Vísbending


Vísbending - 29.08.2003, Side 3

Vísbending - 29.08.2003, Side 3
ISBENDING C Mynd 3. Siðareglur og stefnumótun2 J hjá fyrirtækjum má sjá á mynd 2. Nú er einfaldlega svo komið hjá fyrir- tækjum í þróuðu markaðs- og neytenda- hagkerfi að setning siðareglna er eitt af grundavallaratriðum í framsýnni stefnu- mótun. Boltinn er því hjá atvinnulífinu hvað þetta varðar og stjórnendum fyrir- tækja ber að hafa þetta í huga við þá nauðsynlegu endurmótun á markmiðs- setningu og stefnumótun sem fyrirtæki í nútímahagkerfi þurfa sífellt að ganga í gegnum. Hér verður að hafa í huga að markmið fyrirtækja hljóta að mótast í verulegum mæli af því menningarlega umhverfi sem þau hrærast í og af þeim menningarlegu viðmiðunum sem al- mennt gilda í þjóðlífinu. Hér koma til álita þættir eins og þjóðmenning, atvinnugreinabundin menning og siðir, landshlutabundin viðhorf og jafnvel dægurmenning eða lágmenning. Þessir þættir hljóta allir að koma til álita við stefnumótun og hafa á endanum afger- andi áhrif um það hvort hún skilar því sem að er stefnt. V ítahringur reglugerða Það liggur í eðli opinbers, hálfopin- bers eða starfsgreinabundins eftir- lits og reglusetningar að lagarammi, reglur og tilmæli hljóta að vera almenn og víðtæk. Yfirleitt er ekki tekið tillit til sérstöðu fyrirtækja, staðbundinna, Væntingar hagsmuna- Er væntingum aðila hluthafa og (viðski ptamanna, p=c> hagsmuna- hluthala) aðila svarað? kerfisbundinna eða markaðs- og sam- keppnisbundinna sjónarmiða. Gallinn við flestar opinberar eða hálfopinberar reglur er sá að reglurnar eru ekki fram- sýnar, þ.e. þær virka eftir á og eru því ekki nægjanlega fyrirbyggjandi. Þessir innbyggðu og kerfislægu gallar opin- bers eða hálfopinbers eftirlits gera það að verkum að reglurnar virka oft ekki sem skyldi. Brotalömin kallar síðan á enn frekari reglur og ítarlegri. Þannig myndast einskonar vítahringur milli raunverulegrar útkomu og virkni reglna annars vegar og vaxandi þarfar eða eftirspurnar eftir enn virkari opinberum reglum. Á þennan hátt getur myndast einskonar spírall reglugerðarveldis sem knúinn er áfram af kröfum almennings- álitsins um virkar reglur á sviði við- skiptalífsins (mynd 4). Það er því mjög mikilvægt að koma í veg fyrir slíkan vítahring sem hér hefur verið lýst. Nokkur atriði skulu nefnd sem aukið geta á virkni reglusetningar á sviði sanngjarnra og siðlegra við- skiptahátta. - Mikilvægt er að opinberar reglur séu sveigjanlegar, taki mið af stærð fyrir- tækja, markaðsaðstæðum, samkeppn- isstöðu og alþjóðlegum viðhorfum og áhrifaþáttum. -Viðmiðiðumskilvirkniopinberrareglna skal vera hversu vel reglurnar ná sett- um markmiðum - ein og sama reglan hæfir ekki yfir línuna. Meta verður út frá sanngirnissjónarmiðum áhrif opinberrar regiusetningar. - Virkt samráð verður að vera milli opin- berra aðila og viðskiptalífsins sem byggt er á gagnkvæmu trausti og skilningi á nauðsyn reglna. - Á endanum er markmið siðareglna í viðskiptalífinu að treysta tiltrú neytenda á að siðrænna og sanngjarnra sjónar- miða sé gætt í viðskiptalífinu. Traust og tiltrú Fyrirtækjum er nauðsyn á því að almenningur beri traust til þeirra. Til þess að svo megi verða ber fyrirtækjum að taka stefnumarkandi ákvörðun um mótun og reglusetningu á sviði innri stjórnsýslu, samskipta og tengsla við hagsmunaaðila, ábyrgðar gagnvart samfélaginu og hins viðskiptalega unt- hverfis og skilgreiningar á siðrænum skyldum og framferði. Fyrirtækin verða að móta heildstæðar leikreglur sem eru í samræmi við kröfureigenda, viðskipta- vina og annarra hagsmunaaðila (mynd 5). Leikreglurnar verða að vera framsýn- ar og fyrirbyggjandi ef gagn á að verða af þeim, þar sem siðræn viðbrögð og sanngirni í viðskiptum gegna sívaxandi hlutverki í nútímaviðskiptaumhverfi. Tiitrú og traust viðskiptamanna og almennings alls gagnvart einstökum fyrirtækjum og atvinnulífinu í heild skiptir sköpum um velgengni fyrirtækja í viðskiptalífinu. Þau verða að vera leið- andi á þessu sviði því ekki gagnar að fara einvörðungu eftir opinberum regl- um eða bíða eftir því að hið opinbera hafi frumkvæði að reglusetningu. Frum- kvæðið verður að koma frá atvinnulífinu sjálfu, frá samtökum þess og frá þeim sem litið er til sern leiðtoga innan atvinnugreina. Virk stjórnarleiðsögn og ýtarlegar siðareglur gegna hér lykilhlut- verki, að mynda þann ramma leikreglna sem nútímaviðskiptalífi er nauðsynlegt. 1. Heimild: Dr. Jim Hine, The Game ofRules of Business, erindi á aðalfundi SVÞ 2003. 2. Endurgert úr: G.Johnson and K. Scholes, Exploring Corporate Strategy, sixth ed. 2002. f Mynd 4. Vítahringur j | Mynd 5. Áhrifaþœttir á stjórnarleiðsögn, ] V reglugerðaveldis' J p viðskiptasiðferði og leikreglur viðskiptalífsins J Efnahagslcg 3. Raunveruleg virkni 3

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.