Vísbending - 24.09.2004, Blaðsíða 2
V
ISBENDING
McKinsey og Bower
/
rið 1990 hélt ráðgjafarfyrirtækið
McKinsey & Co. ráðstefnu þar
sem allir æðstu stjórnendur
fyrirtækisins voru samankomnir. Einn
þeirra hóf umræðu um hvernig fyrirtækið
gæti aukið hagsæld sína og bætt við-
skiptakerfið. Gamall maður, 87 ára að
aldri, bað þá leyfis um að fá orðið þó að
hann væri ekki stjórnarmaður hjá Mc-
Kinsey. Hann sagði: „Hvernig getur
sérfræðingafyrirtæki haft viðskipta-
kerfi? Eg held að eigendur þessa fyrir-
tækis ættu ekki að vera að tala um hvern-
ig þeir eiga að bæta hagsæld fyrirtækis-
ins sín á milli. Ég held að eina málefnið
sem eigendur þessa fyrirtækis ættu að
ræða um sé hvernig þeir geta þjónað
viðskiptavinum sínum betur. Ef við
þjónum viðskiptavinunum betur verður
okkur vel launað. Ef við einblínum á
afkomuna höfum við hvorki viðskipta-
vini né afkomu." Enginn talaði meira um
hagsæld og viðskiptakerfi á þessum
fundi. Marvin Bower hafði talað.
Bower og Kearney
James O. McKinsey stofnaði McKin-
sey & Co. árið 1926 í Chicago í B anda-
ríkjunum. Stuttu síðar gerðist A. Tom
Kearney meðeigandi. Fyrirtækið sér-
hæfði sig í reikningshaldi og verkfræði.
James O. McKinsey var menntaður end-
urskoðandi og kenndi lengi vel bæði
við Chicago- og Columbia-háskólann.
Hann stýrði McKinsey & Co. þar til árið
1935 þegar hann sameinaði það öðru
endurskoðunarfyrirtæki, Scoville, Well-
ington, og tók tímabundið við stjórn á
Marshall Field til að innleiða breytingar
á fyrirtækinu. Tveimur árum síðar lést
hann og allt benti til að McKinsey & Co.
heyrði einnig sögunni til.
Marvin Bower, sem hafði lögfræði-
menntun og MBA-menntun frá Harv-
ard-háskólanum, varráðinn til McKins-
ey árið 1933. Hann vareini starfsmaður-
inn með stjórnunarmenntun. Bower
komst fljótlega á þá skoðun að stjórn-
unarráðgjöf og endurskoðun ættu ekki
samleið og fékk McKinsey til að sam-
þykkja að skrifstofan í New York, sem
Bower fékk að stýra, myndi einbeita sér
að stjórnunarráðgjöf. Þegar James O.
McKinsey féll frá var fyrirtækinu skipt
í tvennt, útibúið í New York, sem fékk
nafnið McKinsey & Co., með Bower
við stjórnvölinn og Chicago-útibúið,
sem fékk nafnið McKinsey, Kearney &
Co. Bower fékk svo réttinn yfir McKins-
ey-nafninu árið 1946 og Chicago-úti-
búið breytti nafni sínu í A. T. Kearney,
sem er enn í dag öflugt ráðgjafarfyrir-
tæki. McKinsey & Co. fékk nýtt líf undir
stjórn Bowers í stjórnunarráðgjöf.
Ungliðahreyfmgin
McKinsey & Co. sérhæfði sig í
stjórnunarráðgjöf undir stjórn
Bowers og var frumkvöðull á því sviði.
Bower gerði það að reglu að gera ein-
ungis samning við stjórnendur fyrir-
tækja. Fyrirmyndirnar voru lögfræði- og
endurskoðunarfyrirtæki sem byggðu
starfsemi sína á nánu samstarfi við um-
bjóðendur sína, sem og santkeppnis-
hæfni, ábyrgð og sjáifstæði. Jafnvel
viðskiptavinirnir voru valdir eftir því
hversu virtir þeir voru.
Arið 1953 var svo tekin upp enn ein
stefnan sem var fengin að láni frá fyrir-
myndunum en það var að ráða nýút-
skrifaða stúdenta til vinnu, Harvard-
stúdenta með MBA-gráðu, og móta þá
í stað þess að ráða fólk með reynslu sem
hafði þegar mótaðar skoðanir og vinnu-
aðferðir. McKinsey og Co. hefur alla tíð
síðan verið þekkt fyrir að leita eftir
stjörnunemendum til að bæta í raðir
stnar. í byrjun níunda áratugarins tóku
önnur ráðgjafarfyrirtæki, aðallega Bain,
Boston Consulting Group (BCG) og
Monitor (sem Michael Porter stofnaði),
að yfirbjóða McKinsey og „stela“ bestu
nemendunum. Bower sýndi þá hversu
góð tengsl hann hafði við yfirstjórn
Harvard og setti á fót The Marvin Bower
Fellowship Program og tók upp á því að
„ráða“ nemendurna áður en þeir útskrif-
uðust. Skilaboðin voru skýr.
