Vísbending


Vísbending - 19.12.2001, Blaðsíða 2

Vísbending - 19.12.2001, Blaðsíða 2
V ÍSBENDING Leiðtoginn dreginn til ábyrgðar Að undanförnu hafa miklar hrær- ingar verið í forstjóramálum, bæði hér heima og erlendis. Stundum er það valdatafl sem gerir það að verkum að stjómendur eru felldir en oftast er það vegna þess að þeir eru dregnir til ábyrgðar. Sumir segja að mál sé til komið, aðrir segja að tíðar svipt- ingar í brúnni þjóni ekki hagsmunum fyrirtækja. Persónudýrkun? egar lesið er um íyrirtæki í viðskipta- bókum og -tímaritum, mætti halda að einungis einn maður ynni öll störfin í hverju fyrirtæki. Fáir geta nefnt annan starfsmann General Electric á nafn en goðsagnapersónuna Jack Welch og sjaldan er öðrum en honum þakkaður góður árangur fyrirtækisins. Engu að síður starfa um 313 þúsund starfsmenn hjá fyrirtækinu í yfír 100 löndum. Þá er það ekki einungis stjómunin og stefnu- mótunin sem er eymarmerkt forstjóran- um heldur mætti halda að hann hefði puttana í öllu því sem gerist í fyrirtækinu jafnvel því sem nokkuð augljóst er að hann hefur hvergi komið nærri. Forstjórar eru hvergi settir upp á hærri stall en í Bandaríkjunum en þess- arar þróunar virðist gæta í auknum mæli og jafnvel hefur mátt sjá aukna tilhneig- ingu í þessa átt hér á landi. Varla er það fjölmiðlafyrirtæki til lengur sem ekki krýnir mann eða konu ársins í viðskipta- lífínu. Allt fellur þetta í góðan jarðveg, ijölmiðlarnir, og það fólk sem fyrir val inu verður, fá aukið umtal og auglýsingu, fólk fær eitthvað til að tala um ogjafnvel einhvern til að líta upp til og gera að fyrirmynd sinni. Það er þó of djúpt í árinni tekið að segja að stjórnendur séu teknir í sömu dýrlingatölu hér á landi og í Bandaríkjunum. Þó hefur mátt sjá vísi að slíku, t.d. var sagt um bankastjóra FBA á sínum tíma að hann væri „afla- skipstjóri nútímans" og verðskuldaði þær miklu launagreiðslur og umbun sem ekki höfðu þekkst fyrir hans tíð á Islandi. Um forstjóra Islenskrar erfðagreiningar var fullyrt að hann myndi fá Nóbels- verðlaun fyrr en seinna. Ekki voru það þó fjölmiðlar eða mennirnir sjálfír sem bjuggu til þessa ímynd heldur fræði- og embættismenn. Imyndin erkomin frá Bandaríkjunum þar sem stjórnandinn á ekki lengur að vera bara stjórnandi heldur leiðtogi. Af umræðum um stjórnun mætti halda að góður stjórnandi yrði að vera leiðtogi svo mikið hefur þessi hugmynd verið blásin upp. Líklegra er hins vegar að „leiðtogastíllinn“ sé ekki hinn eini sanni stjórnunarstíll heldur bara einn stíll af mörgum. Stundum getur það verið kost- ur að hafa stjórnanda sem er mikill leið- togi en stjórnandi með ofmikið sjálfsálit og sjálfstraust getur auðveldlega steypt fyrirtæki í glötun á mettíma. I fyrirtækja- rekstri er ekki alltaf þörf fyrir nýja hetju. Hættulegtofmat Vandamálið kristallast í þeirri hættu sem skapast af því að stjórnendur verði ofmetnir og ekki bara í krónum talið - hér geta menn gert starfsloka- samning sem telur yfír þrjátíu milljónir eftir einungis rétt rúmlega tveggja ára starf. Hættan skapast líka þegar aðdá- endurnir og mennirnir sjálfír vita ekki lengur hvar maðurinn endar og goð- sögnin byrjar. Þá er hætt við að tekin verði of mikil áhætta. Það er klassískt syndróm að stjórnandinn hætti að styðjast við rannsóknir og ráð annarra í sama mæli og áður og treysti frekar á eigið innsæi. Afleiðingar ákvarðana sem teknar hafa verið í slíkum hant mánú sjá víða, bæði varðandi sameiningar og fjár- festingar í „nýja hagkerfínu“ sem reynd- ist ekki svo nýtt þegar öll kurl voru komin til grafar. Fyrir nokkrum árum var árangurinn í uppsveiflu nær undantekningarlaust stjórnanda fyrirtækis að þakka. Talað var um að „hann“ hefði aukið