Vísbending


Vísbending - 25.04.2003, Síða 3

Vísbending - 25.04.2003, Síða 3
ISBENDING Stríðið um hæfileikana að kom flatt upp á bankastjóra Búnaðarbankans þegar fjórir af lykilstarfsmönnum bankans og fleiri til „sögðu hæ og veifuðu bæ“ eins og segir í lagi írska tónlistarmannsins Davids Grays. Hausaveiðarinn reyndist vera nýr stjórnarformaður Landsbank- ans. Landsbankanum var ekki leyft að sameinast Búnaðarbankanum en alla vega tókst stjómarformanninum að stela nokkrum kirsuberjum af kökunni áður en hún var þakin Kaupþingskreminu. Erfitt er að meta hversu mikil blóðtaka þetta er en atgervisflóttinn gefur tæki- færi til þess að brydda upp á umræðu sem mætti kalla stríðið urn hæfileikana. Skortur á hæfileikum yrirsögnin „Stríðið um hæfileikana" er reyndar „stolin" frá könnun sem ráðgjafarfyrirtækið McKinsey birti árið 1998 og vakti talsverða athygli þó að hún hafi náttúrulega verið talsvert of- metin. Það er þó vert að rifja upp helstu niðurstöður rannsóknarinnar og upp- færslu hennar árið 2001. Rannsóknin var að vissu leyti gerð vegna þess að út frá lýðfræðilegum þáttum er ljóst að á næstu fimmtán árum mun fólki í aldurs- hópnum frá 35 til 44 ára fækka í Banda- ríkjunum um allt að 15% frá því sem nú er. Astandið er reyndar enn verra í flest- um öðrum vestrænum löndum þar sem eldri borgarar eru sífellt stærra hlutfall fólksfjöldans. Fram að árinu 2000 hefur fjöldinn í aldurshópnum frá 35 til 44 ára haldist tiltölulega vel í hendur við vöxt vergrar landsframleiðslu. Ef gert er ráð fyrir2% hagvexti aðjafnaði næstu fimm- tán árin í Bandaríkjunum hefur það eitt í för með sér að þörl'i n fyrir framkvæmda- stjóra eykst um þriðjung. Því má ætla að samkeppnin verði meiri um það fólksem er í boði. Einnig dregur það úr framboðinu að mikill hluti þeirra sem fá viðskipta- menntun skilar sér ekki eins vel í stjórn- endastöður stórfyrirtækja og áður. Sí- fellt stærri hópur vill vera sjálfs síns herra eða vinna fyrir smáfyrirtæki, t.d. kemur það fram í rannsókn McKinseys frá árinu 2000 að um 30% þeirra sem útskrifast úr MBA-nánti fá sér vinnu hjá smáfyrirtækjum. Þessi skortur á frarn- boði getur skapað nokkra krísu hjá stór- fyrirtækjum á næstu árum en rannsókn McKinseys miðaðist fyrst og fremst við slíkfyrirtæki.Fleiriþættirspila inní, t.d. hefur breski hugmyndafræðingurinn Charles Handy haldið því fram að metn- aður fólks fari minnkandi um leið og fólk verður betur efnað og frítími fær meira gildi. Hinum gallhörðu vinnuþjörkum sem hafa það eitt að leiðarljósi að sigra í leiknum fari því einnig fækkandi. Verðmæti að er vissulega áhyggjuefni að fram- boð á stjórnendum fer minnkandi en kannski er ekki síður áhyggjuefni að hæfileikaríkum stjórnendum fækkar þar að auki. Tilgangur rannsóknar McKins- eys var að sýna fram á að hæfileika- starfsmenn geta skilað fyrirtæki sínu vigt sinni í gulli. Skoðanakönnun á meðal 410 stjómenda leiddi í ljós að þeir sem svöruðu könnuninni töldu að hæfileika- starfsmaðurgæti skilað 40% meiri fram- leiðni í framleiðslustörfum en meðal- starfsmaður, hæfileikastarfsmaður gæti skilað 49% meiri hagnaði sem almennur stjórnandi en meðalstarfsmaður og hæfi- leikastarfsmaður sem sölumaður gæti skilað 67% meiri tekjumen meðalmaður í því starfi. Rannsóknin sýndi einnig að sá fimmtungur fyrirtækja sem stóð sig hvað best í að draga að sér hæfileika, þróa þá og nýta skilaði um 22% betri ávöxtun til hluthafa. Þrátt fyrir að flestir geri sér grein fyrir, og séu almennt sam- mála um, að frábærir starfsmenn geti gert kraftaverk í fyrirtækjum er oft ótrú- lega lítið gert til þess að reyna að fá slikt fólk til starfa eða gefa því færi á að rækta hæfileika sína. Þetta má einnig lesa út úr