Hugmyndaflug
Hugmynd Bowers var að búa til fyrir-
tæki sem myndi draga að sér og
halda í framúrskarandi fólk, hjálpa því
að rækta hæfileika sína og nýta þá til
þess að auka orðstír fyrirtækisins. Þá
væri engin þörf fyrir að auglýsa starfsem-
ina með beinum hætti þar sem orðsporið
myndi færa fyrirtækinu aukin viðskipti
og svo enn meira af framúrskarandi fólki.
í ræðu árið 1954 setti Bower fram fjóra
þætti sem honum þóttu einkenna starfs-
mannastefnu sérfræðingafyrirtækisins:
1. Það byggir upp sjálfstraust alls staðar
að sjá sérfræðinga vinna verk vel.
2. Ef starfsfólk sér fyrirtækið í stöðugum
vexti og árangur byggðan á góðum
starfsháttum er líklegt að það fái aukið
álit á fyrirtækinu, þá er ólíklegra að
það íhugi tilboð frá öðrum.
3. Sönn áhersla á atvinnumennsku gefur
tóninn fyrir fyrirtækið og skapar gott
andrúmsloft á meðal starfsmanna.
4. Það sýnir sjálfstraust fyrirtækisins að
vísa frá verkefnum sem ekki er hægt
að ná góðu samkomulagi um — og
það skapar andrúmsloft sem fólk vill
vinna í.
Bower rak að mörgu leyti harða
starfsmannastefnu þar sem fólki var gert
að klæða sig þannig að það drægi ekki
athyglina frá því sem það var að gera —
að klæða sig eins og viðskiptavinirnir.
Hann hikaði ekki við að reka hina hæfi-
leikaríkustu starfsmenn ef þeirfóru ekki
eftir siðalögmálum fyrirtækisins. Hann
vildi samt sjálfstætt þenkjandi starfslið
sem gæti tekið ákvarðanir á staðnum og
ætti auðvelt með að greina kjarna vand-
ans. Starfsmenn áttu að nota vísinda-
legar aðferðir til þess að leysa vandamál.
Bower lagði þó einnig áherslu á að þeir
notuðu hugmyndaflug enda var hann á
þeirri skoðun að það væri áræði sem
gerði menn að leiðtogum.
Á ráðstefnu sem McKinsey-fyrir-
tækið hélt árið 1998 sagði Bower, þá 95
ára gamall: „Einstein sagði að hug-
myndaflugið væri mikilvægara en þekk-
ing. Vandamál dagsins ídagerekki hægt
að leysa með þeim hugsunarhætti sem
við tileinkuðum okkur þegar við sköp-
uðum vandamálin. Þetta er merkileg
staðhæfing í ljósi þess að hún er komin
frá Einstein. Hugmyndaflug er mikil-
vægt ráðgjafanum. Ef hann getur ekki
notað hugarflugið er engin hjálp í að
greina vandamál. Og ég er hræddur um
að við eyðum of miklum tíma í greiningar
en of litlum í hugmyndaflug. Við getum
í raun ekki mótað hluti án hugmynda-
flugs.“
Endalokin
tarfsferill Bowers hjá McKinsey &
Co. spannar 59 ár, frá 1933 til 1992
þegar hann fór loks á eftirlaun 89 ára
gamall. Hann var stjómandi fyrirtækis-
ins frá 1935 til 1967. Bower andaðist í
janúar á síðasta ári, þá á hundraðasta
aldursári.
McKinsey & Co. lifir liins vegar
áfram fyrir tilstilli Bowers og nálgast
áttræðisaldurinn. Engum dylst að það
var Marvin Bower sem skapaði og mót-
aði McKinsey en ekki James O. McKin-
sey. Hann gaf fyrirtækinu alla sína
atorku. Hann gerði meira en það, því að
árið 1966, þegar talsverður þrýstingur
var á hann um að gera McKinsey að
hlutafélagi, var sameignarfyrirkomu-
laginu haldið en enginn mátti eiga meira
en 5%. Sjálfur átti hann rúm 50% sem
hann seldi fyrirtækinu til baka á bók-
virði í stað raunvirðis sem var margfalt
meira. Um þessa ákvörðun sagði hann:
„Ég hugsaði ekki um þessa ákvörðun á
þeirn forsendum [sem gjöf] vegna þess
að ásetningur minn var að búa til fyrir-
tæki sem myndi lifa eftir minn dag. Þar
sem það var markmið mitt, fannst mér
þessi ákvörðun ekki göfuglyndi."
2