Vísbending


Vísbending - 22.03.2002, Page 1

Vísbending - 22.03.2002, Page 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál Teflt til sigurs 22. mars 2002 12. tölublað 20. árgangur að vakti nokkra athygli þegar skákfélagið Hrókurinn stóð uppi sem íslandsmeistari í skák þetta árið. Klúbburinn á ekki eins fróma fortíð og flestir slíkir klúbbar heldur rekur hann rætur sínar til öldurhúsa Reykjavíkur- borgar. Ólíkt pílukastinu þá eru öldur- hús sennilega ekki upplagt uppvaxtar- umhverfi félags sem kennir sig við and- ans íþrótt, skáklistina, þó að glasalyft- ingar standi til jafns við hana sem þjóð- aríþrótt. Engu að síður hefur Hróknum tekist hið ótrúlega, að fara úr fjórðu deild upp í þá fyrstu og hampa titlinum, allt á einungis fjórum árum. Fyrirtæki geta dregið lærdóm af sögu Hróksins þar sem skýr markmið og ein- beittur vilji leiddu klúbbinn upp á topp- inn. Það var teflt til sigurs. Hrókerað egarHrókamirmættu til leiks í síðustu rimmunni á Islandsmóti skákfélaga tefldu þeir fram spx útlendunr stórmeist- urum og tveimur Islendingum. Hrókamir höfðu uppgötvað að engin þörf var á að reyna að ala upp íslenska skáksnillinga, enda höfðu aðrir klúbbar áratugaforskot í slíku uppeldi, heldur væri hægt að spara sér tíma og fyrirhöfn og kalla til atvinnumenn að utan. Tilgangurinn helgaði meðalið og sigurinn er skráður á spjöld íslenskrar skáksögu. Þó að útlendir atvinnumenn hafi oft verið kallaðir til í íþróttum eins og fót- og handbolta þá var það nær óþekkt í íslenskum skákheimi. Hugsanlegahefur „gömlu" skákklúbbunum þótt „óviðeig- andi“ eða óþarfi að nota útlenda skák- menn í íslensku tafli. En þetta bragð Hróksmanna bar hins vegar árangur og gerði þeim kleift að gera hið ómögulega, að sigra risana. Útlendingarnir hafa líka gert Islandsmótið mun sterkara en áður og eru án efa lyftistöng fyrir íslenska skákíþrótt þar sem skákin sem tefld er nú er tvímælalaust á heimsmælikvarða. Valdatafl ann 20. mars síðastliðinn voru tveir útlendingar kosnir í stjórn Kaup- þings á aðalfundi félagsins. Annar þeirra var Finninn J.T. Berggvist sem er einn af yfirmönnum símarisans Nokiaog hinn er sænskur, Tommy Persson að nafni, og er forstjóri LF AB, einnar stærstu tryggingarsamstæðu Svíþjóðar. Báðir greinilegaatvinnumenníviðskiptaheim- inum. Innkoma þessara rnanna í stjórn Kaupþings er í sjálfu sér stórfrétt þar sem það er mjög óalgengt að útlendingar séu í stjómum íslenskra fyrirtækja. Þó eru dæmi um það allt frá lokum nítjándu aldar þegar Danir tóku mikinn þátt í uppbyggingu fyrirtækja hér á landi. A síðustu árum hafa útlendingar aðallega setið í stjórnum fyrirtækja sem eru að stórum hluta í eigu útlendinga eða fyrir- tækjum sem eru eins konar sérleyfishafar fyrir erlenda tækni eða framleiðslu hér á landi. Þannig voru t.d. útlendingar í stjórn Nýherja á tíunda áratuginum og stór hluti stjórnar símafyrirtækisins Tals er skipaður útlendingum. Þá hefur Bakkavör fengið útlendinga inn í stjórn í sameiningunni við breska matvöru- framleiðandann Katsouris Fresh Foods Ltd (KFF). Skoðanir eru skiptar um ágæti þess að hafa útlendinga í stjórn íslenskra fyrirtækja þar sem fundarferlið verður flóknara og oft og tíðurn eiga útlendingar erfitt