rannsókninni en 14% af þeim sem svör- uðu könnuninni árið 2000 voru sterklega sammála því að fyrirtæki þeirra drægju að sér hæfileikastarfsmenn, sem er tals- vert lægra hlutfall en árið 1997 þegar 23% voru sterklega sammála. Um 89% þeirra sem svöruðu töldu erfiðara að fá hæfileikastarfsmenn árið 2000 en árið 1997 og 90% sögðu að það væri erfiðara að halda þeim en áður. Niðurstaðan hlýtur því að vera sú að það verði sífellt mikilvægara fyrir fyrirtæki að fá til sín hæfileikastarfsmenn en jafnframt æ erf- iðara. Samkeppnin um hæl'ileikafólkið mun því koma til með að aukast jafnt og hausaveiðararnir rnunu nýta hvert tæki- færi til þess að lokka slíkt fólk til nýrra starfa. Auðlindin s Aseinni hlutatíunda áratugarins varð ákveðin vitundarvakning varðandi mikilvægi góðra starfsmanna í fyrir- tækjarekstri. Starfsmenn hafa reyndar lengi vel verið mikilvægasta auðlind hvers fyrirtækis í skálarræðum en þó virðist jtað helst hafa verið til þess að reyna að gera starfsmenn ánægða frekar en að einhver sannfæring lægi þar að baki. Þegar menn fóru hins vegar al- mennt að trúa á visku Peters Druckers um að þekking væri nýja auðlindin urðu lil þekkingarfyrirtæki og lærdóinsfyrir- tæki um hóla og hæðir. Þetta reyndist þó að miklu leyti blaðra sem missti flugið með verðmætamati tæknifyrirtækja um aldamótin. Angi af þessari hugmynda- fræði hefur þó lifað áfram þó að tilraunir til þess að byggja upp hæfileika hafi að mestu leyti snúist um hlutabréfavilnanir og bónuskerfi. Fjármagn sem auðlind hefur að vissu leyti fengið aukið vægi á ný á kostnað þekkingar sem auðlindar á allra síðustu misserum. Fjármagns- flæðið er ekki lengur eins mikið og það var í lok tuttugustu aldarinnar. Engu að síður má halda því fram að skortur sé eftir sem áður á þekkingu en ekki fjár- magni. Þau fyrirtæki sem hafa þó haldið í hugmyndir um að hæfileikastarfsmenn séu lífæð fyrirtækis hafa gengið mis- langt til þess að tryggja hæfileikana. Ein hugmynd sem kontið hefur fram í seinni tíð er sú að fyrirtæki eigi að reyna að laga sig að starfsmönnunum en ekki starfsmennirnir að fyrirtækinu. Þessi hugmynd þarf ekki að vera eins vitlaus og hún hljómar í fyrstu. Knattspyrnulið breyta oft leikskipulagi þegar ný stjarna kemur inn í liðið þannig að hæfileikar hennar verði sem best nýttir í staðinn fyrir að reyna að niðurnjörva hæfileika stjörnunnar inn í fyrirframákveðið skipu- lag. Aðalatriðið er að það getur verið vel þess virði fyrir fyrirtæki að taka tillit til þarfa hæfileikastarfsmanna í staðinn fyrir að gera ráð fyrir að þeir falli eins og flís við rass inn í „gamla góða“ skipulag- ið. Alla vega er ljóst að fyrirtæki geta gert miklu betur til þess að draga að sér hæfileikafólk og halda því ánægðu. Að tína kirsuberin egar Maurice Saatchi var rekinn frá auglýsingastofunni Saatchi & Saatchi, sem hann stofnaði ásamt bróður sínum, labbaði hann út með nokkra af lykilstarfsmönnum stofunnar og tvo risasamninga við Mars og British Air- ways. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði í kjölfarið um helnting og hlut- hafarnir gerðu sér allt í einu grein fyrir því að þeir áttu einungis helminginn af fyrirtækinu, hinn helmingurinn hafði labbað út með Maurice Saatchi. Þrátt fyrir að þeir starfsmenn sem gengu út úr Búnaðarbankanum séu áreiðanlega hinir prýðilegustu starfsmenn eru þeir engir jafnungar Maurice Saatchis. Engu að síður er greinilegt á viðbrögðum bankastjóra Búnaðarbankans að það var verðmætt starfsfólk sem hvarf frá störfum. Hvort það hefur áhrif á verð- mæti bankans skal ósagt látið. Aðal- atriðið er þó að veruleg verðmæti geta falist í starfsmönnum sem fyrirtæki geta (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.