Vísbending


Vísbending - 19.12.2001, Síða 4

Vísbending - 19.12.2001, Síða 4
(Framhald af síðu 3) Power Production in Competitive Market Environment). Hún sýnir kol- tvíoxíðlosun við raforkuframleiðslu eftir helstu orkugjöfum árið 1997 annars vegar og spá fyrir 2020 hins vegar. Kol, gas og olía, sem nær 70% raforkufram- leiðslunnar byggir á, losa mikið magn koltvíoxíðs, borið saman við óverulega losun frá vatnsorku. Það gefur augaleið að erfitt verður að ná markmiðum Kyoto-bókunarinnar ef þessi spá reynist rétt. Eins og fram konr hér á undan eru vonir bundnar við tækniframfarir, m.a. vetni, og að unnt verði að breyta koltvíoxíði í nýtanlegt eldsneyti. Slíkar tækniframfarir geta þó verið langt undan, enda er fyrst og fremst gert ráð fyrir að þær fari að skila einhverjum umtalsverðum árangri í þessu samhengi eftir 2020. Kolefnis- (Framhald af síðu 1) orð Greenspans verður að skoða í því samhengi. A liðnu ári hafa margir spáð Bandaríkjadollara falli en sú spá hefur ekki ræst en líkurnar hafa hins vegar aukist á að sá dagur renni upp fyrr en seinna. Erfiðar aðstæður Þann 18. desember sl. kom ný hag- vaxtarspá frá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum sem sýndi verulega lækkun frá fyrri spám. Nú er ætlað að hagvöxtur heimsbúsins verði 2,4% í ár og á næsta ári en það er minnsti tveggja ára vöxtur í tíu ár eða frá árunum 1992 og 1993. Einungis er ár síðan að sjóðurinn spáði því að hagvöxtur heimsbúsins myndi verða 4,2% árið 2001 í kjölfar 4,7% hagvaxtar árið 2000. Og einungis eru þrír mánuðir síðan sjóðurinn spáði því að hagvöxtur ánæsta ári yrði 3,5% í stað þeirra 2,4% sem hann spáir nú. Engu að síður er sjóðurinn, eins og flestir aðrir, vongóður um að hagvöxtur eigi eftir að aukast á ný á seinni hluta ársins 2002. Stór hagkerfi eins og það japanska, bandaríska og það þýska eru að upplifa samdráttarskeið um þessar mundir. Einnig virðast fleiri og fleiri efast um að mikið líf verði í hinum snögga viðsnún- ingi sem búið er að spá á seinni hluta ársins 2002 f Bandaríkjunum. Nú spáir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að hag- vöxtur á næsta ári verði einungis 0,7% sem er hálfdrættingur á við þær spár sem áður hefur verið haldið á lofti. Einnig eru blikur á lofti í Evrópu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 1,5% hagvexti í Evrulandi á þessu ári og 1,2% á næsta ári en spáin var 2,2% fyrir næsta árfyrir hryðjuverkin 11. septembersl. A þriðja ársfjórðungi þessa árs var hag- vöxtur í Evrulandi um 0,1% en sam- drátturinn í Þýskalandi var um 0,1%. Seðlabankastjóri Evrópu, Wim Dusin- berg, sagði nýlega að vöxtur Evrulands ISBENDING binding í berglögum og djúpsæ kann að veranærokkurí tíma. 1 því sambandi má þó nefna að bandaríska orkumálaráðu- neytið áætlar að kostnaður við kolefnis- bindingu með núverandi aðferðum leiki á bilinu 100-300 dollarar á hvert tonn kolefnis sem er alltof hátt til að nota í þessu skyni. Hins vegar er stefnt að því að kostnaðurinn verði kominn niður í 10 dollara fyrir árið 2015 sem væri þá orðið hagkvæmt miðað við aðra bindingar- kosti. Þetta sýnir að aukin nýting vatns- orku getur dregið úr losun gróðurhúsa- lofttegunda miðað við þær horfur sem blasa við - og ekki veitir af. Islendingar geta lagt sitt af mörkum í þessum efnum, þótt í litlum mæli sé á heimsvísu, því að virkjun vatnsafls og jarðhita í þágu stóriðju dregur úr losun gróðurhúsa- lofttegunda í heiminum. myndi áfram verða veikur en gert er ráð fyrir betri tíð á seinni hluta næsta árs. Fyrstu skrefm Ef vel tekst til með evruna þá leikur ekki nokkur vafi á því að hún mun verðaeinnafþremurmikilvægustugjald- miðlum