með að átta sig á íslenskum aðstæð- um þannig að mikill tími fer í útskýringar sem annars væru óþarfar og sem tefja ákvarðanatöku. Á hinn bóginn geta fundarhöldin orðið markvissari þegar skýrt og skipulagt viðskiptaumhverfi kemur í stað hins afslappaða andrúms- lofts gamals kunningsskapar. Segja má að hlutverk stjórnar í fyrir- tækjum sé tvíþætt, annars vegar eftir- litshlutverk og hins vegar ráðgjafar- hlutverk. Skipan í stjórnir hér á landi er enn að mestu leyti hluti af valdatafli þar sem verið er að tryggja hagsmuni og áhrif einstakra eigenda frekar en að menn séu valdir til þess að vera stjórn- endum fyrirtækisins til ráðgjafar. Þess vegna skiptir það kannski ekki stórmáli hvernig stjórn fyrirtækja er skipuð. Það getur hins vegar skipt máli ef fyrirtæki hafa raunverulega þörf fyrir ráðgjöf. Alþj óðlegur leikur Hlutverk stjórna virðist mám saman vera að breytast á þann veg að ráðgjöfin fær aukið vægi. Öt frá ráðgjaf- arsjónarmiðinu er hins vegar engin sér- stök þörf fyrir útlendinga í stjórn fyrir- tækja sem eru eingöngu á íslenskum markaði þó að þörf sé fyrir faglega breidd í stjórninni. I fyrirtækjum í alþjóðavæðingu er aftur á móti þörf fyrir útlendinga sem þekkja þá markaði sem fyrirtækið hyggst starfa á eins vel og Islendingar þekkja Island. Þannig er það mikill styrkleiki að Bakkavör, sem skapar 78% af fram- leiðsluverðmætum sínum í Bretlandi, hafi fengið tvo stjórnarmeðlimi frá KFF. Eins er það styrkur fyrir Kaupþing, sem hyggst gera Norðurlönd að sínurn heimamarkaði, að hafa nú Svía og Finna í stjórn fyrirtækisins. Þrátt fyrir þetta hafa Islendingar verið mjög ragir við að nýta sér þekkingu útlendinga. Það er hugsanlega eðlilegt að útlendingar séu ekki mjög margir í stjórnum fyrirtækja þar sem eftirlitshlutverkið er enn langt- um sterkara ráðgjafarhlutverkinu. En íslensk „alþjóðafyrirtæki" hafa heldur ekki, nema þá að rnjög litlu leyti, nýtt sér útlenda atvinnumenn í æðstu stjórnun- arstöður fyrirtækja þrátt fyrir að ísland sé einungis heimamarkaður að nafninu til. Hugsanlega hefur tregða til að ráða útlendinga tafið fyrir framgöngu ís- lenskra fyrirtækja á erlendum vettvangi. ✓ Islenskursigur Skákfélagið Hrókurinn keypti erlenda þekkingu til þess að verða íslenskur sigurvegari. Fyrirtæki í alþjóðavæðingu geta jafnframt séð sér akk í því að leita eftir útlendum meisturum sem fengið hafa alþjóðlegt uppeldi og geta kennt þeim nýja leiki til sigurs. Slíkt þarf ekki að þýða færri tækifæri fyrir íslenska stjórnendur utan heimamarkaðar heldur miklu frekar aukin tækifæri þar sem lærdómurinn og samkeppnin munu gera þá hæfari um leið og fyrirtækin eiga meiri möguleika í alþjóðlegri samkeppni. Þá er teflt til sigurs. A Hugsanlega getur verið Þórður Friðjónsson fjallar Ólafur Klemensson fjallar j rök fyrir því að hugsanlega I mikill akkur í því að hafa J unt áhrif áframhaldandi 2 um álframleiðslu og álverð /j eigi álverð eftir að hækka X útlenda atvinnumenn í einkuvæðingar á íslenskan fljósiaukinnai álframleiðslu | mikið á næstu árum. Þetta íslensku viðskiptaliði.________hlutabréfamarkað.______________á íslandi. Ólafur færir m.a. er seinni grein af tveimur.

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.