veltu, framlegð, hagnað og arðsemi fyrirtækis svo og svo mikið. Þegar illa áraði, t.d. í niðursveiflu, var á hinn bóginn sagt að það væri undantekningarlaust „ytri aðstæðum“ að kenna. Þessa viðhorfs virðist enn gæta hér á landi því ekki hefur einn einasti stjórnandi staðið upp og sagt að hann hafí gert mistök með því að verja fyrirtæki sitt ekki betur fyrir gengissveiflum en mörg fyrirtæki hafi farið verulega illa út úr gengisbreyt- ingum liðins árs. Engu að síður virðist skilningurinn á því vera að aukast að stjórnandinn er jafn ábyrgur þegar illa árar og þegar vel árar. Og stjómendur hafa í auknum mæli verið dregnir til ábyrgðar því að meðaltími stjórnanda við stjórnvölinn í Bandaríkjunum hefur óðum verið að styttast á undanförnum árum, var 8 ár árið 1991 en er áætlaður um 4,7 ár núna skv. rannsókn frá banda- ríska ráðningarfyrirtækinu Challenger, Gray & Christmas. Oformleg rannsókn áfýrirtækjaumhverfínuhérálandi virðist benda til sömu þróunar hér á landi. Þrátt fyrir að það sé mikilvægt fyrir framtíðogframþróunfyrirtækjaaðeilífð- arráðning stjórnenda heyri sögunni til þá er ólíklegt að þessi þróun sé mikil blessun fyrir fyrirtæki. Fyrirtæki geta verið flókin tæki sem tekur langan tíma að skilja og því spurning hvort eigendur eru ekki búnir að reka stjórnendur á dyr áður en þeir hafa í raun náð tökum á rekstrinum. Jack Welch hefur sagt að það taki stjórnanda áratug að setja mark sitt á reksturinn en hann hefur sennilega haft örlítið stærri fyrirtæki í huga en við þekkjum hér á landi. Engu að síður er ljóst að það tekur stjórnanda nokkurn tíma að komast inn í reksturinn. Að stytta þennan tíma um of getur bæði leitt til þess að góðir stjórnendur ná aldrei tökum á fyrirtækinu og það sem er kannski alvarlegra að þeir fari að rasa um ráð fram til þess að reyna að sýna hvað í þeim býr. Mikilvægastur Nýlega gerði Viðskiptablaðið í sam- vinnu við Stjórnvísi könnun um fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2001 en niðurstöður þeirrar könnunar sýndu að langflestir, eða 65% aðspurðra, töldu að sterkur stjórnandi væri það mikil- vægasta fyrir fyrirmyndarfyrirtækið. Að vísu verður að hafa í huga að það voru stjórnendur sent svöruðu könnuninni en þetta gefur greinilegar vísbendingar um ímynd stjórnandans hér á landi. Niðurstöður rannsókna á árangri fyrirtækjagefa ekki svona skilmerkilegar niðurstöður um mikilvægi stjórnandans. Þvert á móti eru niðurstöður slíkra rann- sókna mjög misvísandi hvað þennan þátt varðar. Eftir því sem best verður komist hefur t.d. ekki verið sýnt fram á það í akademískum rannsóknum að stjórnandinn skipti yfír höfuð einhverju máli og reyndar er til hugmyndafræði innan viðskiptafræðinnar sem telur að leiðtoginn skipti ekki máli í fyrirtækja- rekstri. Það er líka mun þroskaðri mynd af fyrirtæki þar sem gengið er út frá því að árangurinn byggist ekki bara á ein- stökum mönnum. Markmið frumkvöð- ulsins á að vera að byggja upp fyrirtæki sem ekki þarf á honum að halda. Hins vegar er hugsanlegt að stjórnendur hneigist til að reyna að gera fyrirtækið háðara sér en nauðsynlegt er en það er með öllu órökstudd tilgáta. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er þó erfítt að sjá að fyrirtækjarekstur geti gengið upp án stjórnandans þrátt fyrir að ýmsir hugmyndafræðingar hafí sett fram slíkar kenningar. Að lokum verður alltaf einhver að taka þær ákvarðanir sem þarf að taka og bera ábyrgðina. Að öllum líkindum verður honum eftir sem áður hampað í hæstu hæðir þegar sól skín á lofti en sparkað á dyr þegar dimma tekur. En það getur verið erfítt líf að vera dreginn til ábyrgðar þegar títt skiptast á skin og skúrir. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.