri" brottkastsveiðiferð. Hefur þá atferli brottkastarans áhrif á markaðsleigu kvóta? Ef hinn dæmi- gerði útgerðarmaður stundar ekki brott- kast og hlítir lögum um umgengni við auðlindir sjávar í öllum höfuðatriðum þá mun atferli brottkastarans ekki hafa nein áhrif á leiguverð kvóta. Hér gildir sama lögmál og t.d. um leigu á gróður- húsum. Leiga á slíku húsnæði ræðst af þeim hagnaði sem má hafa af að rækta agúrkur, tómata og blóm. Efalítið mætti hafa miklu meiri hagnað af að rækta ólöglegar jurtir en sú staðreynd hefur ekki áhrif á leiguverð garðyrkjustöðva vegna þess að mjög fáir sækjast eftir aðstöðu til slfkrar ræktunar. Sé það hins vegar svo að útgerðar- menn stundi brottkast í allnokkru eða talsverðu mæli, þá mun atferli þeirra móta markaðsverðið. Umfang brottkasts Er hægt að komast að umfangi brott- kasts með óbeinum aðferðum? Svarið við þessari spurningu er já. Með því að bera saman leiguverð á kvóta, útgerðarkostnað, markaðsverð á mis- munandi gæðaflokkum fisks og „eðli- lega" dreifingu afla á gæðaflokka má fá mikilsverðar upplýsingar um hvort brottkast sé umfangsmikið eða ekki. Svokölluð brottkastsnefnd sjávarút- vegsráðuneytisins beitti aðferðum af þessu tagi og nefnir f minnisblaði dag- settu 27. apríl 2001 og nefnir að brottkast ýsu hafi numið 23% af fjölda fiska og 10% af þyngd landaðs afla. "Hæsta verð ú brottkastaðri ýsu er miðað við leiguverð ýsukvóta, lægsta verð erfundið með hliðsjón af lægsta verði á fiskmörkuðum "Stuðst er við tölur brottkastsnefndar, athug- un þeirra náði ckki til allra veiðarfærateg- unda þannig að þessa tölu má líklcga hækka. "Hæsta verð á brottköstuðum þorski er miðað við leiguverð á þorskkvóta, lægsta verð er fundið með hliðsjón af lægsta verði á fisk- mörkuðum fyrir undirmálsþorsk. 4lÁætlað með hliðsjón af niðurstöðum brott- kastsnefndar og skoðanakönnunar Gallups meðal sjómanna. sjá Gallup (2001). 5,Hæsta verð er fundið með hliðsjón af verði á fiskmörkuðum en ekki með samanburði á verði ó lcigukvóta. fi'Brottkastsncfndin gefur ekki upp ytri mörk fyrir tnat á brottkasti ýsu. Spumingin er þá hve mikil verðmæti fara í súginn? Það liggur í eðli máls að verðmæti þess fisks sem er hent er minna en verðmæti þess fisks sem er hirtur. Þannig er fullvíst að séu ágiskanir brott- kastsnefndar réttar þá er verðmæti brott- kastaðrarýsu minnaen 10% af verðmæti landaðs ýsuafla. Þá þarf einnig að taka tillit til þess að ofsókn eykur kostnað allra útgerðarfyrirtækja. Utreikningarnir benda til þess að verðmæti brottkastaðs botnfiskafla, væri hann fluttur á land, geti numið á bilinu 1,25 til 4,5 milljörðum króna. Þá þarf að taka tillit til þess að því fylgir kostnaður að ná í fisk í stað þess sem er hent. Sá kostnaður endurspeglast að nokkru í verðmætamatinu á fiskinum sem er fleygt. En í því mati er ekki tekið tillit til þess að aukin sókn vegna brott- kastsins veldur auknum þrengslum á miðunum auk þess sem meðalframleiðni vinnuafls og fjármagns sem bundið er í sjávarútvegi er minni en ella vegna ofsóknarinnar (fleira fólk og meiri fjár- munir eru bundnir í greininni en nauð- synlegt væri). Ekki er einfalt að meta hversu mikill þessi kostnaður er. Þorsk- og ýsuafli landsmanna er nálægt 300 þúsundtonnum.Hérerkastaðframþeirri vinnutilgátu að brottkastið verði til þess að kostnaður við að ná í hvert kíló þorsks og ýsu sé frá 1 til 5 krónum hærri en ella væri. Heildarkostnaður vegna þessa þáttar nemur þá á bilinu 300 til 1.500 milljónum króna árlega. Utreikningamir benda þannig til þess að tap þjóðarbúsins vegna brott- kastsábotnfiskiséábilinu 1,5 milljarðar til 6 milljarðar árlega þegar tekið er tillit til bæði söluverðmætis aflans og aukins útgerðarkostnaðar við að ná í fisk í stað þess sem er hent. Til samanburðar má geta þess að verðmæti landaðs afla af íslandsmiðum nam 58 milljörðum á síð- asta ári. Verg þjóðarframleiðsla á þessu ári er áætluð um 710 milljarðar. Tap vegna brottkasts er því af stærðar- gráðunni 0,2 til 0,85% af þjóðarfram- leiðslu. Til samanburðar má nefna að Þjóðhagsstofnun telur að virkjana- og (Framhald á síðu 4)

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.