Vísbending - 20.08.2004, Síða 3
V
ISBENDING
var einatt góður og einnig fiskverð á
erlendum markaði. Afleiðingin var of-
veiði þannig að tekið var forskot á sæl-
una og grípa þurfti til skerðingar afla-
heimilda. Þetta hefur dregið úr hagvexti
eins og þegar sfldin var uppurin á hag-
vaxtartímabilinu 1960-1966. Þótt hag-
ræðing í sjávarútvegi og öðrum greinum
hafi skilað sínu er það ekki nægilega
mikið til þess að vega upp á móti fyrri
ofveiði. Vaxtarbroddarnir hafa mest-
rnegnis verið annars staðar en í sjávar-
útvegi sfðustu tvo áratugina.
Hlutur atvinnugreina
Hvað segja þjóðhagsreikningar um
verkaskiptingu eða framlag til
landsframleiðslu?
I 2. töflu má sjá framlag einstakra
atvinnugreina til landsframleiðslunnar
einstök ár frá 1990 til 2001. Eins og sjá
má fyrir árið 2001 er hlutdeild veiða og
vinnslu 12,5% og samtala frumvinnslu
og almenns iðnaðar, án byggingar-
starfsemi, tæp 25%. Framlag byggingar-
starfsemi og veitna er 12,6% en skerfur
þjónustugreina, að hinu opinbera með-
töldu, er orðinn 62,5%. Tvennt vekur
einkum athygli í töflunni. I fyrsta lagi
eru ekki stórvægilegar breytingar í hlut-
deild einstakra greina frá 1990 til 2001.
I öðru lagi er mest aukning á framlagi
hins opinbera. Þetta gerist þrátt fyrir
einkavæðingu og yfirlýsta stefnu
stjórnvalda um aðhald í ríkisrekstrinum.
Ein skýring á þessu gæti verið hækkun
launa opinberra starfsmanna í sam-
keppni við einkaframtakið um vinnu-
aflið. Því miðurerekki nýrri tölum til að
dreifa en geta má sér þess til að hlutur
fjármálastarfsemi hafi aukist hin síðari
ár, bæði vegna góðrar afkomu bankanna
og útrásar þeirra.
Sveiflumar
öngum hafa skipst á skin og skúrir
í efnahagsmálum okkar. Sveiflur í
framleiðslu og tekjum hafa löngum verið
hér meiri og snarpari en víðast hvar.
Þetta hefur sett sitt mark á lífskjör okkar
eins og myndirnar hér að ofan staðfesta.
Kvótakerfið, verðfesta og styrkari stjórn
ríkisfjármála hafa stuðlað að meiri stöð-
ugleika og þar með minni sveiflum í
lífskjörum síðasta áratuginn. Greina má
búsifjar þjóðarbúsins einstök ár af
dældunum í landsframleiðslunni á 1.
mynd, sbr. 1975 þegar hagvöxtur var
0,7%, 1983 var hann -2,2%, 1988 var
hann -0,1%, 1992 var hann -3,3%, 1995
var hann 0,1% og árið 2002 var hann
-0,5%. Reyndar má greina enn meiri
sveiflur frá fyrri tíð. Milli 1945 og 1980
mátti greina tíu snarpa afturkippi í efna-
hagslífinu, þ.e. einn á þriggja til fjögurra
árafresti. Af þessum skolaði sjö að landi
að utan í takt við erlendu hagsveifluna,
en þrír þeirra voru tilkomnir vegna inn-
lends aflabrests.
Fjarlægð og viðskipti
Lega landsins, á mörkum hins byggi-
lega heims, fjarri þungamiðju mark-
aða fyrir aðföng og afurðir, ætti að hefta
framfarir fremur en örva þær. íslendingar
nýta sér hlutfallslega yfirburði í fisk-
veiðum og hina alþjóðlegu verkaskipt-
ingu í ríkum mæli. Þeir eru því háðir
frjálsum utanríkisviðskiptum. Þau eru
því tiltölulega mikil en þó minni en
ástæða væri til að ætla, miðað við smæð
landsins og þörf fyrir viðskipti. Það
hefur reyndar verið sýnt fram á að við-
skiptamynstur okkar mótast af flutn-
ingskostnaði vegna fjarlægðar frá
öðrum löndum. Það er þó óhætt að segja
að tæknin hafi fært okkur nær helstu
mörkuðum okkar með lægri kostnaði við
að varðveita gæði framleiðslunnar og
við að geyma og flytja vörur og þjón-
ustu. Einnig getum við fundið dæmi
þess að við höfum nýtt okkur það til
framdráttar að vera á milli Norður-Am-
eríku og meginlands Evrópu. Mér er
ekki örgrannt um að þetta hafi haft meiri
áhrif en margan grunar á viðskiptahætti
okkar, menntun, rannsóknir, tæknifram-
farir og stefnu okkar í Evrópumálum.