heimsins. Um leið mun upptaka hennar hljóðlega breyta valdahlutföll- um í viðskiptaheiminum. En það er langt í frá að efnisleg fæðing evrunnar sé einhver endapunktur því þá fyrst er hægt að sjá hvernig hún mun þróast og þroskast í alþjóðasamfélaginu. Þær aðstæður sem evran fæðist inn í eru hins vegar áhyggjuefni. Það er hætt við að þjóðirnar muni sakna þeirra aðgerða sem þær áttu mögulegar þegar þær voru með sinn eigin gjaldmiðil efniðursveifl- an dregst á langinn. Kjöraðstæður stöð- ugleika eru ekki fyrir hendi en með- göngutíminn er liðinn svo ekki verður aftur snúið úr þessu. Ef fæðingin heppn- ast vel og Evrópa mun faðma evruna og fóstra og þjóðir utan Evrópu taka henni fagnandi er ólíklegt annað en að hún verði hin nresta blessun fyrir Evrópu. Hvort að þar sé frelsari fæddur skal ósagt látið en tvímælalaust vekur evran vonir. ( Vísbendingin ) f - N að er ánægjulegt hve ntikill kraftur virðist vera í íslenskri útrás unt þessar mundir. Varla líður sá dagur að ekki heyrist fréttir af íslenskum fyrirtækjum sem eru að gera góða hluti í útlöndum. Það vekur vonir um að íslendingar séu að ná betri tökum á alþjóðlegri stefnu- mótun og markaðsstefnu en áður. Það getur vel veriö að okkur hafi ekki tekist að sannfæra útlendinga urn að hinn eini sanni jólasveinn eigi heima á Islandi en hvað þurfum við á jólasvein að halda begar við höfum Bakkabræður! Aðrir sálmar Stríð og friður IBandaríkjunum ersífelltverið aðgefa út nýjar bækur um Víetnamstríðið og Watergate, þá atburði sem mest áhrif höfðu í bandarískri stjórnmálasögu á árunum 1960 til 1980.Þaðvarerfittfyrir marga hérlendis að setja sig inn í þessa atburði, jafnvel þó að fréttaflutningur af þeim væri tíður og ítarlegur. I nýútkominni bók með upptökum úr forsetaskrifstofu Lyndons Johnsons (Nixon varekki fyrsti upptökustjórinn!) kemur í ljós að Johnson haföi frá fyrsta degi miklar efasemdir um réttmæti þess að Bandaríkin tækju svo beinan þátt í hernaði sem raun bar vitni. Samt sem áður vatt stríðið upp á sig og ekki er annað að sjá en að Johnson hafi sífellt orðið flæktari í neti sem hann sá enga leið að losa sig úr. Ráðleysi forsetans var algert og sífellt voru fleiri hersveitir sendar af stað, án þess þó að barist væri til sigurs heldur var alltaf háð einhvers konar varnarbarátta. Þaðkomsvo íhlutNixons ogrepúb- likana að hætta þátttöku í stríðinu, sem reyndar lauk loks með sigri kommúnista. Það er ekki að undra að margur Banda- ríkjamaðurinn hafi velkst í vafa urn til- gang með mannskæðu striði þegar for- setinn sjálfur kemur fram eins og skjálf- andi hrísla í bókinni. íslenska ríkið þurfti aldrei að taka opinbera afstöðu í Víetnamstríðinu, líkt og gerst hefur bæði i Persaflóastríðinu og stríðinu í Afganistan þar sem landið styður Bandaríkin opinberlega. í ljósi sögunnar var rangt að ætlast til þess að áhugantenn um vestræna samvinnu styddu hernað Bandaríkjanna í Víetnam, þótt þar með sé ekki sagt að menn hafi hrifist af kommúnistum. Með beinni þátttöku í stríðinu fórnuðu Bandaríkja- menn einfaldlega meiri hagsmunum fýrir minni. Afganistanstríðið er að því leyti ólíkt stríðinu í Víetnam að það hefur glöggt markmið og allir á Vesturlöndum skilja vel hvers vegna lagt var af stað. Ekki þarf frekar vitnanna við um sekt Bin Ladens og allir vona að hann fái makleg málagjöld. Vonandi endar þetta stríð fljótlega áður en það öðlast sjálfstætt lífþar sem enginn hefur stjórn áatburða- rásinni. - bj /Ritstjórn: Eyþór l'var Jónsson ritstjóri ábyrgöarmaöur og Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráógjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.