Vísbending


Vísbending - 29.08.2003, Blaðsíða 4

Vísbending - 29.08.2003, Blaðsíða 4
ISBENDING Mynd 2. Framleiðslugeta mestu olíusvœða heimsins miðað við árið 2001 (milljón tunnur á dag) (Framhald af síðu 1) olíuverði innan við 28 dollara á fatið. Samkvæmt bandarískum fréttamiðlum hafa Sádarreyndardregið úrframleiðslu, um milljón tunnur á dag, á sama tíma og stjórnmálaleg vandamál í Nígeríu og Venesúela hafa dregið verulega úr fram- leiðslu þessara ríkja. Þrátt fyrir mikinn óstöðugleika á olíumarkaðinum hefur árið 2003 verið OPEC-þjóðunum nokkuð gott en sam- kvæmt spám bandarísku EIA-stofnun- arinnar (Energy Information Admini- stration) er tekjuaukning þeirra um 19% frá árinu 2002. Að stærstum hluta má rekja tekjuaukninguna til verðhækkana á olíu. í júlí síðastliðnum var framleiðsla OPEC-ríkjanna, að Irak undanskildu, 25,6 milljónir tunna á dag sem er svipað og þau framleiddu á síðasta ári og um þriðjunguraf allri olíuframleiðslu í heim- inum (sjá einnig mynd 2). Það eru hins vegar rflcin sem standa fyrir utan OPEC sem hafa verið að auka framleiðslu sína, og Rússland allra landa mest, um rúm- lega milljón tunnur á dag m.v. í fyrra og svipuð aukning er áætluð á næsta ári. Þessi aukning á framboði gerir hins vegar ekki mikið meira en að fullnægja aukinni eftirspurn. Því er erfitt að sjá hvernig þessi ríki eiga að geta haft áhrif á verðmyndun á næstu árum. Reyndar er líklegra að eftirspurnin sé vanmetin frekar en framboðið. Batnandi efna- hagsástand í Bandaríkjunum, Japan og sérstaklega Kína er líklegt til þess að auka spurnina eftir olíu næstu misserin mun meira en síðustu spár gera ráð fyrir. EIA-stofnunin spáði í lok júlí síðast- liðins að verð á olíu færi að öllum líkind- um hægt sígandi, úr 30 dollurum í 25 dollara, þegar liði á seinni hlula ársins 2004. Það kann jafnvel að vera of lágt mat ef efnahagsbati helstu stórþjóða fer að verða að veruleika en það gefur vísbendingu um að verð á olíu eigi eftir að verða hátt enn um sinn. Þegar horft er lengra inn í framtíðina þábendirallltilaðhluturOPEC-ríkjanna í heimsframleiðslunni fari hratt vaxandi þar sem auðlindir annarra ríkja hafa náð hámarksframleiðslugetu. Þá má einnig nefna að eins og staðan er núna, hvað varðar þekkingu á olíuframboði og eftir- spurn, þá mun olíuframboðið ná hámarki í kringum árið 2015 á meðan eftirspurnin mun áfram aukast. Draumurinn um ódýra olíu virðist því ekki ætla að verða að raunveruleika. Orrustan sem tapaðist rátt fyrir að hlutur OPEC-ríkjanna í heimsframleiðslu á olíu hafi farið minnkandi síðastliðin tvö ár, sem hefur ekki gerst síðustu áratugi, er engu að síður ljóst að framleiðsluráðið ræður enn sem áður töluverðu um verð á olíu. Auk- ið framboð annarra ríkja mun einungis lítillega geta haft áhrif á samráðið og jafnframt er ljóst að mörg olíuríki utan OPEC setja sig alls ekki á móti því þar sem þau njóta samráðsins mest þegar verð er hátt og þau geta framleitt eins og þau vilja. Jafnframt er Ifldegt að þau muni vilja spila með til að tryggja að olíuverð fari ekki niður fyrir 10 dollara á ný. írak mun væntanlega að lokum koma framleiðslunni af stað en ólíklegt er að hún muni hafa veruleg áhrif á verðlag og enn ólíklegra að það sé það sem írakar sækjast eftir. Því er ljóst að enn ein orrustan gegn háu olíuverði hefur tapast en stríðið heldur áfram. ( Vísbendingin ) c \ il er kenning sem nefnist Olduvai- kenningin sem spáir því að olíu- framboð fari hratt minnkandi eftir árið 2006 og verði komið niður í svipað magn og það var árið 1960 um miðja 21. öldina. Kenningin á reyndar við allan orkuiðn- aðinn og segir að rafmagn geti orðið af skornum skammti á næstu áratugum. Þó að kenningin sé að mörgu leyti svart- sýnisspá að hætti Mallhusar þá er ýmis- legt til í henni. Rafmagnsleysið í Banda- ríkjunum gæti verið forsmekkurinn að því sem koma skal. Aðrir sálmar - —\ Stjórn og stjórnleysi Víða um heim hefur sú staða komið upp að fyrirtæki hafa lent í ógöng- um af ýmsu tagi. Jafnvel hafa blómleg og dáð fyrirtæki lent í gjaldþroti eða glatað allri virðingu eins og hendi væri veifað. Enron er frægasta dæmið en þau eru mun fleiri. Svo virðist sem stjörnum prýddar stjórnir breyti engu í því sam- bandi. Stundum er það svo að byggðir hafa verið upp mjög flóknir ársreikningar sem enginn virðist skilja, hvorki stjórn- armenn, framkvæmdastjórar né aðrir. En oftar enekki er um hreinar blekkingar að ræða. Arsreikningar eru fegraðir með ýmsum hætli. Tyco er bandarískt stór- fyrirtæki sem hafði skilað ágætri afkomu og var mikils metið í amerísku viðskipta- lífi. Stjórn þar var talin mjög virk og til þess tekið að stjórnarmenn hefðu verið hvattir til þess að koma með spurningar og athugasemdir við reksturinn á fund- um. Skyndilega kom í ljós fyrir tilviljun að einn stjórnarmanna hafði þegið sérstaka greiðslu, tugi milljóna dala, fyrir að hafa komið á sameiningu ákveðins félags við Tyco. Öðrum stjórnarmönnum varð allt í einu ljóst að brýna nauðsyn bar til þess að þeir færu yfir öll mál í fyrirtækinu. Með því að kafa ofan í reikn- inga kom í ljós að þar var að finna mjög mörg mál þar sem einstökum stjórnend- um hafði verið hyglað á kostnað fyrir- tækisins. Þrír af aðalstjórnendum félags- ins höfðu tekið saman höndum um að halda þessum upplýsingum frá stjórn- inni. Vart þarf að taka það fram að allir höfðu þeir makað krókinn duglega. Hjá Tyco varð niðurstaðan ekki eins og hjá Enron að félagið hyrfi af yfirborði jarðar heldurtókst stjórninni að vinna félaginu aftur traust. Spurningin sem eftir situr er: Hvernig gat þetta gerst? Auðvitað hafa endurskoðendur og starfsmenn sem vissu betur brugðist, en engu að síður má ekki gleyma því að unnið var markvisst að blekkingum. Nú hefur margvíslegum umbótum verið komið á í stjórnkerfi bandarískra fyrirtækja, meðal annars með það fyrir augum að auka eftirlit á sviðum sem ekki snúa beint að fjármálum. Islenskt viðskiptalíf ætti að taka frumkvæði að því að hér á landi verði menn ekki eftirbátar í þessum efnum. - bj V__________I__________________________J CJitstjóri og ábyrgðarmaður: \ Eyþór ívar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Uppiag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.___________________ 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.