Að velja það besta
að kom fram í samantekt fyrir um 25
árum yfir menntun háskólakennara
á Islandi að flestir þeirra höfðu dokt-
orspróf frá Bandaríkjunum, en þarnæst
frá Islandi og Skotlandi, og svo frá
öðrum Norðurlöndum, Bretlandi og
Þýskalandi. Skýringin á fjöldanum frá
Bandaríkjunum er sú að læknar hafa
mikið sótt þangað í framhaldsnám. Að
Skotland skyldi vera í öðru til þriðja sæti
ásamt íslandi kom á óvart en þetta hefur
breyst mikið síðan þá. Ég hef oft orðið
þess áskynja að Islendingar, vísinda-
menn jafnt sem aðrir, vita yfirleitt meira
um það sem er að gerast í B andaríkj unum
en Evrópubúar, og eru betur að sér um
það nýjasta í Evrópu en Bandaríkja-
menn. Þannig voru íslendingar fljótir
að temja sér tölvutæknina og upplýs-
ingabyltinguna. Viðskiptadeild Háskóla
íslands var t.d. sú fyrsta á Norðurlönd-
um til þess að gera nám í rafreiknum
skyldugrein. Það hefur komið Islending-
um til góða og stuðlað að framförum að
þeir hafa aflað sér þekkingar og verk-
kunnáttu víða að og oft þangað sem
ástandið er best.
Leikreglumar og útrásin
Leikreglur viðskiptalífsins skipta
miklu máli fyrir árangur í efnahags-
málum. Þær mynda það hvatakerfi sem
knýr athafnamenn til dáða, öllum til
hagsbóta. Vindar frelsis hafa blásið í
heimsviðskiptum síðustu áratugi. Að-
ildin að EFTA, samningurinn við
Evrópusambandið á sínum tíma og EES-
samningurinn hafa forðað okkur frá
einangrun og eflt markaðskerfið á
íslandi. Það er meira segja farið að flytja
inn margar tegundir landbúnaðarafurða
sem áður voru stórhættulegar heilsunni.
Ríkisafskipti hafa einnig minnkað
vegna einkavæðingar og útboða.
Fjármálamarkaðir og gengismark-
aðir eru virkir án mikilla afskipta
hins opinbera.
En einna undursamlegust er þó
útrás íslenskra fyrirtækja á erlend-
an markað sem þau hafa nú
óheftan aðgang að. Ég hef stund-
um haft á orði að Island væri of
lítið fyrir heilabú og athafnaþrá
fslendinga. Hagvöxtur á Islandi
næstu árin er tryggður með miklum
orkuframkvæmdum en til lang-
frama kæmi ekki á óvart þótt
afrakstur af erlendri starfsemi tæki
við af þeim sem tekjulind.
Heimild: OECD og Hagstofa íslands.
Tafla 2. Hlutur atvinnuvega í landsframleiðslu 1997 til 2001
Hlutföll af vergum þáttatckjum, %. 1990 1997 1998 1 1999' 2000 1 20011
Landbúnaður 2,6 1,8 1,6 1,6 1,5 1,4
Fiskveiðar og fiskvinnsla 14,2 12,3 12,6 11,5 11,3 12,5
Ál og kfsiljárn 0,9 1,3 1,3 1,0 1,2 1,5
Annar iðnaður 10,9 10,0 9,5 9,5 9,4 9,5
Rafmagns-, hita- og vatnsveitur 3,9 3,8 3,4 3,2 3,2 3,3
Hyggingarstarfsemi 8,4 7,8 8,5 8,1 9,4 9,3
Verslun, veitinga- og hótelrekstur 13,7 13,8 14,0 14,4 14,3 13,4
Samgöngur og flutningar 7,9 7,9 8,2 7,9 8,1 7,7
Önnur þjónusta 21,4 22,4 22,0 23,8 22,0 21,9
Starfsemi hins opinbera 16,2 18,9 18,9 19,1 19,5 19,5
Allar atvinnugreinar 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0
Reiknuð bankaþjónusta -4,8 -4,8 -4,8 -6,2 -5,2 -5,6
Samtals 95,2 95,2 95,2 93,8 94,8 94,4
Mismunur uppgjörsaðferða 4,7 0,0
Landsframleiðsla á grunnverði 99,8 95,2
Skattar á framleiðslu og innflutning 25,6 20,7
Styrkir 3,9 2,3
Landsframleiðsla á markaðsvirði 121,5 113,6 111,2 108,4 108,8 110,1
3